Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 06.02.2023, Síða 5

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 06.02.2023, Síða 5
4 Framkvæmdafréttir nr. 723 1. tbl. 31. árg. Framkvæmdafréttir nr. 723 1. tbl. 31. árg. 5 Staða framkvæmda Þótt nú sé hávetur er ekki slegið slöku við og unnið er að áfanga tvö. „Verið er að vinna að vegagerð frá Helluskarði, sem er við gatnamót Bíldudalsvegar, eða frá Norðdalsá, og niður að Vatnahvilft. Þrátt fyrir vetrartíð er góður gangur í verkinu, því það hefur ekki verið snjóasamt þarna uppi á háheiðinni,“ segir Sigurþór, sem þekkir þetta verkefni eins og lófann á sér. Hann segir að ekki hafi verið ákveðið hvaða leið verði fyrir valinu frá Pennuá, sem er Vatnsfjarðarmegin, og niður að Flókalundi. „Þrátt fyrir það hefur Vegagerðin ákveðið að ráðast í lagfæringar á þessum vegspotta og leggja bundið slitlag á hann, sem verður gert í sumar. Það er gert til að engir malarvegir verði eftir á þessari leið,“ segir hann. Undirbúningur fyrir þriðja áfanga er í fullum gangi. Um er að ræða 8 km kafla niður í Dynjandisvog. Þótt leiðin um heiðina styttist ekki við þessar nýframkvæmdir segir Sigurþór að nýi vegurinn verði af allt öðrum gæðum en núverandi vegur. Á vef Vegagerðarinnar er hægt að sjá þrívíddarmyndir af leiðarvali fyrir áfanga þrjú, fyrir þá sem hafa áhuga á að skoða þær. ↑ Betri vegur um Dynjandisheiði hefur verið draumur margra Vestfirðinga um langt skeið. ↖ Bjarki Laxdal, verkstjóri hjá ÍAV, segir að um sé að ræða alvöru vegagerð en sjón er sögu ríkari. ← Kort af framkvæmdum á Dynjandisheiði. ↓ Unnið er í um fimm hundruð metra hæð. Framkvæmdir hafa gengið vel í vetur og veður verið skaplegt. Dynjandisvogur Skarðanúpur 1. áfangi 2. áfangi 3. áfangi 1. áfangi Suðurfirðir Borgarfjörður ↑ Sigurþór Guðmundsson, verkefnastjóri hjá Vegagerðinni, segir að kapp verði lagt á að framkvæmdum ljúki á tilætluðum tíma. ↓ Eggert Stefánsson er sannfærður um að nýr vegur breyti miklu í samskiptum fólks á Vestfjörðum.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.