Fylkir


Fylkir - 01.12.2022, Page 23

Fylkir - 01.12.2022, Page 23
23FYLKIR - jólin 2022 ° ° en ekki of mikils auðs því að af honum kviknaði ágirndin sem væri verst allra lasta! Ég man hve tengdamóðir mín, sem var mikill félagsmálafrömuður, var hrifin af mælskusnilld Guðlaugs.“ „Óli minn“. Ólafur Helgi Frímannsson var jafnaldri konu sinnar, fæddur í ársbyrjun 1931. Hann var Reykvík- ingur og uppalinn þar á vel stæðu heimili sem stóð á Barónsstíg 80. Faðir hans, Frímann Ólafsson, var forstjóri Hampiðjunnar en móð- irin var Jónína Guðmundsdóttir, ættuð frá Flatey á Breiðafirði. „Jón- ína tengdamóðir mín var mikill kvenskörungur og í forustusveit reykvískra kvenna, m.a. formaður Húsmæðrafélagsins og Mæðra- styrksnefndar, og sat í stjórn margra annarra félaga kvenna í borginni. Þau áttu fimm börn.“ Ólafur réðst til Útvegsbankans seint á árinu 1950, skömmu eftir verslunarprófið, og þar var hann alla starfsævi sína, „40 ár og 40 daga“. „Óli gekk auðvitað strax í Akóges í Reykjavík eftir að við giftum okk- ur, hvað annað? Við höfðum ágæta afkomu og vorum reglusöm, já og nægjusöm, svo að allt blessaðist með fimm börn. Þau eru auðvitað mesta lán mitt í lífinu, öll hraust og öllum hefur gengið vel að fóta sig og búa sér og sínum fjölskyldum gott og hamingjuríkt líf. Getur nokkur beðið um meira?“ Það var mikil samheldni með bankamönnum og þeir stóðu að byggingu fjölbýlishúsa handa fé- lagsmönnum. Þannig gátu Lauga og Óli eignast íbúðina á Hagamel 37 þar sem þau bjuggu alla tíð og Lauga ein eftir að Ólafur dó 2010. „Það hefur farið vel um mig hérna og hér vil ég vera.“ Þau eignuðust fimm börn á 10 árum, Frímann (f. 1953), hann var verslunarmaður, Kristínu (f. 1954), hún rekur veisluþjónustu, Runólf (f. 1959) sem er framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, Ólaf Hauk (f. 1962) sem vinnur hjá flutningafyrirtæki og loks Kjartan (f. 1963) sem er framreiðslumað- ur og rekur veisluþjónustu. Ólafur Haukur er mikill KR-ingur og vann fimm sinnum titilinn „Glímukóng- ur Íslands“ á árunum 1985-1991. „Börnin bera mig á höndum sér. Ég held að barnalán sé mesta lán sem hverjum og einum getur hlotnast. Og svo barnabörnin og barna- barnabörnin. Þetta er orðinn mikill hópur, stórfjölskyldan telur orðið 60 manns.“ Lauga segir að Ólafur hafi verið alvörumaður. „En hann var glaður á góðum stund- um og spilaði þá á píanó. Hann var fremur heimakær en tók þó þátt í félagslífi banka- manna.“ Óli var á togurum sem strákur og í sumar- fríum í bankanum fór hann alltaf á sjóinn til að drýgja tekjurnar sem ekki voru miklar hjá þeim hjónum. „Hann hafði gam- an af sjómennsku.