Ský - 01.04.2000, Page 56
SVETT
„En það er svo mikilvægt að hlusta á
hjartað,“ segir Nonni blíðum rómi. „Uti
í lífinu eru flestir með hugann við eitt-
hvað allt annað en innri líðan og þarfir.
Það á eftir að breytast. Þúsundir hafa
komið í svett til okkar og skynjað lífið
og sjálf sig upp á nýtt með áður
óþekktu næmi á eftir.“
Við eldinn hefur annarleg ró færst
yfir mannskapinn. Svipur andlitanna
minnir á andlit barna sem svamla um í
móðurkviði. Vellíðan, öryggi, innri ró.
„Svetthofið er kúpt eins og skjald-
baka eða móðurkviður og inni í því
finnum við að líkamann höfum við að-
eins að láni frá jörðinni. Við finnum
upprunann og hinn órjúfanlega nafla-
streng við Móður Jörð,“ upplýsir
Nonni. Hann tilkynnir að samkvæmt
talnaspeki sé silfurdagur og að svett
næturinnar sé tileinkað blíðu og kær-
leika. í kalda lófa blíðra og kærleiks-
ríkra sáir Heiðar tóbaksjurt til að gleðja
andana. Undir hans forystu reisa við-
staddir upp hnefann til höfuðáttanna,
leggja hann við brjóst sér, en kasta svo
tóbakinu í eldinn.
Árugleraugun ómissandi
Enginn svettaranna sér leikvang
kvöldsins sömu augum. Allir bera mis-
munandi lituð gleraugu sem segja til
um lit áru þeirra. Samkvæmt talnaspeki
skiptist ævin í níu ára tímabil sem end-
urtaka sig út lífið. Litur árunnar segir til
um á hvaða ári hver svettari er og hann
er fundinn út við snarkandi bálið. „Eftir
að Damon Albarn kom hingað í svett
hefur hann ekki viljað taka árugleraug-
un niður. Takið eftir því þegar hann er í
viðtölum að hann er alltaf með litað
gler. Sama má segja um Bono og fleiri
fræga.“ Fræga fólkið hefur komið óra-
langt að og flykkst að heitum logunum
sem sýna skuggamyndir á Hrafnhólum.
Það var reyndar móðir Bjarkar Guð-
mundsdóttur sem tengdi indíánann við
þá Nonna og Heiðar. Síðan hefur Björk
verið svettari og kynnt það fyrir mörgu
fyrirmenninu. Síðast vermdi sér við
náttúruna franska leikkonan Catherine
Deneuve og fannst dásamlegt.
Er eldglæðurnar taka að kulna hefur
tælandi angan tekið sér bólfestu á hör-
undi og hári og rafmögnuð spenna
hlaðist upp meðal fólksins. Eitt af öðru
reynir það að rata um húsið, fækkar föt-
um og flissar. í litríkum salarkynnum
hringa mjaðmir sig hægt en ákveðið. I
loftinu hanga jólaskraut, óróar, diskó-
kúlur, salvía og ferómón. Undir takt-
föstum trumbuslætti og kraftmiklum
rauðskinnaöskrum missa menn sig í
trylltum dansi, með lukt augu og ákefð
þess sem vill upplifa andartakið til
fullnustu.
„Kynlíf er ofmetið, dansinn vanmet-
inn,“ hvíslar Nonni og dansar guðdóm-
legan gjörning með blævængi titrandi
af fjöri. „Það er mikilvægt að verða
dansinn, en ekki dansarinn. Finnið
dansinn koma til ykkar,“ miðlar Nonni
til dansaranna. „Dansinn er svo mikil-
vægur og gefandi. Fólk á að slökkva á
sjónvarpinu og dansa. Og það má alls
ekki hlæja að litlum krökkum þegar
þau dansa þótt þau séu krúttleg. Þá líð-
ur þeim eins og trúðum í sýningu. Það
á að dansa með þeim og gera dansinn
að eðlilegu formi útrásar.“
í alsælu bogar svitinn af mann-
skapnum þegar ómur danssalarins
þagnar. Glóð í augum. Hiti í vöngum.
Fiðrildi í hárinu. Nú er komið að því
sem allir hafa beðið eftir.
„Geggjað að deyja f svetti“
Heit spor í snjónum vísa leiðina inn í
móðurkvið svitahofsins. Þar inni er
niðamyrkur fyrir utan fjörmiklar stjöm-
ur sem dansa á glóandi steinunum sem
hlaðist hafa upp í nafla hofsins. Feg-
urðin vekur upp andköf og furðu.
