Súgandi - 01.06.2019, Side 10

Súgandi - 01.06.2019, Side 10
10 SÚGANDI 2019 Sandra Steinunn Fawcett Á SKOTHÓLNUM Hverra manna ertu? Er dóttir K. Unnar Sigurvinsdóttur og Paul Fawcett. Móðurfjölskylda mín er úr Bæ í Staðardal og föðurfjölskyldan frá Englandi. Amma mín er Guðný heitin Guðmundsdóttir, dóttir Unnar Kristjánsdóttur og Guðmundar Þorleifssonar. Afi minn er Sigurvin Magnússon frá Veiðileysu á ströndum og býr hann enn á Suðureyri. Fjölskylduhagir? Er í sambandi. Starf? Er í námi við Háskóla Íslands og vinn á sambýli og veitingastað. Hvar býrðu? Ég bý í Kópavogi. Áhugamál? Fara á hestbak og lesa Fallegustu staðirnir í Súgandafirði? Útsýnið frá Skothóli og Skollasandur, svo er Vatnadalur mjög fallegur. Svo má ekki gleyma þegar maður kemur úr göngunum og horfir út fjörðinn, skiptir ekki máli hvaða árstíð er, það er alltaf jafn flott. Hvenær fórstu síðast til Suðureyrar? Seinasta haust fór ég yfir langa helgi. Uppáhaldsstaðurinn? Heima í stofunni hjá afa, ég á margar góðar minningar þaðan. Uppáhaldsmaturinn? Lambalæri og meðlæti. Uppáhaldstónlist? Get ekki valið, hlusta á allar tegundir tónlistar. Uppáhalds leikari/leikkona? Jennifer Aniston Viltu deila með okkur góðum minningum frá Suðureyri? Fannst sæluhelgarnar og sjómannadagurinn alltaf svo skemmtilegir þegar ég var yngri. Ég vann eitt skipti minnsta marhnútinn. Þegar ég bjó á Suðureyri fór ég oft eftir skóla til ömmu og fékk köku og mjólk. Mér fannst það algjört æði, og svo hljóp ég niður á bryggju til að taka á móti pabba af sjónum. Fyrir mér er alveg nauðsynlegt að fara vestur allavega einu sinni á ári, njóta kyrrðarinnar og endurhlaða sig.

x

Súgandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Súgandi
https://timarit.is/publication/1797

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.