Ský - 01.10.2001, Side 47

Ský - 01.10.2001, Side 47
Þaö er dýrt að vera feitur. Auk þess að borga tugum þúsunda ■ ð meira í sælkera- eða heilsufæði þurfa feitir einstaklingar að punga út ríflegum summum til að eiga raunhæfan möguleika á sjálfsögðum lífsgæðum. Líf- og sjúkdómatryggingar eru tvisvar til þrisvar sinnum dýrari fyrir feita en granna, fái hinir feitu sig tryggða á annað borð. Þegar manneskja sem er 170 cm á hæð er komin um eða yfir hundrað kíló er henni gert að borga að minnsta kosti tutt- ugu prósent hærra iðgjald. Ef manneskja með sömu hæð er hund- rað og fimmtíu kíló borgar hún tvö hundruð prósent álag, eða tvöfalt hærra. Flestir sem selja líf- og sjúkdómatryggingar voru lítt spenntir fyrir að tjá sig um tryggingar feitra, en að sögn Ingigerðar Konráðs- dóttur hjá Samlífi er alltaf tekið tillit til ýmissa áhættuþátta þegar fólk kaupir líf- og sjúkdómatryggingar, til dæmis hvort fólk reyki, stundi áhættusport, hafi reynt sjálfsvíg eða sé yfir kjörþyngd. „Það kemur fyrir að við höfnum alveg viðskiptum með sjúkdóma- og líf- tryggingar vegna holdafars en það gerist mun oftar í sjúkdómatrygg- ingum. Allir sem glíma við offitu borga álag á iðgjaldið. Konur fara fyrr inn á álag sökum meira vöðvamagns karla. Þannig má karl sem er 180 cm á hæð verða 102 kíló og kona sem er 170 cm 84 kíló til að sleppa við álagið. Um leið og konan er komin upp í 100 kíló hækkar iðgjaldið um 50 prósent, meðan karlinn borgar 25 prósent álag fari hann 1120 kíló. Og stundum fer iðgjaldið yfir 200 prósent." í þröngum stólum Feitt fólk er of stórt í mót samfélagsins og passar því ekki í umhverfi sitt með eðlilegum hætti. Skaparar sjálfsagðra lífsþæginda og þjóð- félagið sjálft gera ekki ráð fyrir feitu þegnunum þótt þeir greiði skatta til jafns við grennri samborgara sína. Þegar aðalsalur Þjóð- leikhússins var endurgerður 1990 gieymdist að gera ráð fyrir vax- andi ummáli Islendinga. „Nei, ég minnist þess ekki að nein umræða hafi verið um að rýmka sætin eða plássið vegna offitu gesta,“ seg- ir Garðar Halldórsson, fyrrverandi Húsameistari ríkisins. „Hins veg- ar var tekið tillit til hreyfihamlaðra og bætt úr allri aðstöðu fyrir hjóla- stóla. Reynt var að halda í gömlu stemmninguna og þema hússins við endurnýjun og þvi smíðuð eins sæti með eins áklæði. En að breikka sætin vegna aukinnar víddar áhorfandans kom aldrei til tals. Það hefði vel komið til greina að breikka einhver sæti T einhverj- um röðum, en auðvitað hefði sú krafa þá átt að koma fram hjá rekstraraðilum hússins fyrst vandinn er til staðar." Úrlausnir þar sem hinir feitu gleymast eru ríkjandi á íslandi. Feitt fólk er eins og ósýnilegt, ekki með í þjóðfélaginu, og ekki gert ráð fyrir plássi eða vellíðan þess við daglegan leik og störf. Sætin í Þjóð- leikhúsinu eru 50 cm á breidd en 49 cm í Borgarleikhúsinu. „Að meðaltali eru tveirtil þrír offitusjúklingar á hverri sýningu. Við reyn- um að setja þá í djúpa stóla í stæðið fyrir hjólastóla, en fólk er ann- ars feimið að tala um vandamálið og skammast sín fýrir að kvarta, enda örugglega mikil kvöl að vera feitur,“ segir Sigurður Eggertsson, húsvörður Þjóðleikhússins. Hann segir starfsfólkið eiga mjög erfitt með að hnippa í fólk og segja: „Heldurðu að það færi nú ekki betur um þig í öðrum stól?“ Fólk pínir sig frekar og treður sér í mjóa stól- ana, sem eru allt of þröngir fyrir offitusjúklinga. Nokkuð algengt mun að of þungir einstaklingar brjóti stóla Þjóðleikhússins, en það er þá kostnaður sem húsið flokkar sem slit. Annars vegar er viðunandi að vera feitur sé sá feiti sáttur við sjálf- an sig, en hins vegar alls ekki í lagi sökum þess að feitir lifa ekki líf- inu nema að litlu leyti. „Ég fór ekki í sokka né reimaði á mig skóna í fleiri ár,“ segir Gaui litli um líkamlegt og andlegt ástand sitt á feitu árunum. „Ég var algjörlega heftur af fitunni og ófrjáls, félagslega ein- angraður, fór ekki í leikhús, bió eða neitt annað vegna þess að ég passaði hvergi." í sölum Háskólabíós er gestum boðið