Framandi jurtum er kastað á steinana
og sumir eru við það að falla í ómegin
af angan og vellíðan. Stunur og kæfð
óp berast um í myrkrinu. Heiðar skvett-
ir frostlögðu vatni með stómm fjöðrum
á brennandi steinana og minnir á að þar
mætast jörð, eldur og vatn, frumkraftar
jarðar. Notalegur hiti streymir frá guf-
unni sem myndast en þá er kominn tími
til að loka sig inni í svettinu. Fyrir lukt-
um dyrum birtast andar liðinna tíma og
látnir ættingjar sem senda bænir og
blessun yfir viðstadda. Hitinn stig-
magnast og þeim alvönustu finnst kalt,
meðan reynsluminni menn komast ekki
hjá því að hugleiða hvort svona sé
stemmningin í víti. Rauðglóandi, fölum
bjarma slær á nakin brjóst, hitinn er
kæfandi, engin undankomuleið, myrk-
ur og háværir kanúkar kyrja stighækk-
andi sálma frá framliðnum dýrategund-
um úr heimi indíánna, eins og þeir
væru andsetnir. Andar vísundarins og
kólibrífuglins eru meðal þeirra sem
koma og senda bænir fjarstöddum sem
og nærstöddum vinum til handa. At-
höfnin skiptist í nokkrar lotur og er
opnað út í nóttina milli lota. Það er öll-
um kærkomin stund, en löngunin í
meiri hita og meiri blessun er súrefninu
yfirsterkari. Fleiri steinum er bætt inn í
hitakófið og bjóða svettarar þá söngl-
andi velkomna í hofið. í fyrstu lotunum
fer fram hreinsun, ætlunin er að losna
við óhreinindi og ára úr skrokknum og
sálartetrinu. Indíánalög og bænir eru
sungnar hástöfum og inn á milli hreins-
ar Heiðar orkusvæði svettara með blaut-
um fjaðravendi. „Fólk endurfæðist í
svettinu," útskýrir Nonni fyrir óreynd-
um. „Það er ekki óalgengt að fólk fari
að gráta af geðshræringu og margir
deyja inni í hofinu. Og ólíkt því sem
margir hræðast dauðann, þá fagnar fólk
dauðanum hér. Því finnst geggjað að
deyja í svetti.“
Og dauðahrygla hrýtur af vörum
sumra í hofinu. Dauðinn er velkominn.
Hápunkturinn er að sameinast jörðinni
og skila slitnum líkamanum til moldar.
Síðan kemur upprisan. Og nýtt líf.
„Kona sem kom í fyrsta sinn í svett, fór
að gráta inni í svettinu. Hún grét mikið
en síðan breyttist gráturinn í slæmar
fæðingarhríðir. A eftir fannst henni hún
sem nýfædd. Enda verður fólk ótrúlega
fallegt og geislandi eftir svett og það
bregst ekki að einhver spyr það hvernig
standi á þessu fagra útliti. Fólk glóir
nefnilega."
Gleði, tóm hamingja og
skemmtun
A rúmum tveimur tímum runnu rúmir
tveir lítrar af hverjum þeim sem sat í
svettinu. Tíminn var lygilega fljótur að
líða og kominn nýr dagur þegar stigið
var með pólriðu út í mjúka fönnina.
Ólýsanleg þreyta og sælukuldahrollur
fór um nærstadda þegar þeir klæddust
og brostu skilningsríku brosi hver til
annars. Fæstir voru málglaðir. Vildu og
þurftu innra með sér að þegja.
Ilmandi matarlykt var á ferð um völ-
undarhúsið. Nú var bara að rata réttu
leiðina að svöngum maga. Við hring-
borð situr fullnægt fólk. Sumir búnir að
fara sjötíu sinnum í svett. Aðrir einu
sinni o^ bíða þess næsta með óþolin-
mæði. A veggjunum hanga handgerðar
trébrúður, þekktir einstaklingar sem
skornir hafa verið út af húsráðendum. í
félagsskap Röggu Gísla, Vigdísar for-
seta og fegurðardrottningar í gegnsæj-
um kjól er borin fram kærleikskokkuð
tofusúpa, brauð og salöt. Yfir borðhald-
inu flögrar Pétur Pan með viðkomu hjá
hverjum og einum svettara. Þeir reynd-
ari segja hinum óreyndu að svettið verði
að lífsstíl. Að svettarar eigi það flestir
sameiginlegt að hugsa vel um líkamann,
vera meðvitaðir um sjálfa sig og hafa
mikla þörf fyrir að kynnast sjálfum sér
til fullnustu. Flestir sögðust vera orðnir
ofurnæmir á sjálfa sig og umhverfið. Og
fullir af óbilandi orku. Örkubúnt. Svo er