Súgandi - 01.06.2019, Side 5

Súgandi - 01.06.2019, Side 5
5 SUMARBLAÐ kallast Hljóðin úr eldhúsinu. Í bókinni má finna má brot úr upptökum hennar í eldhúsinu heima hjá sér á Suðureyri. Í þeirri ferð tókum við eftir drifkraftinum og sköpunarkraftinum sem er einkennandi í byggðunum hérna í vestrinu og ákváðum að flytja í snarhasti og taka þátt. Það kom á daginn, hér er gott svigrúm til að lifa og skapa og nægur innblástur. Ég hef ekki verið mjög lagin við framtíðarplön en reyni eins og aðrir að koma ár minni vel fyrir borð og að eiga fyrir mér og mínum. Ég er þakklát fyrir hvern dag og hvert ár sem lífið færir mér og stefni alltaf að því að skapa meira, dýpka sambönd og fegra lífið. Þegar ég lít í baksýnisspegilinn og rifja upp minningar frá Suðureyri upplifi ég fyrst og fremst þakklæti gagnvart öllum þeim sem héldu samfélaginu uppi og unnu hörðum höndum að því að halda uppi ýmiskonar æskulýðsstarfi, menningarlífi og grósku. Það er alls ekki gefið. Á Suðureyri lærði ég að framtak hvers og eins og rödd skiptir máli. Mér er minnisstætt þegar ég og jafnaldrar mínir örkuðum inn á bæjarstjórnarskrifstofuna og kröfðumst þess að fá smíðavelli eins og börnin í Reykjavík. Seinna sama dag var okkur útvegað timbur og svæði til að byggja á, eftirlitslaus, sem var enn betra en í Reykjavík! Það er einmitt þetta frelsi í leik sem samfélagið ýtti undir, að upplifa að allt svæðið væri leiksvæði með óteljandi möguleikum sem var á sama tíma öruggt vegna þess að ef eitthvað kom upp á var alltaf einhver nálægt sem við treystum. Eins og svo oft festast falleg sumarkvöld betur í minni en langir vetrardagar en mér finnst við hæfi að rifja líka upp þau ófáu skipti þegar veðrið var óskaplegt og rafmagnið fór. Þá gerðum við systurnar það stundum að leik að rjúka út í glugga og athuga hvort við gætum séð heimilin í bænum lýsast upp þegar heimilisfólkið var búið að finna til kerti og eldspýtur eða vasaljós. Síðan fylgdumst við með bílljósunum hjá orkubússtjóranum þræða sig í gegnum skaflana og inn að orkubúinu. Rafmagnsleysið skapaði bæði svo skemmtilega nánd og var samtímis svo spennandi.

x

Súgandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Súgandi
https://timarit.is/publication/1797

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.