Ský - 01.10.2001, Qupperneq 62

Ský - 01.10.2001, Qupperneq 62
Ljósmyndir: PÁLL STEFÁNSSON LÍFIÐ ER HARÐUR LEIKUR Ásmundur Stefánsson var um árabil einn helsti baráttumaður launþega á íslandi. Hann var forseti Alþýðusambands íslands allan níunda áratuginn og hafði áður verið hagfræðingur sam- bandsins. Að ioknum störfum sínum hjá ASÍ fór hann til starfa hjá íslandsbanka, sem síðar varð Íslandsbanki-FBA, og þar hefur hann verið síðastliðin átta ár. í sumar söðlaði hann um að nýju og flutti sig um set yfir í stól framkvæmdastjóra Eign- arhaldsfélagsins Alþýðubankinn. Guömundur Steingrímsson ræðir hér við Ásmund um þjóðmálin vítt og breitt, stjórnmálin, bankamál og efnahagsmál. Ásmundur Stefánsson var um langt árabil einn helsti baráttumaður launþega á íslandi. Hann var forseti Alþýðusambands íslands allan níunda áratuginn og hafði áður verið hag- fræðingur sambandsins. Margir muna eftir Ásmundi sem alvörugefnum Alþýðubandalags- manni með mikið skegg. Hann var ötull talsmaður jafnaðar og félagslegs réttlætis á vinstri væng stjórnmálanna. í upphafi tíunda áratugarins varð kúvending á ferli Ásmundar. Hann hætti sem forseti ASÍ og fór að vinna í banka. Ef þetta væri rómantísk skáldsaga um róttækan byltingarmann, þá mætti hugsa sér að Ás- mundur hefði þarna gefið upp á bátinn öll viðtekin kapítalísk gildi, sagt skilið við þjóðfélag efnis- og gróðahyggju, safnað meira skeggi, leigt sér minni íbúð og látið sér vel við una í gjaldkerastöðu, þar sem hann starfaði í félagsskap með öðrum almennum launþegum þessa lands. En svo er ekki. Að loknum störfum sinum hjá ASÍ þáði Ásmundur starf fram- kvæmdastjóra íslandsbanka, sem síðar varð Íslandsbanki-FBA. Nú í sumar söðlaði hann um að nýju og flutti sig um set yfir í stól framkvæmdastjóra Eignarhaldsfélagsins Alþýðubank- inn, EFA, þar sem hann situr nú á stórri skrifstofu í Síðumúla, í fínum jakkafötum með bindi og kaupir og selur I fyrirtækjum. Rödd Ásmundar, sem áður hljómaði oft á öldum Ijósvakans, hefur ekki heyrst um nokkurt skeið. Því lék SKÝ forvitni á að vita hvað Ásmundur hefði að segja nú um þjóðmálin vítt og breitt, stjórnmálin, bankamál og efnahagsmál. En það lá beint við að spyrja Ásmund allra fyrst hvort hann, i þessari nýju stöðu, hefði sagt skilið við vinstri hugsjónir sínar og væri núna hreinræktaður hægri kapítalisti. Hann vísar því alfarið á bug. í RÍKI PENINGANNA Hugsjónir mínar hafa ekki breyst. Menn velja sér vettvang og menn velja sér viðfangsefni eftir sínum eigin persónulegu löngunum og aðstöðu. Ég er menntaður hagfræðingur. Ég byrjaði minn feril sem ráðgjafi hjá Hagvangi og var að vinna þar fyrir ýmsa aðila. Ég stund- aði háskólakennslu á tímabili. Og nú er ég hér í ríki peninganna. Ég held að það væri mjög óheppilegt fyrir þjóðfélagið I heild sinni ef menn gætu ekki sameinað það að hafa pólitískar skoðanir og vinna fjölbreytileg störf. En þú ert, eins og þú segir, í ríki peninganna. Þetta er heimur beinharðra peningavið- skipta, þar sem hagnaður ræður öllu. Hefur þér ekki fundist í þessum heimi að þú hafir þurft, sem hugsjónamaður á vinstri vaeng, að kyngja dálítið stórum bitum? Ég veit ekki hvort ég hef þurft að kyngja stærri bitum í þeim störfum sem ég hef gegnt eftir að ég hætti hjá Alþýðusambandinu en ég gerði á meðan ég var þar. Lífið er harður leikur. Það er alveg Ijóst. Efnahagslífið er harkalegt. Menn verða í sjálfu sér alltaf að gera málamiðlanir við raun- veruleikann. Að vera í fjárfestingafyrirtæki eins og EFA felur hins vegar í sér að verið er að stuðla að uppbyggingu á ýmsum vígstöðvum. Mér liggur við að spyrja sjálfan mig hvort maður hafi möguleika á því nokkurs staðar annars staðar að stuðla með svo beinum hætti að aukinni velmegun. Við förum með peninga inn í góð fyrirtæki, byggjum þau upp og reynum að gera þau að arðbærum og góðum vinnustöðum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.