Ský - 01.10.2001, Síða 51

Ský - 01.10.2001, Síða 51
fólki. Annars vegar aðstæöur sem útheimta að fólk sé fáklætt og líkamlegt ástand mjög sýnilegt, eins og á sundstöðum og líkams- ræktarstöðvum. Hins vegar að fara á staði þar sem samdráttur fólks eða makaleit fer fram, eins og á dansstöðum. Það þriðja, sem áður var nefnt, er að fara í fataverslanir. I Danmörku hefur undanfarið orðið mikil vakning og góð umræða skapast um mál offeitra. Dönsk heilbrigðisyfirvöld sýna feitum mikinn áhuga og styrkja óvinnufæra feita Dani með því að setja þá fyrr á eftirlaun. íslenskir offitusjúklingar geta sótt um örorkubætur uppfylli viðkomandi ákveðna staðla Tryggingastofnunar ríkisins sem lúta að líkamlegum og andlegum fylgikvillum offitu. Þröngir stólar Örn Petersen, einn eiganda dönsku ferðaskrifstofunnar Island Adventures, á í samvinnu við danska lýðháskóla sem bjóða upp á vikunámskeið fyrir offeita. „Danska sjónvarpið gerði fjóra sjónvarps- þætti um námskeiðin og þá fyrst rann upp Ijós fyrir dönskum almenningi að vandamálið væri raunverulega til staðar og fólk fór að líta í kringum sig eftir hinum feitu. Offitusjúklingarnir sjást nefnilega ekki á götunum, þeir loka sig inni. Af þeim sökum hefur vandinn líka verið lokaður inni. Það er nefnilega alltaf verið að hugsa um að gera hitt og þetta fyrir hjólastólafólkið meðan hinir feitu gleymast alveg.“ Á námskeiðunum dvelja offitusjúklingarí vikutlma á heimavist lýð- háskóla þar sem bæði andlegum og líkamlegum heilsubresti er sinnt. Markmiðið er að vinna bug á minnimáttar- og innilokunar- kennd með því að hvetja hina feitu til að fara á meðal fólks og út í samfélagið, en forsendan fyrir því að takast á við offituvandann er að öðlast sjálfstraust og trú á eigin getu. Það er skemmst frá því að segja að námskeiðin yfirfylltust og nú bjóða tveir skólar þessi nám- skeið og biðlistar eru langir. Á námskeiðinu er meðal annars boðið upp á einn súkkulaðimola með morgunmatnum, en þeir sem þiggja molann þurfa að borga fyrir hann með 15 km göngu. Námskeiðin enda svo á sameiginlegri ferð til íslands þar sem farið verður með fólkið í sund og gönguferðir, á hestbak, dvalið á Heilsustofnun NLFÍ I Hveragerði og áhugaverðir ferðamannastaðir skoðaðir. Ferðin er unnin I samvinnu við Reykjavík Spa City. Að sögn Arnar er meiri hátt- ar upplifun fyrir hina feitu að fara til útlanda þvl fæstir þeirra fljúga vegna þrengsla I flugvélum. Ekki ýtir það heldur undir ferðalög að þeir neyðast til að kaupa tvö eða þrjú flugsæti. Bandarísk flugfélög selja flugsæti eftir þremur stærðar- og verðflokkum þar sem rass- stærð feita farþegans er höfð til hliðsjónar. í flugvélum Flugleiða eru sætin breiðust á Saga Class-rýminu eða 50-54,5 cm. Sæti á al- mennu farrými eru hins vegar ekki nema 42 cm. Feitir farþegar sem ekki komast fyrir I þeim sætum verða að kaupa sér farmiða á Saga Class eða aukasæti á almennu farrými sem kostar þá 75 prósent af fullu fargjaldi. „Ef viðkomandi ferðast á tilboðsgjaldi er aukasætið selt á fullu verði, en það er þó oftar ódýrara en að kaupa miða á Saga Class eða fullu verði," segir Guðjón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Flugleiða. Hann segir alltaf berast kvartanir af og til frá samferðafólki feitra farþega, en Flugleiðir, líkt og önnur flugfélög, greiði ekki bæturtil þeirra sem sitja hjá offeitum. Boeing 757-200 flugvélar, án farms, farþega og eldsneytis, vega um 60 tonn. Hámarksþyngd þeirra er rúm 113 tonn og burðargetan um 53 tonn. Farþegar I fullri vél vega um 16 tonn. Það gefur okkur að meðalþyngd farþega í áætlunarflugi er 84 kíló með handfarangri, sem má vera sex kíló, eða aðeins 78 kíló. Mjög feitt fólk er oftast látið sitja framarlega I bæði flugfarrýmum og rútum, svo það þurfi ekki að troðast inn þröngan ganginn og nuddast utan I aðra farþega. Feitir geta ekki sett niður matarbakkann um borð I flugvélum, til þess er allt of þröngt. Kannski eins gott líka að fasta fyrir flug þar sem salerni flugvéla er ekki nema hálfur fermetri og feitum er mjög erfitt að athafna sig þar innan dyra. Óæskilegir vinnukraftar Auk þess að eiga erfiðara með að eignast