Fylkir


Fylkir - 01.12.2022, Blaðsíða 22

Fylkir - 01.12.2022, Blaðsíða 22
22 FYLKIR - jólin 2022 ° ° lak hjá mömmu og kústasköft hjá pabba og bjuggum til tjald, stund- um í garðinum heima og stundum fórum við upp að Arnarstapa þar sem Sveinn vínsali bjó. Guðmund- ur, afi hennar Hrafnhildar, átti þar túnbleðil þar sem hann heyjaði fyrir heimiliskúna. Þar vorum við frjálsar og sáum vítt í góðu veðri. Einu sinni, ég hef verið 7 ára eða svo, benti ég Hrafnhildi á Eini- drang og sagði við hana: „Sérðu, þarna er tröllskessa að vaða í land.“ Henni varð svo mikið um að hún hljóp skælandi heim. Já, við vor- um í „mömmó“ alveg þar til vorum orðnar um 13 ára. Þá tók skáta- starfið við.“ Stelpurnar í skátunum brölluðu ýmislegt saman, fóru í útilegur vestur í hraun og gengu á öll fjöll, Litla- og Stóra-Klif, Dalfjall, Heima- klett og Helgafell, sem þeim þótti ekki mikið mál og kölluðu „skíða- brekkurnar“, og Sæfell. Þær fóru oft í Klaufina og svömluðu þar í sjón- um. Jakob Sigurjónsson (Kobbi bílstjóri) var liðlegur við krakkana og leyfði þeim að sitja á vörupall- inum hjá sér vestur í hraun eða út í Höfða. Barnaskólinn. Eins og lög gerðu ráð fyrir fór Lauga í barnaskólann og tók fulln- aðarpróf 14 ára, fermingarvorið sitt. „Loftur Guðmundsson, sem leigði hjá Eyju frænku, kenndi mér að stauta. Svo ég kunni eitthvað þegar ég byrjaði í skólanum. Eins sagði Auður á Hrafnagili okkur Hrafnhildi til í reikningi, en hún gafst alveg upp á okkur, við sug- um svo mikið upp í nefið sagði hún! Halldór Guðjónsson var skólastjóri þessi ár, en við höfðum nú ekki mikið af honum að segja. Aðalkennarar mínir voru Vigfús Ólafsson, „Fúsi í Gíslholti“, og Lýður Brynjólfsson. Þeir voru báðir tve- ir afbragðskennarar og góðir við okkur krakkana. Okkur þótti afar vænt um þá.“ Fúsi var Vestmanneyingur, mikill sögumaður og þótti skemmtilegur kennari, seinna skólastjóri Gagn- fræðaskólans. Hann endursagði Íslendingasögurnar fyrir krakkana og lék sjálfur helstu kappana og lýsti bardögum þeirra. Lýður var Húnvetningur. Eftir kennarapróf og námsdvöl erlendis kenndi hann á Fáskrúðsfirði en kom til Eyja 1939, giftist Auði frá Hrafna- gili og bjó í Eyjum upp frá því. „Við vorum fjörmikill árgangur. Ég man í svipinn eftir Sirrý (Sigríði) í Gíslholti, Möggu (Margréti) í Ási, Ósk á Dyrhólum, Lollu (Þóreyju) á Búrfelli, Guðnýju Bjarnadóttur, Gunnari í Berjanesi, Gísla Gríms á Haukabergi, Halla (Þórhalli) á Reykjum, Leifi á Fögrubrekku, auk svo Hrafnhildar, Dísu og Dúnu sem var sessunautur minn.“ Laugu þótti „ofsalega gaman“ í skólanum og naut sín þar, átti gott með að læra. „Á sumrin voru bara leikir og fjör. Ég fór þó snemma að vinna, vann sem krakki í öll- um bakaríunum, Magnúsarbak- aríi, bakaríinu hjá Vogsa og líka í Kallabakaríi (hjá Karli Björnssyni). Í sveit fór ég aldrei. Mamma og pabbi vildu aldrei senda mig frá sér í sveitardvöl.“ Ferming, fullnaðarpróf og iðnskólinn. Lauga fermdist vor- ið 1945, um það bil sem stríðinu lauk. „Það var voða há- tíðlegt, við öll prúð- búin og spreng- lærð í kverinu.“ Séra Halldór Kolbeins fermdi, hann var þá nýkosinn prestur í Landakirkju. „Svona dögum gleymir maður aldrei. Það var veisla heima á Hilmisgötu og ég fékk margar fermingargjafir og ég man að Guðlaugur Hansson og Fríða gáfu mér 200 kr., það var mikið fé í þá daga.