“ Það var Laugu auðvitað mikið áfall þegar Ólafur dó 2010, aðeins 79 ára gamall. „Við átt- um svo vel saman og leið svo vel saman. Og svo þegar börnin voru komin á legg ferðuðumst við heilmikið, bæði innan lands og utan. En svona er lífið, maður fær ekki allt. Ekki get ég kvartað, 91 árs, á tíræðisaldri, hugsaðu þér, og alveg ágætlega hraust og óklikkuð leyfi ég mér að segja. Það er mikil gæfa. Ég hef alltaf verið minnug og minni mínu held ég enn þá, - að mestu! Ég er búin að vera hér á Hagamel 37 í 66 ár, hugsa sér. Já, ég er engin flökkukerling. Hér er gott að vera, stutt í alla þjónustu og heilmikið líf í kringum mig. Melabúðin er hinum megin við götuna og Vest- urbæjarlaugin, kaffihús, skólar og ég veit ekki hvað. Ég er ekki nema 10 mín. eða kortér að ganga niður í bæ. Æ, já, ég held ég fari ekki héð- an fyrr en minn tími kemur.“ Hugurinn alltaf í Eyjum. Lauga segir að Vestmannaeyj- ar skipi alltaf mikilvægan sess í lífi sínu. „Það líður varla sá dagur að ég hugsi ekki til Eyja, rifji upp gamlar minningar.“ Efst í blaða- bunkanum í ganginum hjá henni eru Eyjafréttir sem systurdóttirin Erna Olsen kemur með. Jóla-Fylki sendir Arnar, frændi hennar, skil- víslega á hverju ári. Á borði við hægindastólinn í stofunni liggur bók Kristínar Ástgeirsdóttur um Oddgeir Kristjánsson. „Ég er líka svo stolt af mínu fólki. Myndarskapurinn hjá henni móð- ur minni er mér sífelld fyrirmynd. Það var alltaf létt yfir öllu í kring- um hana þótt ýmislegt andstreymi hafi mætt henni á lífsleiðinni. Hún slasaðist t.d. sem barn, brotnaði illa og átti erfitt með gang, sér- staklega á efri árum. Samt fannst mér hún létt á fæti, „kríkafix“ eins og hún kallaði það sjálf; þetta er sennilega skaftfellska. En ég sá hana aldrei skipta skapi, ekki nema einu sinni þegar ég varð veður- teppt úti í Stafnesi; þá skammaði hún mig! Hún var líka svo hjálpfús við fólk og reyndist systrum mín- um vel í veikindum þeirra. Pabbi var alvörugefnari en alltaf nota- legur heima, blíður og góður við okkur krakkana og gestrisinn. Þau voru samtaka í öllu. Pabbi var mikið á bryggjunum að skoða skip. Eitt sinn féll hann ofan í lest á dönsku skipi og þríhrygg- brotnaði. Hann náði sér aldrei al- mennilega eftir það. En aldrei var kvartað og ekkert slegið af í vinnu. Þannig var þessi kynslóð, mikill dugnaður, orðheldni og heiðar- leiki. Pabbi hreyfði sig mikið og fór gangandi allra sinna ferða þar til eftir slysið. Þá fór hann að hjóla, hjólaði um allt. Það þótti sumum skrýtið. Það var mikil gestagangur heima, opinn faðmur og allir voru velkomnir á Hilmisgötuna. Mamma, og seinna Bubba, voru alltaf að baka. Þangað komu bæði vinir og frændfólk og var tekið vel á móti öllum. Fastagestir voru Tóta í Uppsölum, Gunna í Fjósum, Ólöf í Berjanesi, Kalla í Kofanum, Jónína á Háeyri og fleiri. Já, og ég má ekki gleyma henni Matthildi í Stakka- gerði. Hún kom yfirleitt daglega, var afskaplega skemmtileg mann- eskja og bar með sér gleði og birtu. Mamma var góð við þá sem stóðu höllum fæti eins og t.d. Tóta í Berjanesi. Hann var yndislegur karl þótt hann væri dálítið skrýt- inn. Kristni á Mosfelli, sem var póstur, var alltaf boðið inn í kaffi þegar hann bar út til okkar. Það hef- ur nú verið meiri lúxusinn að vera póstur á þessum árum, kaffi og með því í hverju húsi. Samt var Kristinn grannur og flottur karl. Mamma hafði vinnukonu yfir veturinn þegar við vorum lítil, Guð- rúnu Eyjólfsdóttur frá Fjósum í Mýr- dal. Hún var fín- gerð kona, mjög dugleg og alltaf góð við okkur. Hún var dálítið skotin í Sigurjóni, bróður mömmu, hann var svo sætur. Og svo þegar mamma sagði við hana eitt haustið að nú þyrfti hún ekki vinnukonu lengur, börnin væru að stálpast og farin að hjálpa til, þá sagði Gunna bara: „Ég kem nú eigi að síður.