Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 06.02.2023, Page 20

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 06.02.2023, Page 20
20 Framkvæmdafréttir nr. 723 1. tbl. 31. árg. Framkvæmdafréttir nr. 723 1. tbl. 31. árg. 21 Vesturlandsvegur (1) í gegnum Mosfellsbæ var vígður formlega eftir endurbætur og breikkun þann 8. desember á síðasta ári. Með framkvæmdinni stóreykst umferðaröryggi í gegnum bæinn. Vígðir voru tveir áfangar, tæpir 2 kílómetrar frá Skarhólabraut að Reykjavegi, en framkvæmdirnar eru hluti af verkefnum Samgöngusáttmála ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem gerður var í september 2019. Verkið gekk mjög vel. Framkvæmdir við fyrsta áfanga hófust í lok maí 2020 og lauk í desember það sama ár. Seinni áfangi fór af stað í febrúar 2022 og lauk formlega við opnunina þann 8. desember. Skref í átt að auknu umferðaröryggi Formleg opnun Vesturlandsvegar í gegnum Mosfellsbæ Í fyrri áfanga, sem náði frá Skarhólabraut að Langatanga, var akreinum fjölgað úr þremur í fjórar og þannig komið í veg fyrir umferðarteppur sem oft mynduðust við Lágafellskirkju. Í seinni áfanganum, sem náði frá Langatanga að Reykjavegi, voru fjórar akreinar fyrir en þörf á endurbyggingu vegarins. Stærsta breytingin er sú að akstursstefnur eru nú aðskildar með vegriði á allri leiðinni sem stóreykur umferðaröryggi á veginum. Verktaki í báðum áföngum var Loftorka Reykjavík ehf. ↑ Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf., Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðráðherra klipptu í sameiningu á borðann við hátíðlega athöfn.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.