Fylkir - 01.12.2022, Síða 19
19FYLKIR - jólin 2022
°
°
Guðlaug K. Runólfsdóttir fæddist
og ólst upp í Vestmannaeyjum.
Hún er nú 91 árs gömul, hraust,
minnug, lífsglöð og glæsileg
kona. Hún hefur búið í Reykjavík í
70 ár, lengst af á sama stað, fimm
barna móðir, ekkja í 12 ár. Eyjarn-
ar og Eyjamenn standa henni nær
hjarta. Um það vitna myndir og
málverk á veggjum hjá henni. Hún
er fróð og forvitin um fólk. Margir
vinir og ættingjar sækja til henn-
ar fróðleik um menn og málefni í
Eyjum. „Spyrjum Laugu frænku“
segir skyldfólkið hennar oft. „Um
að gera“ segir Lauga, „bráðum
verður það orðið of seint!“
Rómantík á Heklunni.
„Ég er fædd í Vestmannaeyjum,
átti yndislega æsku á góðu heimili
og ætlaði mér aldrei að fara þaðan.
Það hvarflaði bara aldrei að mér.
En örlögin vildu ekki haga málum
þannig. Æskuvinkona mín, Hrafn-
hildur Helgadóttir, sem átti heima í
næsta nágrenni við okkur á Hrafna-
gili við Vestmannabraut, hvatti
mig eindregið til þess sumarið
1951 þegar við vorum 19 ára gaml-
ar að koma með sér í skemmtiferð
til Skotlands með Heklunni. Það
varð úr og við vinkonurnar sigld-
um á léttabáti út á Víkina þar sem
Heklan lá; hún gat ekki komið inn á
höfnina eins og hún var í þá daga,
grunn og lítið bryggjupláss. Við
vorum hífðar upp og um borð í
skipið um miðja nótt. Það má eig-
inlega segja að úr stroffunni hafi
ég hoppað inn í hjónabandið. Við
lunninguna stóð ungur maður,
bráðmyndarlegur með gullfallegt
hár, svolítið feimnislegur. Ég tók
strax eftir honum og átti eftir að
kynnast honum betur í ferðinni.
Þetta var Ólafur Frímannsson
sem seinna varð maðurinn minn.
Hann var þá orðinn starfsmaður í
Útvegsbankanum og hafði lokið
prófi frá Verslunarskólanum. Með
honum var strákur frá Stafholti í
Eyjum, Hafsteinn Júlíusson.
Þessi reisa varð líka örlagarík fyr-
ir Hrafnhildi. Hún kom stundum
með okkur Óla á Borgina og þar
kynntist hún sínum manni, Guð-
birni Guðjónssyni. Hann var lengi
bryti á Vatnajökli. Svona glettin
geta örlögin verið.
Þetta var annars skemmtileg ferð,
10 dagar, 10 rómantískir dagar!
Það voru fleiri Vestmanneyingar í
reisunni en við, t.d. Guðni Gríms-
son skipstjóri, hann var Stokks-
eyringur, giftur Lovísu (Lúllu) frá
Skuld. Guðni var svo hressilegur,
hann kom til okkar Hrafnhildar í
klefann þar sem við
lágum og dreif okk-
ur upp í sal. „Strák-
arnir bíða eftir ykk-
ur!“ Og þar var Óli
minn auðvitað með
öðrum piltum sem
gjarnan vildu hitta
ungar Vestmanna-
eyjameyjar.
Við Hrafnhildur
höfðum ekki efni á
meira en öðru far-
rými en svo vel vildi
til að stýrimaðurinn
var skyldur pabba
sem bað mig fyr-
ir kveðjur til hans.
