Fylkir - 01.12.2022, Page 16
16 FYLKIR - jólin 2022
°
°
Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyj-
um fögnuðu þeim merka áfanga
í byrjun desember að nú eru liðin
90 ár frá stofnun Sjálfstæðisfé-
lags Vestmannaeyja. Félagið var
stofnað 6. desember árið 1932 og
var Jóhann Þ. Jósefsson þingmað-
ur Eyjanna helsti hvatamaður að
stofnun félagsins.
Frá upphafi hefur starfsemi fé-
lagsins snúið að því að auka veg
og vanda Sjálfstæðisflokksins og
berjast fyrir stefnumálum okkar
Vestmannaeyinga í nafni frelsi
einstaklingsins, minni ríkisaf-
skipta, lægri skatta og ábyrgrar
efnahagsstjórnar.
Stofnfundur í Nýja bíói
Sjálfstæðisfélag var stofnað í
samkomu- og bíósalnum í Nýja
Bíói við Vestmannabraut, þar sem
nú er Hótel Vestmannaeyjar. Fyrsti
formaður félagsins var Símon
Guðmundsson, þá verkamaður
en síðar útvegsbóndi á Eyri við
Vesturveg. Síðan þá hafa 31 gegnt
embætti formanns félagsins.
Félagslífið , Samkomuhúsið
og Ásgarður
Samkvæmislífið hefur alla tíð verið
Sjálfstæðismönnum í Vestmanna-
eyjum í blóð borið og mörg góð
samkvæmin verið haldin. Sjálf-
stæðisfólk úr Eyjum hefur í gegn-
um tíðina verið duglegt að sækja
samkomur flokksins víðsvegar um
land og kjördæmi í stórum hópum
svo eftir hefur verið tekið ásamt
því að reka öflugar og fjörugar
kosningabaráttu. Það er því ekki
furða að eitt helsta skemmtana-
hús Eyjanna fyrr og síðar hafi ver-
ið byggt fyrir hvata Sjálfstæðis-
manna í Vestmannaeyjum en árið
1936, í miðri heimskreppu, var
grunnur lagður að Samkomuhúsi
Vestmannaeyja. Tókst að fullgera
húsið á u.þ.b. einu og hálfu ári og
má það þakka fjölda félagasam-
taka og einstaklinga innan bæjar
sem utan.
Með tíð og tíma þróaðist rekstur
samkomuhússins frá því en það
féll ekki að starfsemi félaganna
að stunda veitinga- og bíórekstur.
Árið 1986 var Samkomuhúsið selt
og nokkrum árum síðar keyptu
sjálfstæðisfélögin jarðhæð Heima-
götu 35-37 og hluta kjallara, og
var félagsheimilið gefið nafnið
Ásgarður.
Öflugt félagstarf í 90 ár
Orkan í félaginu í kringum kosn-
ingar hefur verið eftirtektarverð.
Til forystu í Sjálf-
stæðisflokknum í
Vestmannaeyjum
hafa valist fram-
sýnir og duglegir
einstaklingar sem
hafa veitt málefn-
um Vestmanna-
eyja framgöngu
umfram það sem
þekkist í öðrum
öflum og af því
erum við stolt. Er
það að miklu leyti
að þakka öflugu
félagsstarfi jafnt
í Sjálfstæðisfé-
lagi Vestmanna-
eyja, Sjálfstæð-
iskvennafélagsins
Eyglóar og Eyverja,
félagi ungra sjálfstæðis-manna í
Vestmannaeyjum. Eygló sem var
stofnað 1937 og Sjálfstæðisfé-
lag Vm. sameinuðust undir nafni
þess síðarnefnda árið 2007 og var
liður í því að kjósa konu sem for-
mann hins sameinaða félags. Íris
Róbertsdóttir var fyrsti formaður
sameinaðs félags og síðan hafa
fjórar aðrar konur gengt emb-
ættinu og þrír karlar.
Þess má geta að Eyverjar eru
öldungarnir í hópnum þrátt fyrir
að vera félag ungra, en félagið var
stofnað í desember 1929, þremur
árum á undan afmælisbarninu.
Í janúar 1934 var Fulltrúaráð Sjálf-
stæðisfélagana stofnað en það er
samráðsvettvangur Sjálfstæðisfé-
laganna í Vestmannaeyjum. Fyrsti
formaður þess var Haraldur Viggó
Björnsson en hann gegndi stöðu
bankastjóra Útvegsbankans í Eyj-
um á þeim tíma.
Sýnileiki í blaðaútgáfu
Þrátt fyrir að gildi pólitískra blaða
sé annað og minna nú en það
var þegar Fylkir hóf göngu sína
árið 1949 hefur blaðið skipað sér
fastan og reglulegan sess í blaða-
útgáfu Vestmannaeyja. Í upphafi
kom blaðið töluvert oftar út en
nú en blaðið kemur þrisvar til
fimm sinnum út á ári og er útgáfur
reglulegri á kosningaárum. Jóla-
blað Fylkis með fróðlegum grein-
um um sögu Eyjanna og Eyjafólks
í ritstjórn Arnars Sigurmundsson
er ómissandi hluti af aðventu og
jólum í hugum margra Eyjamanna.
Skipar þar ríkan sess kaflinn, Látnir
kvaddir sem fylgt hefur jólablað-
inu frá 1975.
Fylkir, sem er borinn út á hvert
heimili í Eyjum og dreift víða um
land heldur ágætlega velli í sam-
anburði við önnur rit þrátt fyrir að
ritmennskan hafi að mestu leiti
fært sig yfir á netmiðla þar sem
hraði í upplýsingagjöf ræður ríkj-
um. Það er mat okkar sem störfum
fyrir flokkinn að útgáfa Fylkis sé
mikilvæg nú sem áður.
