Ský - 01.10.2001, Page 41
gjarnan að hafa sambönd til að fá svona stöður. Áður en ég fór í
prufuna var búið að hræða mig mikið með þessu. Fólk var meira að
segja búið að segja við mann að það þýddi ekkert að reyna þetta
nema ég svæfi hjá þessum eða þessum, eins og ég var reyndar búin
að horfa upp á mínar kollegur og sumar vinkonur gera, án þess að
blikka auga. En á endanum eru það alltaf áheyrendur sem hafa loka-
orðið. Það er kannski hægt að fá einhver tækifæri með því að gera
þessa hluti, en ef maður er ekki góður þá kemst maður ekki neitt.
En hvað um það, ég fór að minnsta kosti galvösk í prufuna og söng
tvær aríur fyrir stjórnanda og höfuðpaur flokksins, Corrado Abbati.
Og þar sem í óperettum er líka talað, bað hann mig einnig um að
flytja Ijóð því hann vildi heyra talröddina mína, þar sem það er ekk-
ert sjálfgefið að söngvarar, jafnvel með risaraddir, hafi mikia talrödd
eða góðan talanda. Ég hafði ekki undirbúið mig að þessu leyti og fór
nánast á taugum. Til að losa mig út úr klemmunni ákvað ég að flytja
Vissi D’Arte úr Tosca eins og Ijóð. Hann réð mig, en seinna sagði
hann mér að hann hefði átt bágt með að halda niðri í sér hlátrinum
því það var svo absúrd að heyra útlenskan söngvara tala þessa
frægu aríu. Og auðvitað var það drepfyndið."
Halla segist vera ákaflega þakklát Corrado því hann hafi verið
fyrsti maðurinn sem virkilega treysti henni faglega á Ítalíu.
„Áður en ég fór að syngja fyrir hann hafði ég að vísu unnið ýmsar
keppnir og gengið vel við hin og þessi tækifæri, en hann veðjaði á
mig þar sem það skipti máli, í alvöru sýningum sem fóru um allt
land.”
Frábært tækifæri
Halla segir að það hafi verið frábært tækifæri fyrir sig að komast I
flokk Corrados, en á hinn bóginn ITti sumir óperuunnendur niður á
óperettur. Fyrir þá sem ekki eru innvígðir er rétt að útskýra að mun-
urinn á óperu og óperettu er í grófum dráttum sá að í óperum er all-
ur texti sunginn, en í óperettum er leikið og sungið á víxl.
„Það hefur skemmt fyrir óperettuflutningi á Italíu að það hafa
stundum staðið að þeim slæmir listamenn og úr orðið slæmar
sýningar. Ástæðan fyrir því er sjálfsagt helst sú að óperettan er
vinsælla form meðal almennings en óperan, ogfyrir bragði hafa alls
kyns aðilar ætlað að hagnast á uppsetningu þeirra, en ekki vandað
sig. ítali sem elskar óperutónlist snobbar því fyrir óperu. Ég skil mjög
vel þá afstöðu því ég hef sjálf séð óperettusýningar sem hafa verið
hræðilegar. En þegar vel er vandað til verks er þetta ákaflega
skemmtilegt og krefjandi form. Staðreyndin er til dæmis sú að óper-
ettur geta verið mun erfiðari en óperan að því leyti að þar þarf að
halda kómískri spennu. Það þarf að binda saman söng og leik sem
getur verið mjög snúið. Til þess að búa til góða óperettuuppfærslu
þarf maður að vera með góða söngvara, góða leikara, góða kómíkera
og góðan leikstjóra.”
Og af þvl státar einmitt flokkur Corrados, enda nýtur hann mikilla
vinsælda og fullt er á sýningar á öllum viðkomustöðum að sögn
Höllu.
„Og ég er að tala um leikhús sem taka um og yfir eitt þúsund
manns. í hverri borg sýnum við kannski fimm sýningar og á þessum
fimm dögum koma því um sex þúsund manns að sjá okkur.”