Ský - 01.04.2000, Síða 10
FYRST&FREMS
Skemmtistaðurinn Astró heitir núna As.tr.o og er orðinn
eiturgrænn að innan. Sökudólgurinn er Michael Young,
einn frægasti hönnuður Breta um þessar mundir. Verk hans
hafa mörgum sinnum prýtt síður biblíu hönnunarinnar, tíma-
ritið Wallpaper.
Hugmynd sína að hinum betrumbætta Astró fékk Michael
úr sundlaugum Reykjavíkur, þar sem hann er orðinn fasta-
gestur, en hann er búsettur hérlendis ásamt íslenskri konu
sinni, Kötu. Steinsteypuveggirnir eru orðnir fallega grænir,
og ilma af perum (eða kannski var það bara ný málningin).
Á nokkrum stöðum eru rauð sæti í hring ofan í eins konar
vatnslausum „heitum pottum". Rauð lína er máluð í kringum
barinn „svona eins og í passaskoðun, vinsamlegast bíðið
fyrir utan línuna," segir Michael. Uppi á lofti liggur VlP-her-
bergi út frá barnum, sem minnir óneitanlega á sólbaðsstofu,
enda streymir þar mikill hiti frá risastórum hreyfinæmum
„ljósalömpum“. Hreyfinæmum? Jú, Ijósin verða ýmist sterk-
ari eða veikari eftir því hve mikið er af fólki inni. Tónlist stað-
arins er í færum höndum Herbs Legowitz (Magnúsar úr Gus
Gus) sem gnæfir yfir dansgólfinu í sívölum turni eins og
sundlaugarvörður.
Og fer Michael Young mikið á flotta næturklúbba? „Nei,
ég hef aldrei verið mikið fyrir það. Mér finnst eiginlega
skemmtilegra að vera á „shabby" búllum.“ amb
LEIKHÚS
S t e f á n K a r I
Draumur á Jónsmessunótt
Baltasar Kormákur spreytir sig í annað
sinn á stuttum tíma á því að setja upp
Shakespeare í Þjóðleikhúsinu. Teknó
uppfærsla hans á Hamlet var hressileg
en féll ekki öllum í geð. Það er víst að
Baltasar fer ekki hefðbundna leið í þetta
skiptið heldur enda býður þessi mikli
ærslaleikur Shakespeares upp á skraut-
lega sviðsetningu. Flestar helstu stjörnur
Þjóðleikhússins, ungar sem aldnar, eru
saman komnar í verkinu: Steinunn Ólína
Þorsteinsdóttir, Brynhildur Guðjónsdótt-
ir, Stefán Karl Stefánsson, Bergur Þór
Ingólfsson, Guðrún S. Gísladóttir, Atli
Rafn Sigurðarson, Hilmir Snær Guðna-
son, Rúnar Freyr Gíslason, Gunnar
Eyjólfsson, Bessi Bjarnason, Herdís
Þorvaldsdóttir, Róbert Arnfinnsson og
Björn Jörundur Friðbjörnsson. Tónlistin
er í höndum Skárra en ekkert og leik-
mynd er eftir Vytautas Narbutas.
Einhver í dyrunum
Spánnýtt leikrit eftir Sigurð Pálsson í
leikstjórn eiginkonu hans Kristínar
Jóhannesdóttur. Segir frá stórleikkonu
sem hefur lokað sig af á heimili sínu og
neitar að fara út á meðal fólks. Maður
hennar vinnur í eftirlitsiðnaðinum. í
dyrnar koma draugar fortíðarinnar.
Með aðalhlutverk fer Kristbjörg Kjeld.
Aðrir leikendur eru Björn Ingi Hilmars-
son, Edda Björgvinsdóttir, Guðmundur
Ingi Þorvaldsson og Þorsteinn Gunn-
arsson.
Landkrabbinn
Kjartan Guðjónsson leikur titilhlutverk-
ið, málfræðing sem er munstraður í
þriggja vikna túr á togara og þarf að
ávinna sér virðingu durganna um
borð. Höfundur er Ragnar Arnalds en
leikritið fékk 1. verðlaun í leikritasam-
keppni Þjóðleikhússins í tilefni hálfrar
aldar afmælis hússins. Leikstjóri er
Brynja Benediktsdóttir. Meðal annarra
leikenda eru Pálmi Gestsson, Jóhann
Sigurðarson, Þórunn Lárusdóttir og
Guðrún Þ. Stephensen.
Kysstu mig Kata
Songleikurinn vinsæli með lögum Cole
Porters er lauslega byggður á verki
Shakespeares Skassið tamið og fjallar
um væringar innan leikhóps sem er
einmitt að æfa tónlistarútfærslu á því
verki. Aðalhlutverk leika Egill Ólafsson
og Jóhanna Vigdís Arnardóttir en alls
koma um tuttugu leikarar við sögu,
auk dansara úr íslenska dansflokknum
og hljómsveitar. Tónlistarstjóri er Óskar
Einarsson og danshöfundur Michele
Hardy frá Englandi. Leikstjóri er Þór-
hildur Þorleifsdóttir og er þetta viða-
mesta upfærsla Borgarleikhússins á
leikárinu.
Ský