Ský - 01.10.2001, Page 43

Ský - 01.10.2001, Page 43
„Þetta er geysistórt stökk, sem margir hrista hausinn yfir. Margir af mínum kollegum eru hræddir fyrir mína hönd því það þarf mikið hugrekki til að taka það. Þeir skilja ekki að ég sé tilbúin að stökkva út í eitthvað sem þeim finnst alger óvissa. Ég gæti vissulega verið að syngja óperettur næstu fimmtán Srin með mitt fasta kaup og öryggi. Þetta er það sama og gerðist heima á Islandi þegar ég stökk úr þeim ramma að vera Hæg og hljóð söngkona. Þegar ég finn að ég verða að fara, þá fer ég.” Engu að síður var þetta ekki létt ákvörðun fyrir Höllu. „Ég var alveg miður mín í einn mánuð eftir að ég ákvað að hætta í flokknum. Nú er ég hætt að vera hrædd og ég finn að ég get þetta. Ég er líka örugg með mig vegna þess að ég syng erfitt fag innan óp- erunnar, fag sem tiltölulega fáar söngkonur eru T. Það eru svo marg- ar englaraddir, bjartar og fagrar og minni, en ekki nema kannski þrjár söngkonur hér á Ítalíu sem syngja Turandot, en það er það þyngsta sem söngkonur syngja. Þar liggur minn styrkleiki, ég syng líka Toscu og Macbeth, en þetta eru allt óperur sem þurfa mikla, stóra og sterka rödd.” Ítalía er vagga óperunnar í heiminum, hvergi eru fleiri söngvarar um þau hlutverk sem eru í boði og Halla er því að berjast á erfið- ustu vígstöðvunum. Hún segir að leikstjórinn sinn hafi ráðið sér frá því að taka þetta skref og sagt henni að ef hún ætlaði sér að kom- ast að í óperuheiminum þyrfti hún að sætta sig við að syngja auka- hlutverk í litlum uppfærslum, sem væri skref niður á við eftir að hafa verið í aðalhlutverkum T þrjú ár hjá einum fremsta óperettuflokki Ítalíu. „Corrado reyndi allt sem hann gat síðastliðinn vetur til að halda í mig og sagði að ég væri að gera vitleysu en eftir að það var Ijóst að ég var harðákveðin í að hætta hjá honum sneri hann við blaðinu og sagðist styðja mig og hafa hundrað prósent trú á mér. Mér þótti af- skaplega vænt um það.” Það hefur lengi loðað við óperusöngvara að þeir þurfi að hafa ómælda trú á sjálfum sér til þess að lifa af í sínu fagi. Halla segir þó að það sé ekki aðalmálið. „Maður verður hins vegar að hafa þörfina. Ég trúi ekki alltaf neitt voðalega mikið á mig. Stundum er ég alveg í kássu og miklu minni inni í mér en ég er að utan. Fólk sér mig kannski snarbrjálaða á svið- inu að fara í handahlaup og splitt á meðan ég syng háa c-ið og því finnst ég geisla af sjálfstrausti. En áður en ég fór á sviðið var ég kannski dauðhrædd og óviss með mig. Þá þarf maður að nota hræðsluorkuna til að gera eitthvað fallegt og uppbyggilegt. En auð- vitað trúi ég líka á mig. Ég fer ekki alltaf auðveldu leiðina en þá set ég undir mig höfuðið eins og maður gerir í góðum norðangarra." Aö brjótast í gegn Ég spyr Höllu hvernig tilveran sé núna. Hvernig snýr óperusöngvari sér í því að koma sér á framfæri? „Ég fer í áheyrnarprufur og er að syngja á hinum og þessum tónleikum. Þetta er líka spurning um að láta vita af sér eftir öðrum leiðum. Ég komst til dæmis inn á mjög virt seminar þar sem voru samankomnir framúrskarandi kennarar og leikstjórar úr þessum geira. Það var ofboðslega gaman og of-

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.