Ský - 01.02.1999, Blaðsíða 40

Ský - 01.02.1999, Blaðsíða 40
BLESSAÐUR BJÓRINN I. mars árið 1989 var merkisdagur í sögu íslands en þá var sala áfengs öls leyfð á nýjan leik eftir 74 ára hlé. Hér er rakin tíu ára saga bjórsins, allt frá því hverjir voru með honum og hverjir á móti í atkvæðagreiðslunni örlagaríku á Alþingi, til þess hvaða áhrif hann hefur haft á drykkjuvenjur landans. yrsti mars, sjálfur bjórdagurinn er skráður með gylltu letri í huga allra sem unna frelsi, framförum og finnst gott að fá sér neð- an í því. Þetta var frábær dagur og sögulegur. Arum saman hafði verið þrasað og rifist um þetta viðkvæma mál og ferillinn var orðinn mjög kunn- uglegur. Fyrst trommaði einhver frjáls- hyggjuterroristi upp í pontu á Alþingi og mælti fyrir þingsályktunartillögu um hvort Alþingi gæti þótt koma til greina að setja á stofn nefnd sem kann- aði möguleika á að leyfa sölu á áfengu öli. Þetta hafði yfirleitt svipuð áhrif og að hvísla nafni Salmans Rushdies í eyru þungvopnaðs íransks heittrúar- manns. Vaðmálsberserkir úr öllum kjördæmum landsins og flokkum tróð- ust hver um annan þveran í ræðustól til þess að mótmæla þessum landráðum. I framhaldinu flæddu bréf frá húsmæðr- um í Vesturbænum um alla lesenda- dálka landsmanna og hver einasti sendibréfsfær öfgasinni landsins barði sér froðufellandi á brjóst uns hættunni var afstýrt. Á meðan urðu farmenn rík- ir af smygli, flugfreyjur og flugmenn voru eftirsótt viðhöld eða makar og sá sem átti bjórkassa gat haldið veislu og þurfti ekki að bjóða upp á neinar aðrar veitingar. Jafn einkennilegt að það má þykja, leyndust ótrúlega margir sér- fræðingar í bjórdrykkju meðal lands- manna. Þeir sýndust aðallega viðhalda þekkingu sinni með því að drekka danskan Elefant bjór sem er álíka sterkur og léttvín. Svo einn daginn svaf hið forpokaða afturhald landsins vært á verðinum. Eftir: Pál Ásgeir Ásgeirsson Áður en foringjar þess náðu að segja svo mikið sem þurrt land-fagurt land var Alþingi búið að leyfa innflutning á Að kvöldi I. mars árið 1989 fylltust allar krár bæjarins út úr dyrum og á Gauki á Stöng var dansað uppi á borðum til að fagna nýjum tímum. áfengu öli. Varnargarðarnir brustu í einni svipan og landið stóð opið upp á gátt. Hvorki meira né minna en fjórar erlendar tegundir voru leyfðar í fyrsta áfanga. Þvílíkt stjórnleysi. Templarar huldu andlit sín og grétu hljóðlega en afgangurinn af þjóðinni byrjaði að syngja. Á móti Þessir skuggalegu hlutir voru að gerast á Alþingi Islendinga á vordögum 1988 því ekki dugði minna en tæpt ár í að- lögun áður en bjómum yrði hleypt yfir þjóðina. Það var á fyrsta áratug aldar- innar, 1909 sem lög um áfengisbann voru upphaflega samþykkt en algert bann við innflutningi, sölu og neyslu áfengis gekk í gildi 1. janúar 1915. Það voru dapurleg áramót. Það var því hlutskipti 110. löggjafarþings þjóðar- innar að aflétta 75 ára gömlu banni við bjórneyslu. Menn tóku sér að vanda góðan tíma til þess að ræða málið og rifust heiftarlega. Endalausar frávísun- artillögur og breytingartillögur voru barðar af frumvarpinu eins og flugur og það var komið fram í maí þegar það var samþykkt í báðum deildum Al- þingis með tæpum meirihluta. Það voru samtals 25 þingmenn í báðum deildum sem greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Þeir vom: Egill Jónsson, Guðrún Agnarsdóttir, Jón Helgason, Margrét Frímannsdóttir, Skúli Alex- andersson, Svavar Gestsson, Þorvald- ur Garðar Kristjánsson, Karl Steinar Guðnason, Alexander Stefánsson, Ámi Gunnarsson, Friðjón Þórðarson, Geir Gunnarsson, Hreggviður Jóns- son, Jón Skaftason, Birgir Dýrfjörð, Ólafur Þ. Þórðarson, Óli Guðbjartsson, Páll Pétursson, Ragnhildur Helgadótt- ir, Stefán Valgeirsson, Steingrímur J. Sigfússon, Sverrir Hermannsson, Þór- hildur Þorleifsdóttir, Aðalheiður Bjamfreðsdóttir og Albert Guðmunds- son. Þegar litið er yfir hópinn verður ekki annað séð en andstaðan við bjór- inn hafi verið sterkust í röðum þing- manna Alþýðubandalags og Kvenna- lista. Þeim bætist síðan liðsauki úr röðum íhaldsmanna í öllum flokkum. Óneitanlega læðist að manni sá gmnur að aldursskipting hafi verið skýr í hópnum og margir andstæðinganna hafi verið famir að reskjast. Af hópn- um í heild má segja að allir séu í dag annað hvort dánir eða hættir afskiptum af stjómmálum en Margrét Frímanns- dóttir er þó skýrasta undantekningin frá því ásamt Páli Péturssyni núver- 38 ský
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.