Frá þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna - 11.02.1932, Page 20
16
b&ndsins vegna þess að alþingiskosn-
ingar urðu fyr en ætlað var, vegna
þingrofsins. Var það sýnilegt að flest-
ir þeirra, er til þingsins hefðu átt að
koma, hefðu ekki getað komið því
við sökum anna við undirbúning kosn-
inganna. I haust ákvað svo stjórn og
fulltrúaráð að þingið skyldi háð um
líkt leyti og landsfundur Sjálfstæðis-
manna.
I stjórn sambandsins voru kosin á
stofnþingi þess þau: Torfi Hjartarson
(formaður), Sigríður Auðuns (ritari),
Árni Mathiesen (gjaldkeri), Guðni
Jónsson (1. varaformaður) og Krist-
ján Steingrímsson (2. varaformaður).
Guðni Jónsson gegndi formannsstörf-
um langa hríð í fjarveru Torfa Hjart-
arsonar. Gunnar Thoroddsen (1. mað-
ur í varastjórn) sat lengst af í stjórn-
inni í fjarveru Sigríðar Auðuns og
geg'ndi ritarastörfum. Þá vcru vara-
stjórnarmennirnir Jóhann Möller og
Guðmundur Benediktsson einnig starf-
andi í stjórninni um hinð, í fjarvist
aðalmanna.
Stjórnin hélt sjálf fjölda funda og
hafði ýms mál með höndum, bæði
landsmál og flokks- ,eða félagsmál.
Hún gekkst fyrir stofnun nýrra fé-