Fylkir


Fylkir - 01.12.2022, Blaðsíða 26

Fylkir - 01.12.2022, Blaðsíða 26
26 FYLKIR - jólin 2022 ° ° Gunnar Ólafsson á Tanganum var – og er e.t.v. enn - lifandi persóna í sagnaheimi Vestmanneyinga. Enn vitna gamlir Eyjamenn í Gunnar, herma eftir honum og hafa eftir snjöll tilsvör hans. Gunnar Ólafsson var sagður stjórnsamur húsbóndi, afar dug- legur, árrisull og vinnusamur, en vildi víst einn ráða öllu í sínum húsum og rekstri og gat oft verið smámunasamur. Hann var sagð- ur orðheldinn og brá ekki loforði sínu. Handtak var sama og undir- skrift. „Gunnar var maður sem aldrei brást“ segir í nýútkominni bók eftir Jón Sverrisson sem bjó í Hágarði um tíma og naut jafnan stuðnings Gunnars og Tanga- manna. Fátækur sveitastrákur með sterkar rætur Gunnar var úr Sumarliðabæ í Holt- um og víst hafa foreldrar hans og systkini verið harðdugleg. Tveir bræður hans urðu landsþekktir, Bogi Ólafsson yfirkennari við M.R. og höfundur þekktrar kennslu- bókar í ensku sem margir lásu, og Jón Ólafsson togaraskipstjóri, síð- ar forstjóri eins stærsta sjávarút- vegsfyrirtækis landsins, Alliance, alþingismaður Reykvíkinga og síð- ar Rangæinga og loks bankastjóri Útvegsbankans. Systur Gunnars tvær, sem báðar hétu Kristín, voru húsfreyjur og þóttu skörungar hvor á sínum bæ. Gunnar var orðinn hálfþrítugur þegar hann kvaddi sveitina og hélt til Reykjavíkur. Var þá ætlun hans að verða skósmiður. En það fór öðru vísi. Meðfram skósmíðum lærði hann verslunarfræði í Reykja- vík og út á það fékk hann starf 1892 í fyrirtækjum Sturlubræðra, ríkustu manna bæjarins. Fjórum árum síðar, 1896, fluttist hans til Víkur í Mýrdal og varð bókhaldari hjá Bryde kaupmanni, þeim hin- um sama og átti alla verslum í Eyjum fram yfir aldamótin 1900. Gunnar varð síðar verslunarstjóri, faktor. Hann giftist Jóhönnu Ey- þórsdóttur 1898 og börn sín fimm eignuðust þau í Vík. Gunnar Ólafsson var einn þeirra sem hreifst með í andstöðunni gegn „uppkastinu“ 1908, átök- um um fullveldi Íslands. Hann var hvattur til framboðs og varð þá þingmaður Vestur-Skaftfellinga um haustið, sigraði Jón Einars- son í Hemru örugglega með 107 atkv. gegn 65. En þetta fannst Bryde-mönnum ekki gott og að viðskipti og pólitík ættu ekki saman. Svo að leiðir skildi. Til Vestmannaeyja Gunnar ákvað eftir þinglausnir 1909 að flytjast til Vestmannaeyja ásamt fjölskyldu sinni, 45 ára gam- all. Hér þekkti hann engan nema sr. Jes A. Gíslason og Ágústu, konu hans, á Hól og hafði aðeins einu sinni áður komið til Eyja. Gunnar fékk vinnu hjá Gísla Johnsen sem pakkhúsmaður í Edinborgar-versl- un. Pakkhúsið dugði Gunnari ekki og fljótlega byrjaði hann að kaupa fisk og verka til útflutnings. Hann var enginn auðmaður þá, átti þó dálítinn sjóð. Miklu munaði fyrir hann að Jón, bróðir hans í Reykja- vík, útvegaði hon- um talsvert lánsfé sem Gunnar bar með sér í silfri til Eyja. Hann festi kaup á svo köll- uðu Højdalshúsi, „Svarta húsinu“ sem stóð við Bæj- arbryggju og hann átti lengi síðan og miklar þrætur stóðu um seinna meir. Þar hóf hann fiskvinnslu. Þegar á öðru ári í Eyjum, 1910, fann Gunnar viðskipta- félaga sem hann átti langa samleið með, Jóhann Þ. Jósefsson, seinna alþingismann og ráðherra. Þeir leigðu lóð gömlu Juliushaab-versl- unarinnar á tanganum milli Bratta og Tangaviks og keyptu húsin sem þar voru, „Tanga-eignirnar“, af Byr- de kaupmanni sem þá var kominn á kné í Vestmannaeyjum. Þar með var fyrirtækið Gunnar Ólafsson & Co. stofnað en það átti eftir að láta mikið til sín taka næstu áratugi. Hinn kunni athafnamaður, Pétur Thorsteinsson, var með þeim í kompaníinu fyrstu fimm árin. „Tangaveldið“ Þegar þeir Gunnar Ólafsson og Jó- hann Jósefsson hófu rekstur sinn er komin af stað í Vestmannaeyj- um stórkostleg bylting sem kennd er við vélbátana. Þeim fjölgaði á hverri vertíð og afkoman var æv- intýralega góð. Fólk streymdi út í Eyjar ofan af landi. Þeir