Ský - 01.10.2001, Síða 39

Ský - 01.10.2001, Síða 39
„Nei, takk, ekkert fyrir mig,” segir Halla Margrét þegar þjónninn kemur og spyr hvort við viljum eitthvað í eftirrétt. „Ég vil vera öðru- vísi í laginu en aðrar ítalskar söngkonur,” útskýrir hún og hlær. Við erum stödd á Antica Cereria, litlum notalegum veitingastað í mið- borg Parma á Ítalíu þar sem Halla Margrét hefur verið búsett í fjög- ur ár. Um þessar mundir stendur Halla á krossgötum á sínum ferli. Undanfarin þrjú ár hefur hún sungið með einum virtasta óperettu- flokki Ítalíu en nú í haust tók hún þá ákvörðun að segja skilið við ör- ugga tilveruna þar og aðalhlutverkin T sýningum flokksins og freista þess að ná frama innan hins geysiharða óperuheims landsins. „Þegar ég tók ákvörðun um að reyna að komast að í óperunum þá gerði ég mér grein fyrir að það myndi ef til vill ekki ganga upp. Ég er því ITka undirbúin undir það andlega að þurfa kannski að fara að vinna í kaupfélaginu. En ég vil ekki vera næstu fimmtán ár frústreruð óperusöngkona í óperettunum og láta það naga mig að innan að hafa ekki látið reyna á hvort ég gæti náð markmiðum mínum sem óperusöngkona í dramatískari óperum.” ítalski draumurinn Öryggið geislar af Höllu Margréti þar sem við sitjum á veitingastaðn- um og hún talar lýtalausa ítölsku við kokkinn sem er mættur að borðinu til að athuga hvort maturinn hafi ekki bragðastvel. Hún hef- ur átt heima á Ítalíu í tíu ár. „Það hafði alltaf verið draumur minn að flytja til Italíu," segir Halla Margrét. Og að loknu burtfararprófi frá Tónlistarskóla Garðabæjar lét hún drauminn verða að veruleika. Fyrstu árin bjó hún í bænum Rovigo, sem tilheyrir Feneyjahéraði, og hélt þar söngnámi sTnu áfram en undanfarin fjögur ár hefur hún átt heima í Parma með ítölskum sambýlismanni sínum Paolo Di Vita, tíu ára dóttur sinni, Guðfinnu Hlín Kristjónsdóttur, og átján ára syni Pa- olos sem er reyndar nýfluttur að heiman. Paolo er með okkur á veit- ingastaðnum og er sannur fulltrúi ítalskra karlmanna; óaðfinnanlega lenskar vinkonur mínar hafa komið hingað út og ég hef horft á þær verða beinni T baki og allar tígulegri eftir nokkra daga T þessu um- hverfi þar sem er komið fram við þær eins og dömur,” segir hún, og bætir við að Ítalía hafi í raun og veru kennt sér allt sem mömmu og ömmu hennar tókst ekki að kenna henni. „Að raka leggina, vera í fallegum undirfötum, strauja, láta opna fyrir mig dyr og svo framveg- is. Þetta er leikhús og ég hef ofsalega gaman að því.” Það er sjálfsagt hárrétt hjá Höllu að þetta sé skoðun sem ýmsar kvenréttindasinnaðar kynsystur hennar á íslandi eru ekki tilbúnar að skrifa upp á. En henni er alveg sama. „Við Tslenskar konur kunnum ekki að láta karla fá verndaratilfinn- ingu gagnvart okkur. Við erum svo stórar og sterkar sjálfar að þeir fá ekkert að lána okkur jakkana sína á köldum kvöldum. Það kunna hins vegar Ttalskar konur. Ég held að konur vilji vera verndaðar. Margar af mínum vinkonum heima eru að minnsta kosti orðnar hundleiðar á því að þykjast vera karlar. Ég meina, við eigum börnin. Ég upplifði þetta mjög sterkt þegar ég var ólétt hérna á Ítalíu. í því ástandi eru konur gjarnan veikgeðja og brothættar og þurfa því ákveðinn skilning og hreinlega vernd. Og það fékk maður hér. En heima eiga konur helst að vinna fram á slðasta dag eins og ekkert hafi T skorist bara vegna þess að karlarnir eru farnir að koma með á meðgöngunámskeiðin.” En ef einhverjum dettur í hug eftir þessar yfirlýsingar að Halla Mar- grét sé orðin auðsveip og hæglát húsfrú eftir tíu ár á Ítalíu, þá er það misskilningur. „Ég fæ að ráða öllu á heimilinu, til dæmis hvaða húsgögn koma þangað inn og hvernig þeim er stillt upp. En ég strauja, hann hreyf- ir ekki við að vaska upp og hann þvær ekki þvottinn. í staðinn fæ ég að