Ský - 01.04.2000, Qupperneq 78
Sýningar
Broadway
einnig í
Súlnasal
Samningur hefur verið undir-
ritaður milli Radisson SAS á
Islandi og veitinga- og
skemmtistaðarins Broadway
um að sýningar, sem þar hafa
notið hafa fádæma hylli gesta,
verði einnig í boði í Súlnasal
Radisson SAS Hótels Sögu.
Hagnaður Radisson SAS
ríflega tvöfaldaðist í fyrra
Frá sýningu byggðri á lögum
Bee Gees á Broadway.
Heildarvelta Radisson SAS hótel-
keðjunnar nam um 65 milljörðum ís-
lenskra króna á síðasta ári og jókst
um 16% frá árinu áður. Þetta er
fimmta árið í röð sem keðjan eykur
veltu sína á milli ára. Hagnaður keðj-
unnar fyrir skatta nam ríflega 4,1
milljarði króna í fyrra. Þetta er meira
en tvöföldun frá 1998 er hagnaður
fyrir skatta nam 1,7 milljarði króna.
Nýting á hótelum keðjunnar var
69% á síðasta ári og jókst um 1% frá
árinu 1998. Hér heima var her-
bergjanýtingin 70.5% á Radisson SAS
Hótel Sögu en 56,2% á Radisson SAS
Hótel íslandi. Meðalverð herbergja á
hótelum innan keðjunnar hækkaði
um 2,5% á milli áranna 1998 og
1999.
Sextán ný hótel bættust í hópinn
hjá Radisson SAS á síðasta ári, þar á
meðal Hótel Saga og Hótel ísland
sem nú bera nafn keðjunnar. Meðal
annarra hótela sem bættust í hópinn
i fyrra er nyrsta hótel heims, Rad-
isson SAS Polar Hotel á Spitsbergen.
Þá voru á síðasta ári undirritaðir
samningar um opnun 22 nýrra
hótela í nafni keðjunnar, þar af
þriggja í Suður-Afríku.
Radisson SAS var í lok síðasta árs
með 125 hótel víðs vegar um heim í
rekstri eða byggingu. Hótelum keðj-
unnar hefur fjölgað jafnt og þétt síð-
ustu fimm ár en þau voru 29 talsins
árið 1995.
Kurt Ritter.forstjóri Radisson SAS,
segist bjartsýnn á vaxtarmöguleika
keðjunnar á komandi árum. „Undan-
farin fimm ár höfum við lagt áherslu
á að fýlgja velgengni okkar eftir með
því að fjölga hótelum. Um leið höf-
um við lagt metnað okkar í að vera
í fararbroddi hótelkeðja í Evrópu og
Austurlöndum nær,” segir Ritter.
Fyrsta sýningin samkvæmt
þessum nýja samningi var
flutt í Súlnasal í byrjun mars.
Þar var um að ræða dagskrá
byggða á lögum hljómsveit-
arinnar ABBA. Mikil ásókn
hefur verið í sýningarnar og
oftar en ekki verið uppselt.
Með samningnum geta
gestir beggja Radisson SAS
hótelanna á íslandi nú notið
þeirra frábæru sýninga sem
settar hafa verið upp á svið-
inu á Broadway. Radisson
SAS Hótel ísland er einmitt
sambyggt skemmtistaðnum.
Rrtstj. og ábm.: Hanna María Jónsdóttir
Umsjón: PR [pje err]
Hönnun og umbrot: PR [pje err]
Ljósmyndir: Bára og fl.
Allar
skrifstofur
upp á 3.
hæðina
Skrifstofur Radisson SAS hótel-
anna, sem verið hafa á jarðhæð
austurálmu Hótels Sögu, hafa
nú verið fluttar upp á 3. hæð-
ina.
Eftir flutningana verða nú all-
ar skrifstofur hótelanna á einni
hæð, þ.e. sölu- og markaðs-
deild, tekjustýring, hótelstjóri,
starfsmannastjóri og fjármála-
svið.
Rýminu, sem skrifstofurnar
nýttu áður, verður breytt og
það notað fyrir aðstöðu til
fundarhalda.
Á neðri myndinni er hluti starfsmanna fjármálasviðs en á þeirri efri er hluti
starfsmanna sölu- og markaðsdeildar.