Ský - 01.02.1999, Side 40
BLESSAÐUR BJÓRINN
I. mars árið 1989 var merkisdagur í sögu íslands en
þá var sala áfengs öls leyfð á nýjan leik eftir 74 ára hlé.
Hér er rakin tíu ára saga bjórsins, allt frá því hverjir
voru með honum og hverjir á móti í
atkvæðagreiðslunni örlagaríku á Alþingi, til þess hvaða
áhrif hann hefur haft á drykkjuvenjur landans.
yrsti mars, sjálfur bjórdagurinn
er skráður með gylltu letri í
huga allra sem unna frelsi,
framförum og finnst gott að fá sér neð-
an í því. Þetta var frábær dagur og
sögulegur. Arum saman hafði verið
þrasað og rifist um þetta viðkvæma
mál og ferillinn var orðinn mjög kunn-
uglegur. Fyrst trommaði einhver frjáls-
hyggjuterroristi upp í pontu á Alþingi
og mælti fyrir þingsályktunartillögu
um hvort Alþingi gæti þótt koma til
greina að setja á stofn nefnd sem kann-
aði möguleika á að leyfa sölu á áfengu
öli. Þetta hafði yfirleitt svipuð áhrif og
að hvísla nafni Salmans Rushdies í
eyru þungvopnaðs íransks heittrúar-
manns. Vaðmálsberserkir úr öllum
kjördæmum landsins og flokkum tróð-
ust hver um annan þveran í ræðustól til
þess að mótmæla þessum landráðum. I
framhaldinu flæddu bréf frá húsmæðr-
um í Vesturbænum um alla lesenda-
dálka landsmanna og hver einasti
sendibréfsfær öfgasinni landsins barði
sér froðufellandi á brjóst uns hættunni
var afstýrt. Á meðan urðu farmenn rík-
ir af smygli, flugfreyjur og flugmenn
voru eftirsótt viðhöld eða makar og sá
sem átti bjórkassa gat haldið veislu og
þurfti ekki að bjóða upp á neinar aðrar
veitingar. Jafn einkennilegt að það má
þykja, leyndust ótrúlega margir sér-
fræðingar í bjórdrykkju meðal lands-
manna. Þeir sýndust aðallega viðhalda
þekkingu sinni með því að drekka
danskan Elefant bjór sem er álíka
sterkur og léttvín.
Svo einn daginn svaf hið forpokaða
afturhald landsins vært á verðinum.
Eftir: Pál Ásgeir Ásgeirsson
Áður en foringjar þess náðu að segja
svo mikið sem þurrt land-fagurt land
var Alþingi búið að leyfa innflutning á
Að kvöldi I. mars árið 1989 fylltust
allar krár bæjarins út úr dyrum og á
Gauki á Stöng var dansað uppi á
borðum til að fagna nýjum tímum.
áfengu öli. Varnargarðarnir brustu í
einni svipan og landið stóð opið upp á
gátt. Hvorki meira né minna en fjórar
erlendar tegundir voru leyfðar í fyrsta
áfanga. Þvílíkt stjórnleysi. Templarar
huldu andlit sín og grétu hljóðlega en
afgangurinn af þjóðinni byrjaði að
syngja.
Á móti
Þessir skuggalegu hlutir voru að gerast
á Alþingi Islendinga á vordögum 1988
því ekki dugði minna en tæpt ár í að-
lögun áður en bjómum yrði hleypt yfir
þjóðina. Það var á fyrsta áratug aldar-
innar, 1909 sem lög um áfengisbann
voru upphaflega samþykkt en algert
bann við innflutningi, sölu og neyslu
áfengis gekk í gildi 1. janúar 1915.
Það voru dapurleg áramót. Það var því
hlutskipti 110. löggjafarþings þjóðar-
innar að aflétta 75 ára gömlu banni við
bjórneyslu. Menn tóku sér að vanda
góðan tíma til þess að ræða málið og
rifust heiftarlega. Endalausar frávísun-
artillögur og breytingartillögur voru
barðar af frumvarpinu eins og flugur
og það var komið fram í maí þegar það
var samþykkt í báðum deildum Al-
þingis með tæpum meirihluta. Það
voru samtals 25 þingmenn í báðum
deildum sem greiddu atkvæði gegn
frumvarpinu. Þeir vom: Egill Jónsson,
Guðrún Agnarsdóttir, Jón Helgason,
Margrét Frímannsdóttir, Skúli Alex-
andersson, Svavar Gestsson, Þorvald-
ur Garðar Kristjánsson, Karl Steinar
Guðnason, Alexander Stefánsson,
Ámi Gunnarsson, Friðjón Þórðarson,
Geir Gunnarsson, Hreggviður Jóns-
son, Jón Skaftason, Birgir Dýrfjörð,
Ólafur Þ. Þórðarson, Óli Guðbjartsson,
Páll Pétursson, Ragnhildur Helgadótt-
ir, Stefán Valgeirsson, Steingrímur J.
Sigfússon, Sverrir Hermannsson, Þór-
hildur Þorleifsdóttir, Aðalheiður
Bjamfreðsdóttir og Albert Guðmunds-
son. Þegar litið er yfir hópinn verður
ekki annað séð en andstaðan við bjór-
inn hafi verið sterkust í röðum þing-
manna Alþýðubandalags og Kvenna-
lista. Þeim bætist síðan liðsauki úr
röðum íhaldsmanna í öllum flokkum.
Óneitanlega læðist að manni sá gmnur
að aldursskipting hafi verið skýr í
hópnum og margir andstæðinganna
hafi verið famir að reskjast. Af hópn-
um í heild má segja að allir séu í dag
annað hvort dánir eða hættir afskiptum
af stjómmálum en Margrét Frímanns-
dóttir er þó skýrasta undantekningin
frá því ásamt Páli Péturssyni núver-
38 ský