Hann setti okkur
á 1. farrými og þar
var betri matur, kalt
borð með ýmsu sem við höfðum
ekki áður séð.“
Fædd á Hilmisgötu 7
Guðlaug Kristín, kölluð Lauga,
fæddist árið 1931, 6. september, á
Hilmisgötu 7, þangað sem foreldr-
ar hennar voru þá nýfluttir. „Ég var
sem sagt fyrsta barnið sem fæddist
í þessu fallega húsi.“ Það stendur
reisulegt norðan við Stakkagerð-
istún. Það var stórt á þess tíma
mælikvarða, 160 m2, með falleg-
um blóma- og jurtagarði, byggt
rétt áður en heimskreppan skall
á af fullum krafti. Húsið var kallað
Ólafsvík en það nafn festist ekki við
það. Í götunni voru góðir grannar,
Árni gamli Johnsen og Margrét frá
Suðurgarði í næsta húsi norðan
við, svo Engilbert málari og loks
Gvendur skóari. En hinum megin,
austan við, var Arnardrangur þar
sem þau voru Ólafur Lárusson
læknir og Sylvía, kona hans með
barnaskarann sinn. Hún var mikil
blómakona og ræktaði ýmislegt í
garðinum, hafði líka hænsn. „Þau
voru yndisleg hjón og góðir ná-
grannar. Ég kom þangað oft, pass-
aði Ólaf Örn, barnabarn þeirra,
hann varð seinna læknir eins og
afinn. Ég man enn alla húsaskipan
í Arnardrangi. Sylvía var dugleg
húsmóðir á stóru heimili og hafði
vinnukonur. Allir garðarnir voru
stórir með trjám og blómum.“
Þarna ólst Lauga upp, í mið-
bænum miðjum, með ólgandi
líf í kringum sig, aðeins steinsn-
ar að fara niður á bryggju og að
pallakrónum og ofan í fjöru.
„Við vorum sem krakkar oft að
þvælast á bryggjunum og fylgjast
með körlum og kerlingum í atinu
þar, við löndun og aðgerð, og líka
á stakkstæðum þar sem saltfisk-
urinn var þurrkaður í sólinni. Hann
var breiddur út á morgnana og
tekinn saman síðdegis. Það var jú
alltaf sól í þá daga!“ Á stakkstæð-
um unnu einkum konur og svo
krakkar. Þar unnu margir fyrir sín-
um fyrstu vinnulaunum.
Runólfur bátasmiður.
Faðir Laugu, Runólfur Jóhannsson,
var um tíma skipstjóri á bátum í
Eyjum. Hann var frá Gamla-Hrauni
við Eyrarbakka og reri þaðan
með föður sínum sem unglingur
en kom til Vestmannaeyja 1919,
þegar hann var tvítugur, til að læra
skipasmíðar. Hann missti móður
sína aðeins 7 ára gamall og bar
þann harm í brjósti sér alla ævi.
Feður þeirra Runólfs og bræðr-
anna Gunnars Marels á „Horninu“,
Guðmundar á Háeyri, Lúðvíks
bakara, Þórðar „sterka“ á Bergi og
Magnúsar skipasmiðs á Bergi, sem
allir fluttust til Eyja, voru bræður.
Lauga átti því stóran frændgarð
þeim megin frá þótt sambandið
væri meira við móðurfólkið.
Runólfur lærði fyrst skipasmíðar
hjá Magnúsi á Bergi, frænda sín-
um. Hann dó ungur, aðeins 28 ára,
en hafði þá smíðað marga báta.
Fór Runólfur þá til Ástgeirs Guð-
mundssonar skipasmiðs í Litlabæ
og vann hjá honum en stund-
aði líka sjóinn á vertíðum. Þegar
Runólfur hætti sjómennsku um
1940 og kom í land vann hann í
Gamla slippnum með frænda sín-
um, Gunnari Marel, en varð svo
yfirsmiður í slippnum hjá Ársæli
Sveinssyni. Hann var ákaflega hag-
ur í höndum, sama við hvað hann
fékkst, gerði t.d. listafín skipslíkön.
„Og alltaf var hann að, aldrei setið
auðum höndum“ segir Lauga.
