Ský - 01.10.2001, Qupperneq 6

Ský - 01.10.2001, Qupperneq 6
5 2001 5. ÁRG. Gefið út annan hvern mánuð fyrir farþega Flugfélags íslands og aðra íslendinga. FRÁ RITSTJÓRA í stefnuræöu sinni á Alþingi sagöi forsætisráðherra þjóöinni aö nú væri kominn rétti tíminn til aö búa í haginn fyrir nýtt hagvaxtarskeiö. Var hann þar við sama heygaröshornið og hann hefur veriö undan- farin misseri þegartaliö berst að kreppu og niöursveiflu, sem hann hefur ekki mátt heyra minnst á. Hvað er aö Davíð? spyrja þeir sem hafa vit á efnahagsmálum, fylgist hann ekki með því sem er aö gerast? Auðvitað veit Davíö betur. í viötali í þessu tölublaði Skýja segir Ásmundur Stefánsson, bankamaður og fyrrverandi verkalýðs- foringi, að „staðreyndin sé sú að hreyfingar á hlutabréfamarkaði eru oft hrein hjarðhegðun án rökrétts tilefnis.” Og Davíð veit að sama lögmál gildir um efnahagsmarkaðinn í heild. Það er því ekkert óeðli- legt við að forystusauðurinn reyni að snúa hjörð sinni við. Því miður er það svo allt annað mál hvort hjörðin sé ekki fýrir löngu komin á það mikið skrið að henni verði ekki snúið af leið með fortölum. Annars kemur Ásmundur víða við í þessu bráðskemmtilega viðtali og er einmitt athyglisvert að lesa skoðanir hans á stjórnun efnahagsmála landsins undanfarin góðærisár. Hann segir líka álit sitt á gömlum félögum af vinstri kanti stjórnmálanna og varpar fram ansi beittri skilgreiningu á stjórnmálamönnum, sem hann segir annaðhvort athyglis- eða valdasjúka (bls. 60). Úttekt blaðins er að þessu sinni um málefni sem er vinsælt á síðum tímarita og t spjallþáttum Ijósvakamiðlanna, það er að segja offitu. En I stað þess að leggja fólki línurnar um nýjustu megrunar- kúrana og hvernig það geti öðlast nýtt og betra útlit, þá er kafað dýpra í málin og skoðuð sú mismunun sem of feitir einstaklingar mega búa við á mun fleiri sviðum en ætla mætti. Þetta er viðkvæmt málefni og samúð samfélagsins liggur ekki hjá þessu fólki. En hvort sem okkur líkar það betur eða verr, þá er of feitt fðlk ört stækkandi minnihlutahópur. Og eins og Jóhannes M. Gunnarsson, skurðlæknir og lækningaforstjóri Landspítala Háskólasjúkrahúss, bendir á, þá búa ofurfeitir einstaklingar „við mjög skertar lífslíkur og því má alvegtelja ástand þeirra jafnalvarlegt og hjá sjúklingum með ýmsar tegundir krabbameins.” (bls. 44). Forsíðuviðtalið er við Höllu Margréti Árnadóttur óperusöngkonu á Ítalíu. Halla er ekki T neinum Garðars Hólm-stellingum í þessu viðtali, heldur segir á lifandi og fjörugan hátt frá tilveru sinni meðal kavalera við Miðjarðarhafið og talar um baráttuna og harkið í óperu- heiminum (bls. 34). Halla Margrét sagði í haust upp fastráðningu sinni í einum fremsta óperettuflokki Ítalíu og ætlar nú að láta slag standa og reyna að komast að í dramatískari óperum. Hennar bíður stíf og erfið barátta en vonandi tekst henni að heilla óperustjórn- endurna jafn hressilega upp úr skónum og henni tókst að sjarmera okkur Pál Stefánsson Ijósmyndara þegar við hittum hana í heima- borg hennar, Parma á Norður-Ítalíu, nú í byrjun október. Jón Kaldal Forsíðumyndina af Höllu Margréti Árnadóttur tók Páll Stefánsson. Sjá bls. 34. Útgefandi: loeland Review/Edda - miðlun og útgáfa Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Kaldal Myndritstjóri: Páll Stefánsson Útlitshönnun: Bergdís Sigurðardóttir Ritstjórnarfulltrúi: Þórdís Lilja Gunnarsdóttir Ljósmyndarar: Einar Falur Ingólfsson Friðrik Örn Hólmfriður Anna Markell Páll Stefánsson Spessi Pennar: Anna Margrét Björnsson Guðmundur Steingrímsson Ingi Freyr Vilhjálmsson Jón Kaldal Páll Stefánsson Reynir Traustason Þórdis Lilja Gunnarsdóttir Ævar Örn Jósepsson Auglýsingastjóri: Sesselía Birgisdóttir Prófarkalestur: Pétur Ástvaldsson Framleiðslustjóri: Eyjólfur Jónsson Útgáfustjóri: Stefán Jón Hafstein „ S K Y “ Prentun: Oddi hf. Ritstjórn: Suðurlandsbraut 12, 108 Reykjavík. S. 522 2000 Auglýsingaskrifstofa: Suðurlandsbraut 12, 108 Reykjavík. S. 522 2000 Dreifing: Dreifingarmiðstöðin, Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ. S. 585 8300 Verð: 690 krónur Áskrift: 490 kr. hvert tölublað. Upplýsingar í s. 522 2020 4 SKÝ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.