ráða öllu. Og það hentar mér afskaplega vel því ég er mjög ráð- rík," segir hún hlæjandi og þýöir svo fyrir Paolo hvað hún hafi verið að segja. „íslenskar vinkonur mínar hafa komið hingað út og ég hef horft á þær verða beinni í baki og allar tígulegri eftir nokkra daga í þessu umhverfi þar sem er komið fram við þær eins og dömur.” klæddur, í stífstraujaðri skyrtu og vel pússuðum skóm, ólíkt okkur Páli sem erum frekar krumpaðir og þvældir eftir ferðalag dagsins. Borðhaldið er langt og afslappað að sið Miðjarðarhafsþjóða, hér er ekki verið að gleypa í sig matinn. Halla segir að þessi lífsmáti eigi ákaflega vel við sig, þótt það hafi tekið hana tíma að venjast ýmsu fyrst eftir að hún kom. „Ég varð fyrir hálfgerðu sjokki þegar ég flutti hingað út. Ég var í MR og tók þar þátt í Herranótt og okkur fannst við vera voða miklir bó- hemar. Við stelpurnar vorum miklar kvenréttindakonur og höfðum mjög ákveðnar skoðanir á því hvernig samskipti kynjanna áttu að vera og ekki síður hvernig þau áttu ekki að vera. Þegar ég kynntist svo ítalska lífsmátanum fékk ég nánast áfall við að sjá hvernig allar leikreglur í því sambandi voru allt öðruvTsi. Hér snúast karlarnir í kringum mann, oþna dyr og bjóða manni að ganga inn á undan, draga fram stólana á veitingahúsum og svo framvegis. Þetta sam- ræmdist bara alls ekki mínum hugmyndum um hvernig hlutirnir áttu að vera og það tók mig töluvert langan tíma að skilja þetta. Ég vildi ekki hafa að það væri verið að stjana svona við mig, ég gat alveg opnað mínar dyr sjálf. En svo áttaði ég mig á því að þetta er allt leik- ur, hluti af eldgamalli hefð um hvernig karlar og konur koma fram við hvort annað.” Halla segir að það skilji ekki allar íslenskar konur að það tengist ekki baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna að hafna því að gangast inn á þessar hefðir. „Og ég skildi það reyndar ekki sjálf til að byrja með en núna hlæ ég að sjálfri mér að ég skuli einhvern tímann hafa neitað því að láta koma svona fram við mig. Það er alveg hægt að vera jafnsjálfstæð og sterk kona þótt maður leyfi körlunum að sýna sér kurteisi. Is- „A, si, si,” segir hann og kinkar brosandi kolli. „Það er gott að eiga ítalskan mann,” bætir Halla þá við. Fótboltaþulurinn Halla Margrét „Úþps, scusa, scusa,” kallar Halla og veifar bílstjóranum sem hún er nýbúinn að svína fyrir. Það er hádegi og umferðin inn í miðbæ Parma er þétt en gengur þó greiðlega fyrir sig. ítalir virðast ekki vera jafnmiklar skepnur undir stýri og af er látið, að minnsta kosti fara þeir vel með það. „Nei, nei, íslendingar er miklu verri,” segir Halla. „Á ítalíu gefur enginn stefnuljós og það aka allir eins og snarvitlausir en þess vegna erum við líka alltaf með vakandi auga gagnvart hinum. Og það er líka ákveðin tillitssemi í öngþveitinu. Ef maður er ekki hikandi fer maður létt í gegnum þetta. Á íslandi aftur á móti eru allir í reglunum en það gefur enginn séns og eru hundleiðinlegir. Ég er dauðhrædd að keyra þar." Þetta er sjónarmið, en það er ekki laust við að mig gruni að það auðveldi manni lífið á vegum úti á Ítalíu að vera Ijóshærð falleg kona. „Það er ekki verra. Ef löggan stöðvar mann af einhverjum sökum þá segir maður á slæmri ítölsku „ó ég vissi ekki” og þeir leyfa manni að fara,” segir Halla og hlær dátt. Það er óhætt að segja að Halla fái margar augnagotur frá karlþen- ingnum þegar við röltum um miðþæ Parma, hvort sem eiga í hlut 17 ára stráklingar eða stútungskarlar. Enda á feröinni óvenju glæsileg kona sem sker sig úr fjöldanum. Sá eiginleiki hennar varð einmitt til þess að einn vetur fyrir þremur árum var leitað til hennar með starf sem fáir myndu fyrirfram ætla að klassískt menntuð söngkona væri HALLA MARGRÉT SKÝ 37
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.