Runólfur varð skipaskoðunar-
maður 1932 og skipaeftirlitsmaður
ríkisins í Eyjum 1953 og sinnti því
embætti allt þar til hann dó 1969,
sjötugur. Hann hafði sérstakan
kontór fyrir starfið á neðri hæðinni
á Hilmisgötu 7. Þar var allt í röð og
reglu. Rithöndin var óvenjufögur,
og á skrifborðinu voru snyrtilega
færðar skrár, skýrslur, virðingar og
matsgerðir. Á veggjum og í hillum
voru skipslíkönin sem
hann hafði sjálfur smíð-
að.
Einar í Betel varð
seinna samtarfsmað-
ur Runólfs og sá um
eftirlit með björgunar-
bátum. Einar fer lof-
samlegum orðum um
yfirmann sinn og segir
í minningum sínum:
„Það var lærdómsríkt
fyrir mig að eiga sam-
starf við Runólf í fjórtán
ár í skipaskoðuninni.
Hann var nákvæmn-
in sjálf og mátti aldrei
vamm sitt vita … lék
allt handverk í höndum
hans, hvort heldur voru
smíðar eða skriftir.“
Lauga segir að faðir sinn hafi
aldrei sagt alveg skilið við sjóinn.
„Hann átti alltaf trillu, Svan, sem
hann smíðaði sjálfur, og fiskaði
á hana á sumrin eða var í snatti á
henni. Þannig var þetta í gamla
daga, alltaf verið að puða eitthvað
og þá ekki síður hjá húsmæðrum
og vinnufólki. Lífsbaráttan var svo
hörð, fátæktin mikil og hver varð
að bjarga sér og sínum og treysta
á sjálfan sig. Þetta er ólíkt því sem
nú er, Guð minn góður! Hjá okkur
var skúrinn fullur af mat á haustin,
saltkjötstunnur, stíur með kartöfl-
um og matjurtir, alltaf nóg af mat.
En þetta skilur ungt fólk varla í dag
þegar hver sem er getur skotist
eftir daglegum nauðsynjum út í
næstu búð.“
Runólfur Jóhannsson varð einn
þekktasti skipasmiðurinn í Vest-
mannaeyjum á sinni tíð, um miðja
Með Heklunni í hamingjulandið
Guðlaug Kristín Runólfsdóttir frá Hilmisgötu 7
rifjar upp æskuár í Vestmannaeyjum
GREINARHÖFUNDUR:
HELGI
BERNÓDUSSON
Við vorum sem krakkar oft
að þvælast á bryggjunum
og fylgjast með körlum og
kerlingum í atinu þar, við
löndun og aðgerð, og líka
á stakkstæðum þar sem
saltfiskurinn var þurrkaður í
sólinni. Hann var breiddur út
á morgnana og tekinn saman
síðdegis. Það var jú alltaf sól í
þá daga!
Nýleg mynd af Laugu, 91 árs gamalli.
Hilmisgata 1-7, fjögur sambyggð hús. Kristín Skaftadóttir og Runólfur Jóhannsson áttu austasta húsið,
nr. 7, byggt 1930. Myndin er tekin upp úr 1960 þegar búið var að bæta tveimur hæðum ofan á Hilmis-
götu 1 og 3. Vinstra megin er gamla Lögreglustöðin (horfin) og Kaupangur (horfinn) en þar á milli eru
Vík við Bárugötu og Viðey við Vestmannabraut; og sér í gamla Hressingarskálann austan við. Hægra
megin er Arnardrangur, Hilmisgata 11, þar sem Ólafur Lárusson læknir og Sylvía Guðmundsdóttir
bjuggu en á 1. hæð þess var klínik Ólafs. Á milli sér í Vestmannabraut 25, hús Sigurmundar Runólfsson-
ar og Íseyjar Skaftadóttur, og Verslun Georgs Gíslasonar (litla húsið), en handan götunnar er Símstöðin
(íbúðarhús símstöðvarstjóra). Á Stakkagerðistúni í forgrunni er enn leikvöllur og búið að leggja „Guð-
laugströppur“ yfir túnið (kenndar við Guðlaug Gíslason bæjarstjóra).