Ský - 01.10.2001, Blaðsíða 40

Ský - 01.10.2001, Blaðsíða 40
„Aður en ég fór í prufuna var búið að hræða mig mikið með þessu. Fólk var meira að segja búið að segja við mann að það þýddi ekkert að reyna þetta nema ég svæfi hjá þessum eða þessum. T, nefnilega fótboltaþulur í einum af aðalknattspyrnuþáttum Ítalíu á ríkisstöðinni RAI 3. „Já, það kom þannig til að einn sunnudag bauð vinur minn mér að koma með að horfa á þennan þátt, sem er tekinn upp fyrir framan áhorfendur í sal. Eftir þáttinn töluðu stjórnendur hans svo við mig og spurðu hvort ég væri ekki til í að vinna við þáttinn." Halla segist ekkert hafa vitað um fótbolta en hún ákvað að slá til, lagðist yfir fótboltabækur og blöð til þess að komast inní hlutina. „Ég vissi til dæmis ekki hvað hornspyrna var á Ttölsku áður en þetta kom upp. En reyndar krafðist hlutverk mitt ekki sérþekkingar á fín- ustu blæbrigðum knattspyrnunnar.” Halla fór síðan um hverja helgi í stúdíó RAI 3 í Mílanó og var full- trúi Parma-liðsins í þættinum, sem er nokkurs konar blanda af skemmtidagskrá og fótboita. „Það var fylgst með gangi allra leikja og þegar eitthvað gerðist í leikjum Parma var klippt til mín og ég lýsti þvT sem hafði gerst og sagði mitt álit á því. Stundum fór ég kolvit- laust með en það var hluti af skemmtuninni. í kjölfarið á þessu var mér boðinn knattspyrnuþáttur á lókalsjónvarpsstöðinni hér í Parma og þar var ég annar umsjónarmannanna. Þetta snerist svona um að vera skemmtileg og sæt á öxlinni á aðalstjórnandanum, sem er karl- maður og veit auðvitað allt um fótbolta. Reyndar tók ég líka viðtöl við leikmenn Parma-liðsins. Þetta var mjöggaman.” Þeir sem hafa fylgst eitthvað með ítölsku sjónvarpi kannast ágæt- lega við þá samsetningu að sjónvarpsmaðurinn sé með fallega konu, jafnvel í stuttu pilsi og flegnum toppi, sér til halds og trausts. „Það er alveg rétt, en ég passa ekki alveg inn í þann ramma því ég er ekki með blásin brjóst og bossa eins og þær. Ég hafði minn tón og var ekki að keppa við þær,” segir Halla og skellihlær. „Ann- ars sátu svona dömur við hliðina á mér í þættinum í RAI og eftir að útsendingu lauk fóru þær af stað að leggja snörur sínar fyrir hina og þessa gæja og athuga hvort þær gætu ekki fengið meiri vinnu í sjón- varpinu. Og það er allt gert. Ég geri það ekki fyrir sönginn og hvað þá fyrir fótboltaþætti,” segir Halla og hlær ennþá meira. 150 sýningar á 6 mánuðum Fyrir þremur árum lagði Halla fótboltastússið á hilluna enda var hún þá orðinn meðlimur í einum fremsta óperettuflokki Ítalíu. Og álagið þar er engu minna en á atvinnuknattspyrnumanni í toppliði sem spil- ar bæði í deild og Evrópukeppni. Fyrstu sex mánuðina T flokknum tók Halla þátt í 150 sýningum um alla ítalTu. „Ég þekki Ítalíu orðið eins og eldhúsið mitt,” segir hún. Óperettuflokkurinn gerir út frá glæsilegu klassísku leikhúsi, Teatro Valli í Reggio, nágrannaborg Parma. Venjan er sú að frumsýna þar og eftir nokkrar sýningar er haldið í sýningarferð um landið. Þetta er mikil útgerð, 42 listamenn eru í hópnum, söngvarar, leikar- ar, dansarar og hljóðfæraleikarar, auk tæknimanna, aðstoðarfólks og búningadeildar. Halla segir að hún hafi fengið stöðu I flokknum eftir hinni hefð- bundnu leið, eftir söngprufu. „Nema hvað hefðin er venjulega sú hér á Ítalíu að maður þarf 38 SKÝ HALLA MARGRÉT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.