Ský - 01.02.1999, Page 12

Ský - 01.02.1999, Page 12
FYRST&FREMST úr Listasjóði er ung listakona sem á dögunum hlotnaðist hæsti styrkur Pennans. Hún sækir innblástur til Ástríks og Tinna og langar að skoða stjörnurnar, sem er gott, því hún er í flugta Hvernig var fyrsta myndin sem þú teiknaðir og manst eftir! „Hún var mikið krot, rosalega abstrakt. Ég man ekkert frekar hvernig hún var, nema hvað mig minnir að hún hafi verið svolítið í anda Kristjáns Davíðssonar. Ég krotaði fram eftir öllum aldri, alveg þangað til ég komst í kynni við Tinna, Sval og Val og þá félaga. Þá tóku við teikningar í þeim dúr. Síðar teiknaði ég sælgæti, búðarborð í sjoppu og nammið undir því og fólk í biðröð fyrir framan. Æskan gengur svo mikið út á sælgæti." Hvernig eru verkin þín! „Þetta eru útsagaðir hlutir. Ég hugsa þá upphaflega tvívítt, eins og teikningar, en svo set ég þá þannig saman að verkin verða þrívíð. Ég sauma saman, smelli eða festi á annan hátt og þannig næ ég þrívíddinni fram. Ég reyni líka að forðast „nátt- úrulegan“ við. Ég vil fá hann sléttan, felldan og kvistlausan. Hitt er fallegt í sjálfu sér en passar ekki við það sem ég er að gera. Ég nota líka mikið lakk og svo auðvitað All sorts lakkrísinn sem er svo flottur á litinn og girnilegur en hinsvegar vondur á bragðið. Þessir lakkríslitir eru æpandi bleikir, brúnir og hvítir. Núna nota ég mikið hvíta litinn. Það fer eftir stemningunni hverju sinni hvaða litir eru ráðandi." Og hvað verður um verkin þín þegar þau eru kláruð! „Sum verða nú bara að rusli. Önnur er hægt að taka í sundur og nota aftur. Fæst seljast, þó ég sé nú frekar lukkuleg með söluna hingað til. Sum lenda undir rúmi, á vegg eða þá að ég gef þau. Þau fara svona hingað og þangað. Það er samt ekk- ert að fyllast hjá mér. Ég er ennþá svo ung.“ innblástur, fyrir utan All sorts lakkrísinn, hvaðan kemur hann og hvers vegna! „Það er í fyrsta lagi ekkert fyrir mér sem heitir sjálfsprottin list. Ég er ekki sköpuð af Guði full innblásturs og í startholun- um til þess að búa eitthvað til. Þetta fjallar allt um annað fólk. Þetta eru stefnumót við fólk, hluti, eða hvað sem vera skal. Það ýtir á einhverja takka í þér. Ég nota litabækur og teikni- myndasögur. Ef ég er í einhverri lægð þá tek ég bara fram Ást- rík og líður strax betur." Hvort hefur komið þér frekar að gagni, Ástríkur, Tinni og allir hinir; eða MHÍ! „Það er alveg tvennt ólíkt. MHÍ var staður þar sem ég hafði allt til að gera það sem ég vildi og Ástríkur og þeir voru bara með mér þar. Þar hafði ég aðstöðu, hitti fólk og fékk hugmyndir. Ég þarf að umgangast aðra til að þrífast og þróast. Ég vil ekki vera í friði, ég vil truflun og þá meina ég mikið áreiti. í»ú varst að fá styrk frá Listasjóði Pennans fyrir vel unnin störf. Hvað getur þú sagt mér um styrkinn! „ Gunnar Dungal eigandi Pennans stofnaði til þessarar styrkveitingar í minningu foreldra sinna. Hér er um að ræða heilar 400 þúsund krónur sem árlega eru veittar ein- hverjum ungum og efnilegum listamanni, en svo eru líka aðrir minni styrkir í formi vöruúttekta. Mér hlotnaðist þessi hæsti styrkur í ár, og er ég mjög þakklát fyrir það.“ Hvar verður þú eftir fimm árí „Það er fyndið að þú skulir spyrja að þessu því að mitt nýjársheit var einmitt það að gera fimm ára áætlun, svona eins og í gamla Sovét. Ég er því enn við þetta nýja upphaf og því ekki enn byrjuð á áætluninni. Ef allt gengur mér í haginn þá ætti ég að geta komist alla leið á B-612, en það er lítil pláneta einhvers staðar þarna úti í geimnum. Hún hefur reyndar bara sést einu sinni.“ Hvar verður þú ekki eftir fimm ár! „Ég verð til dæmis ekki á Astró, eða allavega tel ég það mjög ólíklegt. Þaðan af síður verð ég stödd í þröngum norskum firði. Ég vil vera á stað þar sem ég get séð allan sjóndeildarhringinn. Til dæmis í eyðimörkum Alsírs eða Marokkós." Hvort eldar heima, þú eða unnustinn! „Það fer eftir því hvort okkar hefur meira að gera.“ En hvort er betri kokkur! „Ég er miklu betri." Hvenær tekst þér best upp við eldamennskuna! „Ég er best í því að elda þegar ísskápurinn er næstum alveg tómur og áskorunin að galdra eitthvað fram úr engu þannig að allir séu hissa á því hvað þetta sé gott. Þannig finnst mér skemmtilegast að elda.“ Hvað er mikilvægast! „Mikilvægast er að læra að umbera aðra og ná aga í því hvernig maður kemur frá sér hlutunum en samt alltaf að vera opinn. Og að muna það að hjartað er alltaf barn. þetta sagði kúbverskur listamaður við Harald Jónsson, listamann. Þetta er hreinn sannleikur." fin 10 Sky

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.