til sætis í 52 cm breiðum sætum, en í Sambíóunum er breidd sætanna aðeins 44 cm. Ó- missandi heimilistæki eins og salernisskálar eru að meðaltali 35 cm breiðar. Öfugt við þróun holdafars i heiminum mjókkaði hreiniæt- istækjaframleiðandinn IFÖ salernisskálar sínar að framanverðu fyrir fáeinum árum. Miklar kvartanir bárust. Klósettin voru sett upp I frystihúsi hér á landi en fullorðnir karlmenn gátu engan veginn not- að þau með snyrtimennskuna að leiðarljósi og því var þeim skipt út. I lyftum eru feitir ekki vinsælir ferðafélagar i mannþröng. Þrettán manna lyfta tekur 1000 kíló. Það þýðir að hver maður er áætlaður 77 kíló. í samtali við sólbaðsstofur kom fram að feitt fólk drífur sig stundum í Ijós. Piastið í flestum sólbaðsbekkjunum á að þola allt að 150 kílóa búk. „Það hefur nokkrum sinnum komið fyrir að plastið hafi sprungið þegar menn hlamma sér ofan í bekkinn, en hér eru all- ir þyngdarflokkar velkomnir i Ijós, við stoppum ekki fólk þótt okkur gruni að það sé þyngra en lög gera ráð fyrir,“ segir starfsmaður sól- baðsstofu í Reykjavík. Endalaust einelti Það er sunnudagur og íslenskar fjölskyldur eru að setjast að snæð- ingi. Eftir útvarpsmessuna er venjan að gera vel við sig T mat og i dag er engin undantekning. Öllum matarflokkum ægir saman, það er tilhlökkun í loftinu og allir bragðlaukarnir fá að finna til sín. Beisk- ur, sætur, saltur, súr. Rjómaterta, beikon, smjörsteiktar, feitar lambakótilettur í raspi, súkkulaðifrómas, Snickersmulningur í mar- engs, djúpsteiktar, franskar kartöflur, bleik kokkteilsósa, rjómalög- uð lifrarkæfa og sykraður blóðmör. Mínútur í munni, mannsævi á mjöðmum. Sá þyngsti við borðið tekur hitaeiningaútreikninginn ekki hátíðlega og getur ómögulega hætt að bæta á diskinn sinn. Hinir skammta sér naumt og horfa í hneykslan á akfeitt matargatið sem blæs eins og hvalur með fullan munninn en felur vanlíðanina og lætur sem honum sé nokk sama um álit annarra. Innst inni er þó sjálfsmyndin í molum og andlegt gjaldþrot er staðreynd. Offita er orðið stærsta heilbrigðisvandamál þjóðarinnar. Það er nóg að standa T biðröðum stórmarkaðanna til að sjá hvernig þjóðin blæs út með stálgrindurnar stútfullar af milljónum hitaeininga í freistandi formi. „Feitt fólk verður fyrir grimmu einelti sem birtist á margvíslegan hátt,“ segir fitufrömuðurinn Gaui litli sem þekkir offitu af eigin raun. „Það fer í fjölskylduboð og þá byrjar strax röflið um hvort ekki eigi nú að fara að taka á málunum. Svo byrjar hin dæmigerða skothríð; „Drífum okkur í krásirnar áður en fitubollan klárar allt.“ „Ætlarðu virkilega að fá þér meira?" „Þú hlýtur að vera að grinast! Ekki ertu í alvörunni að hugsa um fjórðu umferðina?" Og svo þetta klassíska: „Ef þú ert ekki stilltur drengur minn, þá læt ég fitubolluna setjast ofan á þig!“ Fráskilin, allt of þung kona í Reykjavík hefur sömu sögu að segja. „Skilaboð frá fólkinu manns er eitt, eins og frá mömmu og svoleið- is, en þegar fyrrverandi maðurinn minn reiddist sagði hann alltaf „ógeðslega fituhlussan þin,“ „þú ert viðbjóðsleg" og allt í þeim dúr. Það var samt ennþá sárara þegar strákurinn minn fór að segja nákvæmlega það sama og pabbi hans, sömu orðin, hann lærði þetta af honum. En það er búið núna, hann er orðinn stór. Samt situr þetta einhvern veginn I mér.“ Hömlulaus og félagslega óaðlaðandi Áður fyrr var algengt að lita á feitt fólk sem glaðlyndar persónur sem reyttu af sér brandara við hvert tækifæri og enn er algengt að feitir setji upp ákveðna grímu til að beina athyglinni frá líkamlegu ástandi sínu. í dag eru feitir einstaklingar hins vegar gjarnan álitnir heimsk- ir, hömlulausir, Ijótir og veikgeðja; Af hverjur lítur fólkið svona út? Hvar er sjálfsaginn og viljastyrkurinn? Konur og börn þjást mest fyrir þessa fordóma samfélagsins, karlar fá ekki eins afleita útreið. I rannsókn sem gerð var í Þýska- landi fyrirfáeinum árum voru börnum sýndar myndir af fötluðum eða ÓSÝNILEGA FÓLKIÐ SKÝ 45

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.