Ský - 01.10.2001, Page 23

Ský - 01.10.2001, Page 23
Hún seldist I sömu viku og þá kýldi ég á aö setja kollinn í framleiðslu fyrir almennan markaö," segir Friörik og bætir því viö aö hann hafi sótt áhrif í frægan legubekk Le Corbusiers „Chaise lounge", og ruggustól Sveins Kjarvals sem báöir voru einmitt bólstraöir með kálfskinni. Það sem gerir kolla Friðriks umfram allt sérstaka er aö þeir eru meö rammíslensku kálfskinni. Þá staðreynd má alls ekki vanmeta þvl töluvert er um liðið frá því sútun hross- og kýrhúða lagðist nánast af í landinu, sem er mikil synd því litbrigði hrossa og kúa landsins eru einstök á heimsvísu. Skinnin fær Friðrik frá síðasta geirfuglin- um á þessu sviði, Lene Zachariassen, sem býr að Dæli við Eyjafjörð. Og Friðrik segist leggja mikið upp úr því að velja skinn með hinum séríslensku einkennum. „Ég fékk til dæmis ósk um daginn frá manni sem vildi ekkert annaö en sægrá skinn, sem er mjög sjaldgæft afbrigði. En eftir mikla leit tókst að hafa upp á fáeinum til að setja á tvo kolla.” Áhugasamir geta nálgast eintak I Epal og kostar stykkið 65.000 krónur. „Þegar smábörn sjá kollinn í fýrsta skipti þá segja þau svo til undantekningarlaust mu-mu um leið og þau klappa honum, enda kom heldur ekkert annað nafn til greina,” segir Friðrik Weisshappel um fyrsta hönnunargrip sinn sem fer á almennan markað. Það er óhætt að segja að frumraun Friðriks hafi lukkast vel því Hönnunarsafn íslands hefur þegar valið kollinn I flokk safnmuna, innan við þremur mánuðum eftir að fyrsta eintakið var tilbúið. „Kollurinn fæddist nánast á sjö dögum I upphafi sumars og mánuði eftir að hug- myndin kviknaði var prótótýpan tilbúin. FYR5T G. FREMST = MU MU 20 SKÝ Ljósmynd: FRIÐRIK ÖRN SKÝ 21

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.