Ský - 01.04.2000, Síða 7

Ský - 01.04.2000, Síða 7
TÓNLIST TÍSKA BÍÓ NÆTURLÍF LEIKHÚS FLAKK RÓMANTÍK PÍ ANÓKONSERTINN VAR GEYHDUR OFAN í PAPPAKASSA í TWTTUGU ÁR íslendingar ættu allir að kannast við lög Jórunnar Viðar, eins og „Það á að gefa börnum brauð“ og „Karl sat undir kletti", en Jórunn var í tvo áratugi eina konan í Tónskáldafélagi íslands. Jórunn var kosin Borgarlistamaður Reykjavíkur á áttræðisafmæli sínu á síðasta ári, og Anna Margrét Björnsson spjallaði við hana á heimili hennar á indælum vetrareftirmiðdegi. Þegar ég var ung í skóla, þá var enginn skiln- ingur fyrir því að stunda tónlist ásamt reglulegu námi. Einhvem tíma kallaði rekt- or mig inn til sín því eitthvað hafði hann fundið að heimavinnunni hjá mér. Hann horfði á mig og sagði stíft: „Þér eruð alltaf í þessu spillcríi." Hon- um fannst lítið til þess koma.“ Tónverk Jómnnar Viðar bera með sér áhrif frá þjóðlegri tónlist eins og íslenskum nmum en hún samdi einnig lög við kvæði samtíðarskálda sinna, módemistanna. „Mér fannst mjög gaman að Unglíngnum í skóginum eftir Halldór Kiljan af því að kvæðið var svo óreglulegt. Ég var að koma heim úr námi frá Bandaríkjunum og það var eitthvert kæruleys- issnakk í mér í einhverju blaðaviðtali. Ég sagði að það væri enginn vandi að gera lag við þetta og ég varð að standa við það. Aumingja Halldór missti skáldastyrkinn sinn þegar hann birti þetta ljóð því að þingmenn botnuðu ekkert í þessum súrreal- isma. En ég skildi hann nefnilega, bæði í myndlist og öðru, súrrealismi var ekkert sem þurfti endilega að skilja. Þetta var bara.“ Á næstunni kemur út nýr geisladiskur með pí- anókonsert Jórunnar, en áður hefur hún sent frá sér safn laga sinna „Unglíngurinn í skóginum“. „Ég drýgði þann glæp árið 1977 að ég skrifaði píanókonsert. Það var hljómsveitarstjóri sem hafði sagt við mig: „Jórunn, þú átt að skrifa píanókonsert, þú getur það.“ Það eru nefnilega svo margir sem skrifa píanó- konsert og kunna ekki einu sinni að spila á píanó. Svo fór ég að reyna og það gekk bara sæmilega. Þá kom hingað búlgarskur hljómsveitarstjóri sem var eitthvað lerkaður því hann hafði viðbeinsbrotnað í flugvélinni á leiðinni. Ég skrifaði konsertinn bara með minni eigin rithönd og svo kemur þessi maður á æfingu með Sinfóníuhljómsveitinni uppi í Háskólabíói og rumpar þessu af einu sinni. Ég spurði: „Haldið þér að ég geti fengið æftngu með yður,“ því ég átti að flytja þetta sjálf, en hann svaraði neitandi. Svo var konsertinn fluttur. Það gekk að mörgu leyti, en menn voru alls ekki samtaka. f verk- inu gengur nefnilega mikið á, sumir slá bjöllur, aðrir á trommur og það var alveg ófor- skammað að karlinn skyldi gera mér þetta og það í frumflutningi. Ég gaf þau fyrirmæli eftir þetta að konsertinn yrði aldrei fluttur aftur og ég setti hann ofan í kassa. Á þennan kassa teiknaði ég hauskúpu og bein í kross og útvarpið setti hann niður í geymslu. Búlgarinn kvaddi mig ekki einu sinni, en hann hefur nú kannski verið ansi kvalinn út af beinbrotinu. En hann hafði víst sagt að þetta væri afbragðsgott verk. Þegar ég heyrði það fyrirgaf ég honum allt.“ Og hvemig finnst Jómnni tónlistin í dag? „Ég man að ég var nú að sjokkerast yfir Bítlunum með vinkonum mínum. Við bara skildum ekki í því hvernig svona skítugir, ljótir lubbar gátu gjörbreytt allri tónlist í framtíðinni. En seinna fundust mér lögin hans Johns Lennon nokkuð sæt. Mér finnst tónlistin í útvarpinu oft leiðinleg, hún er öll eins. Þessir popparar hafa ekki brageyra og svo syngja þeir flámælt. En hún Emiliana Torrini er með indæla rödd. íslendingar mega ekki glata gömlu, þjóðlegu tónlistinni, hún er í útrýmingarhættu. Það hvfla vissar skyldur á manni og þess vegna verð ég að koma þessum tveimur geisla- diskum mínum á framfæri. Svona nokkuð má ekki fara ofan í kassa í fleiri ár. Þá verður einhver búinn að grafa þetta upp sem hefur ekki brageyra og beitir röddinni vitlaust," segir Jórunn og hlær dátt. Ský 5 LJÓSM.: PÁLL STEFÁNSSON
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.