“ Eftir fermingu og fullnaðarpróf fór Lauga að vinna eins og flest- ir gerðu. „Ég ætlaði mér að fara í Hjúkrunarskólann en frú Sigríður Backmann, sem var forstöðukona, setti fyrir sig að ég hafði slasast á mjóhrygg 5 ára; mátti ekki sam- kvæmt vottorði lyfta þungu, ekki meira en 5 kg. En ég átti eftir að eignast 5 börn og sennilega hef ég brotið regluna nokkrum sinnum!“ Lauga hélt því áfram að vinna en setti nú stefnuna á Handíða- og myndlistaskólann. Hún sótti tíma í Iðnskólanum í Eyjum og hafði gaman af því, ekki aðeins náminu heldur líka félagslífinu. „Kvöldskóli iðnaðarmanna“ hét hann fyrst og nemendur gátu því stund- að þar nám með vinnu. Halldór Guðjónsson, sem var skólastjóri Barnaskólans, veitti skólanum for- stöðu og kenndi m.a. ensku. Lýð- ur kenndi þar líka en Lauga nefnir sérstaklega Pálma Pétursson sem eftirminnilegan og skemmti- legan kennara. Pálmi var seinna vinsæll kennari við Kennaraskól- ann. Lauga samdi við Áslaugu á Heygum, sem bjó í Baðhúsinu við Bárugötu hjá Emmu nuddkonu, móður sinni, að segja sér til í ensku gegn því að hún passaði Orra, son hennar í staðinn! „Ég var alveg ástríðufullur teiknari og málari sem krakki, alltaf að gera myndir, öllum stundum, klippa út, líma upp og föndra. Mér fannst að hæfileikar mínir lægju á þessu sviði og myndlist veitti mér mikla ánægju. Ég hefði get- að fengist við myndlist samhliða húsmóðurstörfum. En þetta fór nú allt öðru vísi eftir Skotlandsferðina, þegar Óli minn kom til sögunnar og ástin kviknaði. Þá kom trúlofun, gifting og svo byrjuðu barneignir. Að ala upp fimm börn á þessum tíma, fyrir fimmtíu, sextíu árum, og annast heimilishald, var meira en fullt starf og lítill tími til annars, t.d. skólagöngu. Þetta hefur allt breyst svo mikið síðan með nýjum heimilistækjum, leikskólum, aukn- um þægindum og margvíslegri aðstoð og þjónustu. Er bara ekki sambærilegt. Og margt hefur breyst í samfélaginu; t.d. kemur fólk yfirleitt ekki heim í hádegis- mat eins og áður var, það sér eig- inlega hver um sig yfir daginn. En ég er alveg sátt, hafði gaman af börnum og hef fengist dálítið við að teikna og mála á seinni árum.“ Þar er ekkert ofsagt, á veggjum í íbúð Laugu eru margar myndir sem hún hefur málað og eru til mikillar prýði, sumar hverjar frá Vestmannaeyjum. Eftir að skólagöngu lauk byrjaði Lauga að vinna í verslun innar- lega á Hásteinsvegi. „Þetta var í nýbyggðu húsi, nr. 39, aðeins lítil og þröng kompa, beint á móti Héðinshöfða. Helgi Benedikts- son átti þessa búð og við vorum mest með dósa- og pakkamat. En í næsta húsi austan við, nr. 37, var önnur verslun með sams konar vörur, dósa- og pakkamat. Það var Neytendafélag Vestmannaeyja. Það var ótrúlega mikið af smáverslunum í Vestmannaeyj- um á þessum tíma, og stundum fór þetta eftir pólitík. Helgi Ben. var fram- sóknarmaður, en í Neytendafélaginu voru sjálfstæðis- menn. Í „Neytó“ vann ung stúlka sem ég kynntist og varð góð vinkona mín, Erla á Grímsstöðum (Haraldsdóttir). Við vorum alveg ópólitískar! Ég hafði gaman af því að vinna í búð, maður hitti svo marga sem maður hefði annars aldrei kynnst, eins og t.d. krökkunum í Héðinshöfða, þau voru ekki fá börnin í því húsi, og eins húsmæðrum þarna í grenndinni. Ég man t.d. eftir Gígju Reim. og Önnu Reim., þær voru sérstakar konur, og mörgum fleir- um. Ég fékk svo Erlu næsta sumar til að koma með mér á Laugarvatn, við unnum þar á hótelinu og höfð- um óskaplega gaman af. Ég hafði raunar verið þar eitt sumar áður með Kristbjörgu („Bíbí“) í Skógum og líkað vel.