Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 06.02.2023, Blaðsíða 4

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 06.02.2023, Blaðsíða 4
4 Framkvæmdafréttir nr. 723 1. tbl. 31. árg. Framkvæmdafréttir nr. 723 1. tbl. 31. árg. 5 Nýr og betri vegur um Dynjandisheiði bætir samgöngur á Vestfjörðum til muna og tengir saman byggðarlög. Í myndbandi sem Vegagerðin hefur látið gera um nýbyggingu Vestfjarðavegar (60) um Dynjandisheiði kemur fram að framkvæmdir ganga vel. Verkinu er skipt í þrjá áfanga. Fyrsta áfanga er lokið og vonast er til að öðrum áfanga ljúki árið 2024. Undirbúningur þriðja áfanga stendur yfir. Í myndbandinu er m.a. rætt við Sigurþór Guðmundsson, verkefnastjóra hjá Vegagerðinni. Þar kemur fram að nýi vegurinn eigi eftir að breyta miklu í samskiptum milli sveitarfélaga á Suðurfjörðunum. Framkvæmdum við um 14 kílómetra kafla á Dynjandisheiði er lokið og vinna við 12,6 km kafla er hafin. „Þetta er stórt verkefni en ég hef trú á að það skapi tekjur fyrir samfélagið að fá betri veg. Draumurinn er að geta lokið þessu árið 2025,“ segir Sigurþór og bætir við að Vegagerðin leggi mikla áherslu á að koma verkefninu áfram svo því ljúki á áætluðum tíma. Íslenskir aðalverktakar sáu um nýbyggingu vegarins í fyrsta áfanga en Suðurverk sér um nýbyggingu annars áfanga. Góður gangur í vegagerð á sunnanverðum Vestfjörðum Vestfjarðavegur (60) um Dynjandisheiði Þægilegra að ferðast á góðum vegi Í myndbandinu er einnig rætt við Eggert Stefánsson, áhugamann um samgöngubætur. Hann segir að nýr vegur muni breyta miklu í samskiptum fólks á Vestfjörðum. „Um leið og samgöngubætur verða eykst umferðin á milli staða, enda þægilegra að ferðast á góðum vegi,“ segir Eggert en núverandi vegur var opnaður 1959. Þá er viðtal við Bjarka Laxdal, verkstjóra hjá ÍAV, en þar kemur fram að betri vegur um Dynjandisheiði sé búinn að vera draumur margra Vestfirðinga lengi. „Það er gaman að sjá hann raungerast,“ segir Bjarki, sem lýsir því að talsverð áskorun sé að vinna í um fimm hundruð metra hæð. „Þetta er alvöru vegagerð“, segir hann. Myndbandið má sjá á Facebook Vegagerðarinnar, á Youtube-rás Vegagerðarinnar og á vef Vegagerðarinnar undir fréttum. ↑ Nýr vegur um Dynjandisheiði gjörbreytir samgöngum á milli byggðarlaga á sunnanverðum Vestfjörðum.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.