Ský - 01.02.1999, Blaðsíða 74

Ský - 01.02.1999, Blaðsíða 74
ÞÓ LÍÞI ÁR OG ÖLD Kristín Sveinsdóttir er elsti núlifandi Islendingurinn en hún fæddist 24. ágúst 1894 í Skáleyjum í Breíðafirði. Páli Stefá nsson kom við á Hrafnistu og hitti Kristínu, sem þrátt fyrir háan aldur er bráðhress, það eina sem er farið að gefa sig að ráði er heyrnin. Hún segist hafa gaman af dansi og þykir gott að fá sér Sherrýtár. 99 Eg ©r Breiðfirðingur og er stolt af því. Faðir minn var Sveinn Pétursson og var þar sjómaður. Hann varð allra karla elstur blessaður. Það er ekki langt síðan hann dó, hann varð yfir hundrað ára gam- all, svo langlífi er í ættinni. Fyrsta minningin sem ég á er þegar ég fór bamung í fyrsta skipti frá Skáleyjum og í kaupstað, en kaupstaður okkar var í Flat- ey. Þegar ég kom inn í verslunina datt af mér andlitið og ég spurði undrandi hvað ætti að gera við allt þetta dót. Þetta gengur nú út var sagt hinum megin við búðarborð- ið. Já, þetta er fyrsta minning mín sem bam, en ég á margar góðar minningar frá æsku minni í Skáleyjum. Sérstaklega við að færa æðarfuglinum björgina. Þegar við bömin komum niður að bryggju kom fugl- inn hlaupandi, já það var mikið af æðar- fugli þama. En þess á milli þurftum við mikið að vinna og hjálpa til um leið og við gátum. Mér finnst mesta breytingin á þessari öld ekki tæknin, heldur það að nú er ekki hreyft við bömum fyrr en undir tvítugt. Mér finnst ekki gott að sjá ungt fólk ramba iðjulaust engum til gagns. En auðvitað var miklu dauflegra þegar ég var að alast upp, engar vélar til, þá þurfti allan þann mann- skap sem tiltækur var til að halda á árinni. Það er langt síðan ég kom fyrst til Reykjavíkur, ætli ég hafi ekki verið 12 eða 13 ára og þótti eftirtektarverðast að sjá alla bátana við bryggjuna. En til útlanda hef ég aldrei farið, enda ekki haft mikla hugs- un á því. Úr Skáleyjum flutti ég 16 eða 17 ára og hóf nokkru síðar búskap í Gufudal í Gufudalssveit. Þar bjó ég með manni mínum, Bergsveini Finnssyni nokkuð stóm búi, ásamt bömunum okkar átta: Ebbu, Finni, Kristni, Rebekku, Reyni, Ólafi, Sveinsínu og Guðmundu. Mér þótti alltaf gaman af búskap, hafði gaman af að dekra við skepnumar, meira gaman en bóndi minn sem sótti líka sjóinn á vorin, aðallega grásleppu. Við bjuggum lengi í torfbæ þama í Gufudal en það em notaleg húsakynni. Það var aldrei kalt, en það þarf mikil þrif í svona húsum. Niðri var hlóðareldhús og uppi lítil kamína sem ég fíraði upp ef mjög kalt var í veðri. Matur var bara hefðbundinn íslenskur sveitamatur. Hátíð- armatur var til dæmis feitt hangikjöt. Það er enn það besta sem ég fæ, en það á að vera feitt, annars er ekkert varið í það. Já, mér finnst veðrið hafa breyst mikið á öldinni, það kemur miklu meira rok núna en á fyrri part aldarinnar. Málfarið hefur líka breyst, margt orðatiltækið ekki eins hressilegt og það var í gamla daga. Eg hlusta svolítið á útvarp, helst fréttir og get enn vel lesið, en hann Sveinn Gunn- laugsson kennari í Flatey kenndi mér að lesa þegar ég var 10 ára. Ég held að við Islendingar séum bara á réttri leið.“ 72 I ský
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.