“ Lauga fór svo að vinna í Kaup- félagi verkamanna í Bárugötu. Friðjón Stefánsson var þá kaupfé- lagsstjóri, „ósköp vænn og þægi- legur maður“ en hann fluttist eftir fáein ár til Reykjavíkur og varð þekktur rithöfundur. Þar var Lauga þar til hún gifti sig og fluttist til Reykjavíkur. Hún fór þá að vinna í versluninni „Ragnari Blöndal hf.“ í Austurstræti 10. Þetta var fata- búð, sérverslun, sem foreldrar Val- dísar svilkonu Laugu áttu en var stjórnað var af Gunnari Hall. Hann var ekki síst frægur fyrir að eiga stærsta einkabókasafn landsins á sínum tíma. Þar var Lauga þang- að til hún eignaðist sitt fyrsta barn 1953. Hjónabandið. „Við Óli giftum okkur 6. júlí 1952 og byrjuðum að búa á Barnónsstíg 78, í húsinu við hliðina á tengda- foreldrunum. Áður en að því kom fór ég nokkra mánuði í Húsmæðra- skóla Reykjavíkur og fannst það skemmtilegt og gagnlegt. Að sjálfsögðu gifti ég mig í Eyj- um, það kom ekkert annað til greina! Því miður ekki í Landa- kirkju heldur vígði sr. Halldór Kol- beins okkur saman á Hilmisgötu 7. Þar var rýmt til og slegið upp veislu. Sylvía í Arnardrangi hjálp- aði okkur við undirbúning og kom með borðbúnað o.fl. Brúðkaupsveislan var eftir- minnileg og margar ræður flutt- ar. Gleggst man ég eftir því sem Guðlaugur Hansson, vinur okkar, sagði. Hann óskaði okkur brúð- hjónum hamingju, gleði og gæfu Að ala upp fimm börn á þessum tíma, fyrir fimmtíu, sextíu árum, og annast heimilishald, var meira en fullt starf og lítill tími til annars, t.d. skólagöngu. Þetta hefur allt breyst svo mikið síðan með nýjum heimilistækjum, leikskólum, auknum þægindum og margvíslegri aðstoð og þjónustu. Jóhann Runólfsson (1944- 2018), yngsta barn Kristínar og Runólfs og einkasonur þeirra. Hann var fyrst starfsmaður Útvegsbankans í Vestmanna- eyjum, síðar sjómaður og loks á ný bankamaður í Reykjavík. Hann bjó á Hilmisgötu 7 þegar gosið hófst 1973. Hilmisgata 7 í gosinu 1973. Öskubingurinn náði vel upp á efri hæð hússins. Erna Olsen (dóttir Rebekku) við björgunarstörf á æskuheimili sínu. Runólfur á trillunni Svani sem hann smíðaði sjálfur. Hann fiskaði á trilluna en notaði hana líka í alls konar snatt, m.a. sótti hann veiði- menn í úteyjar og kom þeim heim með feng sinn, egg og fugl. Vélbáturinn Jón Stefánsson VE 49 var einn margra sem Runólfur Jóhannsson teiknaði og smíðaði í Vestmannaeyjum og bar skapara sínum fagurt vitni. Báturinn þótti falleg fleyta og á hann veiddist vel. Hann var smíðaður 1947 handa Björgvini Jónssyni sem var kenndur við Úthlíð við Vestmannabraut. Báturinn var úr eik, 65 tonn. Síðar komst hann í eigu Einars Sigurðssonar og Hrað- frystistöðvarinnar. Báturinn var seldur úr plássinu upp úr 1970.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.