Ský - 01.04.2000, Side 20
FYRST & FREMST
VEISLA FYRIR ANDANK
Listahátíð í Reykjavík hefst þann 20. maí, en í vor heldur hún
upp á 30 ára afmæli sitt. Hátíðin verður að þessu sinni sérlega
vegleg og eru mörg atriði hennar unnin í samstarfi við Reykjavík
menningarborg Evrópu árið 2000. Anna Margrét Björnsson
kynnti sér helstu dagskrárliði.
Yfirskrift hátíðarinnar að þessu sinni er
„Stefnumót við tímann“. Það verður
litið um öxl til að sjá hvað hefur áunnist en
einnig fram á við til að sjá hvað hin nýja
öld ber í skauti sér. Listahátíð er að þessu
sinni óvenju íslensk, þar sem frumsköpun
er í sviðsljósinu.
Opnunardagur Listahátíðar er lau-
gardagurinn 20. maí og dagskráin hefst í
Þjóðleikhúsinu með tónleikum undir
yfirskriftinni „íslensk tónsköpun á 20.
öld“. Sama dag verða veitt verðlaun í
smásagnakeppni Listahátíðar. 21. maí
verður svo opnuð í Hafnarhúsinu ljósmyn-
dasýningin „Öndvegishús og merkileg
mannvirki“. Á sýningunni
verða ljósmyndir, sem sendar eru inn af al-
menningi, af þeim mannvirkjum sem fólki
fannst mest til koma á landinu. Sama
kvöld mun tónlistarkonan Aziza Mustafa
Sadeh halda tónleika í íslensku óperunni
þar sem hún flytur sérstæða blöndu sína af klassískri tónlist, djassi og
„mugam“ tónlistarhefðinni frá heimalandi sínu, Azerbadjan.
Rokkkóngur Islands, Bubbi Morthens, syngur lög eftir hinn sænska Carl
Michael Bellman mánudagskvöldið 22. maí.
Áberandi á Listahátíð í þetta sinn er hversu mikið er í boði fyrir yngstu áhor-
fendurna og er efnt til Leiklistarhátíðar barnanna í fyrsta sinn. Á hátíðinni
frumsýnir Leikbrúðuland „Prinsessuna í hörpunni" þann 24. maí í Tjamarbíói.
Stærsti viðburður Listahátíðar er án efa sýning San Francisco ballettsins á
Svanavatninu eftir Tsjaikovský undir stjóm Helga Tómassonar. Að sýningunni
standa í sameiningu Listahátíð og Reykjavík menningarborg Evrópu árið 2000.
Þann 27. maí verður opnuð alþjóðlega arkitektasýningin Garðhúsabær á
Kjarvalsstöðum. Þar gefur að líta teikningar eftir fræga arkitekta sem tóku þátt
í samkeppni um að teikna garðhús.
Hin berfætta „díva“ Cesaria Evora frá Grænhöfðaeyjum syngur angurværa
og heillandi tónlist sína ásamt tíu hljóð-
færaleikurum þann 29. maí á Broadway.
Meðal helstu viðburða í byrjun júní er
frumsýning leikgerðar frá Kaupmanna-
höfn á skáldsögu Einars Más Guðmunds-
sonar, Englum alheimsins.
Á lokadegi listahátíðar verður efnt til
hátíðartónleika í Laugardalshöll, þar sem
fram koma einsöngvararnir Kristján
Jóhannsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir,
Kristinn Sigmundsson og Rannveig Fríða
Bragadóttir ásamt Sinfóníuhljómsveit ís-
lands. Flutt verður valin óperutónlist og
hljómsveitarverk.
Dagskrá Listahátíðar er aðfinna á
www.artfest.is
8 ský
1. maí
Opinn háskóli Háskóli íslands opnar dyr sínar og
almenningi gefst kostur á að sækja námskeið sér að
kostnaðarlausu.
6. maí
Borg og náttúra Áhugaverð sýning í Ráðhúsi
Reykjavíkur um samspil borgar og náttúru í borginni.
Verkefnisstjóri er Trausti Valsson arkitekt, höfundur
samnefndrar bókar.
20. maí
Listahátíð í Reykjavík Hátíðin heldur upp á 30 ára
afmæli sitt í ár og að þessu sinni verður hún óvenju
vegleg.
20. maí
@ - Nýr heimur- Stafrænar sýnir Þegar list og
hátækni er steypt saman verður til ný veröld:
@. Menningarsamsteypan art.is og tölvufyrirtækið 0Z
standa að þessu tilraunaverkefni sem verður á netinu
og á Listasafni íslands.
26. maí
San Francisco ballettinn Uppfærsla HelgaTómas-
sonar á Svanavatni Tsjaikovskýs í Borgarleikhúsinu.
27. maí
2000 börn í Reykjavík Útihátíð sex ára barna úr
leikskólum Reykjavíkur. Hljóðfæri verða smíðuð,
búningar hannaðir.ljóð og sögur skrifaðar í tengslum
við náttúruöflin og borgina.
27. maí
Garðhúsabær Alþjóðleg arkitektasýning í samvinnu
við Arkitektafélag íslands á Kjarvalsstöðum. Sýndar
verða teikningar 17 arkitekta sem fengnir voru til
að teikna garðhús.
1. júní
Sögulegir dýrgripir Handritasýning íStofnun
Árna Magnússonar á handritum þeim sem lýsa
ferðum íslendinga til Vesturheims árið 1000.
3. júní
Af listmálarafjölskyldu Sýning í Hafnarborg á
verkum eftir Louisu Matthíasdóttur og einnig á verkum
eiginmanns hennar, Leland Bell, og dóttur
hennar, Temmu Bell.
3. júní
List í orkustöðvum Fyrri sýning Félags fslenskra
myndlistarmanna af tveim á sér stað í virkjun
Landsvirkjunar að Ljósafossi.
Síðari sýningin er við Laxá í Aðaldal.
17. júní
Baðströndin í Nauthólsvík vígð Á þjóðhátíðar-
daginn verður ylströndin í Nauthólsvík vigð með því að
Borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
stingur sér tilsunds.
17. júní
Sigling íslendings Vikingaskipið íslendingur hefur
siglingu sína vestur um haf í tilefni af landafundum
íslenskra manna árið 1000.
25.júní
lceland Skippers Kappsigling frá Bretagneskaga í
Frakklandi til Reykjavfkur til minningar um það tfmabil
þegar hundruð franskra sjómanna sigldu á opnum
skútum yfir Atlantshafið til fiskveiða við ísland.
Sigurvegaranna bíða glæsilegar móttökur við
Reykjavíkurhöfn þann 25. júní.
Dagskrá menningarársins 2000 er að finna á
www.reykjavik2000.is