Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 06.02.2023, Side 16
16 Framkvæmdafréttir nr. 723
1. tbl. 31. árg.
Framkvæmdafréttir nr. 723
1. tbl. 31. árg.
17
„Við hófumst handa hér í september en höfðum rúmu
ári áður rekið niður staura. Við höfum steypt sökkla
beggja megin árinnar. Þann fyrri steyptum við 30.
september og í hann fóru 49 rúmmetrar af steypu.
Seinni sökkullinn var steyptur 24. október. Þessu fylgdi
mikil járnavinna en það fóru um sex tonn af járni í hvorn
sökkul,“ lýsir Vilhjálmur. Í lok nóvember var búið að
steypa stöpul að austanverðu og byrjað var að setja
upp mót fyrir stöpul að vestanverðu í byrjun desember.
„Síðan gerði mikið frost og við höfum í raun verið að
bíða eftir því að geta steypt síðan þá.“
Enn er nokkuð í land en eftir er að steypa seinni
stöpulinn, koma upp undirslætti undir gólfið og smíða
mót ofan á það og koma fyrir eftirspennukerfi. Næsta
skref verður þá að steypa brúargólfið, spenna brúna,
steypa sigplötur á hvorn enda brúarinnar og setja upp
vegrið.
Vilhjálmur vonast til að brúarsmíðinni verði lokið
fyrir sumarbyrjun.
Þessi nýi kafli á Vatnsnesvegi verður kærkominn
fyrir íbúa á svæðinu, svo og ferðamenn sem aka
veginn að hinum vinsæla Hvítserk. Langt er þó í land
en Vatnsnesvegur er 70 kílómetra malarvegur frá
Hvammstanga og út fyrir Vatnsnes. Vegurinn hefur
verið til umfjöllunar síðustu ár enda ástand hans oft
slæmt, ekki síst í vætutíð. Samkvæmt talningu árið
2019 aka 186 bílar veginn á sólarhring yfir árið (ÁDU)
en meðalumferð á sumrin (SDU) er 343 bílar.
Útboðskafli
Va
tn
sn
es
fja
ll
Blönduós
Ví
ði
da
lu
r
Sí
ða
Húnaflói
Húnafjörður
Vesturhópsvatn
Hóp
Flóðið
Húnavatn
Sigríðar-
staðarvatn
↗
Sökkull steyptur í lok október 2023.
→
Í byrjun desember kólnaði og því ekki hægt
að halda áfram steypuvinnu.
↘
Vatn og klaki hamla framkvæmdum.
↓
Kort af framkvæmdasvæði.