Súgandi - 01.06.2019, Page 36
36
SÚGANDI 2019
Skollasandur, Dalurinn, Sæluhelgin, hlíðin, Inga
Jónasar og Popplingarnir. En ég man að mér
fannst alltaf notalegt að kíkja í heimsókn til ömmu
Svövu. Ég fékk oft hjá henni sykur í poka til að dýfa
rabbara ofan í og mér fannst ekki leiðinlegt að
fara út í búð fyrir hana og fá einn krabbapening
fyrir. Henni fannst Ópal / Tópas mjög gott og það
var ekki ósjaldan sem maður fann „hálfsogna“
töflu einhvers staðar liggjandi á borði hjá henni
inn í eldhúsi. Eitt sumarið sem ég var að vinna
hjá Grétari frænda vorum við amma eftir vinnu í
sólbaði bakvið hús hjá Völu og Grétari. Þá áttum
við dýrmæta stund saman þar sem hún sagði mér
frá því hvernig hún kynntist afa þegar þau fóru á
dansiball saman og fleira. Mér þótti roslega vænt
um ömmu, og á margar skemmtilegar og fyndnar
minningar um hana og Súganda.
Ég er mjög þakklát foreldrum mínum fyrir að
hafa alið mig upp á Suðureyri. Ég upplifði hluti
sem ekki er hægt að upplifa annars staðar en í
litlu sjávarþorpi eins og Suðureyri. Að kynnast
náttúrunni og frelsinu er einstakt og ég held að
það geti mótað fólk til æviloka. Ég er ekkert viss
um að ég væri á þeim stað sem ég er á í dag ef ég
hefði ekki upplifað æsku mína eins og ég gerði.