Gunnar og Jóhann helltu sér í leikinn, keyptu báta, ýmist fyrirtækið eitt eða í fé- lagi við aðra, oft skipstjóra, stýri- menn og vélstjóra. Er líða tók á annan áratug síðustu aldar og allt fram að seinna stríði 1939 byggðu þeir Tangamenn upp og ráku stórfyrirtæki í Eyjum. Það stóð á mörgum stoðum: á útgerð margra báta, fiskvinnslu, aðallega saltfiski til útflutnings, á verslun með alls konar vörur, nauðsynjar, búshluti, vefnaðarvörur og ótal margt fleira, mest í lánsviðskiptum sem gátu verið varasöm, og svo á umboðsstörfum, m.a. fyrir Bruna- bótafélagið og Sjóvátryggingar, og fyrirtækið annaðist skipaaf- greiðslu fyrir Eimskip og Ríkis- skip. Allt var byggt upp að nýju á Tangalóðinni, ný sölubúð og svo fiskvinnsluhús norðan megin og síðast vörugeymsluhúsin sem enn standa upp af Básaskersbryggju. Gunnar var lengi norskur konsúll og um tíma franskur konsúll. Báðir efnuðust þeir vel, Gunn- ar og Jóhann, en er á leið sneri Jóhann sér að stjórnmálum og ýmsu öðru vafstri og fluttist til Reykjavíkur upp úr 1930 svo að Gunnar varð þá nær öllu ráðandi í fyrirtækinu. Hann lét raunar líka stjórnmál til sína taka eftir að hann fluttist til Eyja, varð varaþingmað- ur fyrir sjálfstæðismenn „þversum“ í landsþingskosningunum 1916 með umboð til 10 ára og sat sem þingmaður seinna sinni 1925- 1926. En aldrei settist hann í bæj- arstjórn Vestmanneyja. Gunnar Ólafsson & Co. varð næst- stærsta fyrirtækið í Vestmannaeyj- um fram að kreppunni 1930, næst á eftir Gísla J. Johnsen. Milli þessara fyrirtæki varð ekki neinn fjand- skapur. Tanginn lifði kreppuna af, þrátt fyrir mikið tap, en fyrirtækj- um Gísla og eignum var sundrað í gjaldþroti. Hvers vegna lifði Gunnar Ólafsson af í kreppunni? Helsta skýringin er sú að hann lagði aldrei í áhættufjárfestingar. Hann var af gamla skólanum, rak útgerð, verslun og fiskvinnslu af varúð og festu, fór t.d. að heita má aldrei í víking í önnur pláss. Gunn- ar var í grunninn íhaldssamur þótt hann legði mörgum framfaramál- um í Eyjum sannarlega lið svo að um munaði. Íhaldssemi er dyggð, einkum þegar á móti blæs. En framfarir verða síð- ur á henni byggð- ar. Stríðsárin, nýir tímar, ný tækni Á stríðsárum 1939-1945 varð umbylting í at- vinnuháttum í Vestmannaeyjum. Útflutningur hófst á ferskum fiski til Bretlands og varð mikill gróðavegur. Í þann leik gekk Gunnar Ólafsson ekki. Ný kynslóð a t h a f n a m a n n a kom til sögunnar og hraðfrysting á fiski var framtíðin. Gunnar sat eftir og vinnsluhús hans stóðu brátt tóm. Á næstu árum spruttu upp fjögur ný og stór fyrirtæki sem höfðu forustu í atvinnulífi Eyjanna fram að gosinu 1973, Ísfélagið, Vinnslustöðin, Hraðfrystistöðin og Fiskiðjan. Gunnar var orðinn áttræður við stríðslok. Leiknum var því að nokkru sjálfhætt. Honum tókst ekki að ala upp erfðaprins í fyrir- tækinu. Tvo syni sína missti hann unga að aldri. Það voru honum þung áföll. Annar þeirra, Sigurður, átti 1/5 í fyrirtækinu er hann lést 1941. Hann sá að mestu um út- gerðina. Tanginn seldur 1955 Þegar Gunnar dró sig í hlé fór all- ur kraftur úr fyrirtækjum hans. Þau voru rekin áfram en sá rekstur gekk fremur af vana en nokkurri kappsemi. Gamli maðurinn var þó enn á rölti um bryggjur og kom í búðina, lét ýmislegt flakka, en það breytti litlu. Seint á árinu 1955 var fyrirtæk- Gunnar Ólafsson á Tanganum: Gætinn athafnamaður og fastur fyrir GREINARHÖFUNDUR: HELGI BERNÓDUSSON Gunnar ákvað eftir þinglausnir 1909 að flytjast til Vestmannaeyja ásamt fjölskyldu sinni, 45 ára gamall. Hér þekkti hann engan nema sr. Jes A. Gíslason og Ágústu, konu hans, á Hól og hafði aðeins einu sinni áður komið til Eyja. Gunnar fékk vinnu hjá Gísla Johnsen sem pakkhúsmaður í Edinborgar-verslun. Gunnar Ólafsson á Tanganum. Gunnar Ólafsson & Co. varð næststærsta fyrirtækið í Vestmannaeyjum fram að kreppunni 1930.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.