Frá þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna - 11.02.1932, Síða 7

Frá þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna - 11.02.1932, Síða 7
5 menn hafa ekki mátt um frjálst höfuð strjúka, ef þeir eru annarar skoðun- ar í stjórnmálum en henni þykir gott. Andstæðinga sína hefir hún hrakið frá opinberum störfum. Ákæruvaldið hef- ir hún notað til pólitískra ofsókna. Vaid sitt yfir peningastofnunum lands- ins hefir hún notað til skuldakúgun- ar. Á fylgismenn sína hefir stjórnin hins vegar borið fé og bitlinga. Hún hefir keypt sér fylgi og pólitískt brautargengi fyrir opinbert fé. Eg þarf ekki að lýsa frekar fyrir yður þeim ódrengskap eða þeirri sið- spillingu, sem núverandi valdhafar, hafa eitrað með íslenzkt þjóðlíf. Eg þarf ekki að lýsa frekar kúgun þeirra, ofstæki og óheilindum. Eg þarf ekki að lýsa frekar sóun þeirra á verðmætum eða öðrum þeim vandræðum, er þeir hafa skapað íslenzkri nútíð. Og eg ætla ekki að lýsa frekar fyrir yður þeim hindrunum, er þeir hafa beint og ó- beint lagt á veg íslenzkra framfara á komandi árum. Eg vil aðeins minnast þess, að þó nú. séu vandræði fyrir höndum og blikur í lofti, þá er þó ekki allur drengskapur, dáð eða frelsisþrá dregin úr íslending-

x

Frá þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frá þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1799

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.