vini og maka, vera ósýni- legur sem persóna og geta ekki notið eðlilegs lífs eins og fullfrísk manneskja vegna offitu, vilja fæst fyrirtæki hafa feita starfsmenn á sínum snærum. Feita fólkið verður fyrir miklum fordómum á vinnu- markaði, er ekki álitið gjaldgengir starfskraftar, þykir hafa slæm áhrif á ásýnd fyrirtækisins út á við og óhæft að takast á við verkefni sökum minnimáttarkenndar og lélegs sjálfstrausts. Hugrún Jóhannesdóttir, forstöðumaður hjá Vinnumiðlun höfuð- borgarinnar, segir ekkert vafamál að miklir fordómar ríki gagnvart holdafari. Um leið og fólk sé komið aðeins út fyrir normið hafi það mikil áhrif og offita sé sérstakt og stundum óleysanlegt vandamál þegar kemur að atvinnuráðningum. „Fordómar geta gert það að verkum að feitt fólk er álitið hömlulaust, viljalaust og laust við allan sjálfsaga. Ég tel ekkert samhengi á milli holdafars og vinnuframlags nema I sérstökum tilfellum þar sem vinnan byggist á tiltekinni líkam- legri getu.“ Þess má geta að rannsóknir hafa sýnt að feitt fólk giftist sjaldnar og hefur ekki að sama lífi að hverfa og þeir sem eiga maka eða fjölskyldu. Því er það oftar en ekki tilbúið til að vinna lengri vinnudag, er stundvlst, áreiðanlegt og vill standa sig. Katrín S. Óladóttir, ráðningastjóri hjá PriceWaterhouseCoopers, segir staðreynd að auðveldara sé að fá vinnu ef líkamlegt atgervi er gott. „í sumum þjónustustörfum er beinlínis æskilegt að ráða grannt fólk, eins og I tlskuverslunum þar sem tískufatnaður klæðir grannt fólk miklu betur. Þannig gera sumir atvinnurekendur hreinlega kröfu um ungt og grannt fólk. En auðvitað fer það eftir starfinu hvort feitt fólk hentar. Við vissar kringumstæður, eins og I afgreiðslu á hóteli, þar sem líkamleg hreyfing er talsverð, er það bæði verra fyrir atvinnurekandann og þann feita að taka vinnuna, vegna hinnar takmörkuðu hreyfigetu hins feita sem á I erfiðleikum með að beygja sig, er móður og jafnvel heilsutæpari en grannur starfsmaður. Atvinnurekendur þurfa náttúrlega líka að hugsa um hvort feita manneskjan sé komin yfir hættumörk heilsufarslega séð þvl ef líkamlegt atgervi er orðið lélegt geta veikindadagar orðið margir." Hugrún segist ekki hafa orðið vör við að feitt fólk sé að jafnaði lakara starfsfólk en þeir sem grannir eru. „Persónulega finnst mér til dæmis mun neikvæðara að starfsfólk reyki með öllum þeim sóða- skap, tlmaþjófnaði og heilsuleysi sem því fylgir. Ég veit dæmi þess að fólk hefur farið I vinnuviðtal og fengið það framan I sig að vera of feitt. Við heyrum að konum sé sagt upp I móttökum, eða þær færð- ar til innanhúss, vegna þess að þær eru of þungar og ekki á réttum aldri til að vera andlit fyrirtækisins. Síðan er Ijóshærð, ung skutla ráðin I staðinn. Ég þekki dæmi um of þunga konu með doktorspróf sem gekk mjög illa að fá vinnu. Hennar tilfinning var sú að vandræð- in I atvinnuleitinni hefðu með holdafar hennar að gera en ekki hæfni eða getu. Ég held að hún hafi haft rétt fyrir sér. Það liggur I loftinu að feitt fólk er talið óæskilegt I ákveðin störf og þetta er sérstaklega erfitt ástand fyrir konur." Hún segir útlit skipta máli þegar kemur að því að ráða fólk I vinnu sem og I samfélaginu almennt. „Offita er því afskaplega viðkvæmt mál og erfitt sálarlega fyrir hinn feita. Sjálfs- myndin er viðkvæm og sjálfsmynd kvenna virðist oft miklu tengdari holdafari en karla. Sjálfsmynd karla virðist samkvæmt rannsóknum meira tengdari öðru, eins og til dæmis stöðu eða eignum." í lokaverkefni Hugrúnar kom fram að feitir vinna oft langan vinnu- dag. Vinnan hefur enda ótvlræða kosti fyrir þann feita. Hún fyllir upp I tímann og býður upp á hlutverk I lífinu. Vinnustaðir eru ekki heldur hefðbundinn vettvangur makaleitar eða pörunar og I fæstum tilfell- um er þess krafist að fólk gangi um fáklætt á vinnustað. Að þurfa að vinna er líka hin fullkomna afsökun fyrir að komast ekki á manna- mót. En gallarnir eru einnig margir. Mikilli vinnu fylgir aukin streita og álag sem svo leiðir beint til óreglulegs mataræðis, ofáts og þyngdaraukningar. ÓSÝNILEGA FÓLKIÐ SKÝ 49
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.