“ Gunna fluttist síðar til Eyja og bjó í kjallar- anum á Þingeyri, Skólavegi 37 sem hún svo keypti.“ Mæðrastyrksnefnd. „Ég var auðvitað rígbundin heima meðan börnin voru ung en við Óli fórum stundum út að skemmta okkur eða í stuttar ferðir og þá passaði Gréta, systir mín, börnin okkar. Ó, já, þetta voru hamingju- söm ár.“ Fyrir hvatningu tengdamóður sinnar tók Lauga að sér rekstur skrifstofu Mæðrastyrksnefndar, en aðeins í hlutastarfi. „Ég fékk einn fimmta af mánaðarlaunum, svo sparlega er nú haldið á öllum mál- um hjá Mæðrastyrksnefnd!“ Lauga vann hjá nefndinni í 26 ár og kynntist í því starfi mörgu fólki, bæði þeim konum sem hafa unnið fórnfúst starf fyrir Mæðrastyrks- nefnd og enn fremur því fólki sem þurft hefur á aðstoð nefndarinnar að halda, fátæku fólki og fólki sem átt hefur í ýmsum erfiðleikum. „Þetta átti vel við mig, en það tók stundum á að kynnast aðstæðum sumra þeirra sem til okkar þurftu að leita. En starfið veitti mér líka ótrúlega gleði, að geta aðstoðað og hjálpað þessu fólki.“ „Þá fer allt vel.“ „Ég hef bara haft gaman af lífinu, verið heppin og hamingjusöm og fyrir það er ég skaparanum þakk- lát. Ég raula oft með sjálfum mér gamla húsganginn: „Tíminn líður, trúðu mér, taktu maður vara á þér, heimurinn er sem hála gler. Hugsaðu‘ um, hvað á eftir fer.“ Ég vona að mannlífið í Vest- mannaeyjum blessist og andinn í bænum minni helst pínulítið á það sem var þegar ég var þar á æsku- og unglingsárum. Þá fer allt vel“ segir hin síunga Vestmannaeyja- mær. Ég er búin að vera hér á Hagamel 37 í 66 ár, hugsa sér. Já, ég er engin flökkukerling. Hér er gott að vera, stutt í alla þjónustu og heilmikið líf í kringum mig. Melabúðin er hinum megin við götuna og Vesturbæjarlaugin, kaffihús, skólar og ég veit ekki hvað. Ég er ekki nema 10 mín. eða kortér að ganga niður í bæ. Æ, já, ég held ég fari ekki héðan fyrr en minn tími kemur. Hjónin Guðlaug K. Runólfsdóttir og Ólafur H. Frímannsson. Sr. Hall- dór Kolbeins gaf þau saman fyrir 70 árum í stofunni á Hilmisgötu 7, 6. júlí 1952. Ólafur Helgi, starfsmaður Útvegsbankans, var fæddur sama ár og Lauga, 1931, en lést 2010. Þau bjuggu á Hagamel 37 í Reykjavík og þar býr Lauga enn. Eitt af mörgum skipslíkönum Runólfs Jóhannssonar. Það er nú í vörslu Bergþóru Þorsteinsdóttur, ekkju Jóhanns Runólfssonar. Lauga í ganginum heima hjá sér. Þar hefur hún raðað mörgum myndum af börnum sínum og barnabörnum. „Þetta er orðinn mikill hópur, stórfjölskyldan telur orðið 60 manns.“

x

Fylkir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.