Samstaða frá kreppu
til hagvaxtar
Sjálfstæðisfélögin í Vestmannaeyj-
um voru stofnuð á kreppuárunum
en á slíkum tímum fær samstaða
fólks ríkara gildi. Samstaða Eyja-
manna er vel þekkt innan Sjálf-
stæðisflokksins á landsvísu og er
saga félaganna frá stofnun sam-
ofin sögu Vestmannaeyja sem er
blómleg og lituð stígandi hag-
vexti.
Samstaða félagsmanna var
áberandi á Landsfundi Sjálfstæð-
isflokksins sem haldinn var í nóv-
ember sl. en þar komu félagsmenn
fjölda breytingatillagna í gegnum
fundinn sem nú prýða ályktun
fundarins. Þar má helst nefna hug-
myndir að bættum samgöngum
fyrir Vestmannaeyjar og landið allt,
bætta heilbrigðisþjónustu á lands-
byggðinni, klárað yrði að koma
sjúkraþyrlu fyrir á Suðurlandi,
bætt menntakerfi með áherslu á
að bæta líðan og
árangur nemenda
og þá sérstaklega
drengja og svo
mætti lengi telja.
90 ára afmæli
fagnað
í Ásgarði á að-
ventunni
Þriðjudaginn 6.
desember sl. fagn-
aði félagið afmæli
sínu í Ásgarði með
aðventugleði sinni
sem nefnist kjöt
og kærleikur. Fé-
lagsfólk gæddi sér
á nýreyktu hangi-
kjöti og tilheyrandi
og nutu samvista
hvert með öðru.
Nýkjörinn ritari Vilhjálmur Árna-
son, Guðrún Hafsteinsdóttir fyrsti
þingmaður Suðurkjördæmis og
verðandi ráðherra, Áslaug Arna
Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnað-
ar- og nýsköpunarráðherra, Björg-
vin Jóhannesson varaþingmað-
ur og formaður kjördæmisráðs
Suðurkjördæmis og Þórður Þórar-
insson framkvæmdastjóri Sjálf-
stæðisflokksins komu fyrir hönd
flokksins, héldu ræður, færðu
kveðjur og gáfu gjafir.
Undirritaður og Jarl lokuðu svo
kvöldinu með ljúfum jólatónum.
Í þetta skiptið höguðu örlög og
veikindi þó því að Jarl gat ekki leitt
sönginn en hann sló þó gítarinn
á meðan að undirritaður leiddi
sönginn með félagsmönnum.
Formenn Sjálfstæðisfélags
Vestmannaeyja 1932 - 2022
Símon Guðmundsson, verkamaður 1932-1933
Karl Jónasson, læknir 1933 -1934
Tómas M. Guðjónsson, skipaafgr.m. 1934-1936
Stefán Árnason, yftrlögregluþjónn 1936-1940
Jóhannes Sigfússon, lyfsali 1940-1941
Guðlaugur Gíslason, kaupm. 1941-1942
Einar Sigurðsson, útvegsbóndi og kaupm. 1942-1944
Tómas M. Guðjónsson, formaður á ný 1944-1947
Guðlaugur Gíslason, formaður á ný 1947-1951
Páll Scheving, vélstjóri 1951-1964
Jóhann Friðfinnsson, kaupmaður 1964-1968
Hörður Bjamason, símstöðvarstjórí 1968-1972
Markús Jónsson, umboðsmaður 1972-1975
Guðni Grímsson, vélstjóri 1975-1977
Steingrímur Arnar, flugvallarstjóri 1977-1978
Gísli Gíslason, stórkaupmaður 1978-1980
Helgi Magnússon, trésmíðameistari, okt/des1980
Stefán Runólfsson, framkvæmdastjóri 1980-1988
Georg Þór Kristjánsson, verkstjóri 1988-1991
Magnús Kristinsson, útvegsbóndi 1991-1993
Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri 1993-1995
Magnús Jónasson, framkv.stjóri 1995-2001
Arnar Sigurmundsson, framkv.stjóri 2001- 2003
Magnús Jónasson, forstöðumaður 2003-2007
Íris Róbertsdóttir, kennari 2007-2011
Sigurhanna Friðþórsdóttur, kennari 2011-2013
Margrét Rós Ingólfsdóttir, félagsráðgjafi 2013-2014
Elsa Valgeirsdóttir, framkvæmdastjóri 2014-2015
Jarl Sigurgeirsson, tónlistarkennari 2015-2017
Birna Vídó Þórsdóttir, snyrtifræðingur 2017-2018
Páll Marvin Jónsson, framkvæmdastjóri 2018-2020
Gísli Stefánsson, æskulýðsfulltrúi 2020-
Sjálfstæðisfélag
Vestmannaeyja 90 ára
GÍSLI STEFÁNSSON
FORMAÐUR
SJÁLFSTÆÐISFÉLAGS
VESTMANNAEYJA
Sjálfstæðisfélögin í
Vestmannaeyjum voru stofnuð
á kreppuárunum en á slíkum
tímum fær samstaða fólks ríkara
gildi. Samstaða Eyjamanna er vel
þekkt innan Sjálfstæðisflokksins
á landsvísu og er saga félaganna
frá stofnun samofin sögu
Vestmannaeyja sem er blómleg
og lituð stígandi hagvexti.
Það var fjölmennt í Ásgarði á 90 ára afmælisfagnaði félagsins nú í desember. Myndirnar hér á opnunni tók Óskar Pétur við það tækifæri.