Ský - 01.10.2001, Side 64

Ský - 01.10.2001, Side 64
Ertu þá ekki orðinn talsmaður iítilla ríkisafskipa, frjáls og opins markaðshagkerfis og einkavæðingar, og annarra klasstskra hægrisjónarmiða? Það má segja að ég hafi að einhverju leyti breyst eins og samfélagiö með tilliti til afstöðu til þeirra hluta. Ég hef reyndar aldrei verið sérstakur talsmaður ríkisafskipta eða opinbers rekstrar. Mitt grundvallarsjónarmið er að flestur almennur rekstur fer mun betur í höndum einkaaðila en hins opinbera. Reynslan sýnir það einfaldlega. Það er hins vegar jafnljóst að hið opinbera á að veita sterka grunnþjónustu í samfélaginu. Viö metum okkar samfélag ekki bara út frá því á hvaða vinnustað við erum, heldur einnig hvaða heil- brigðiþjónustu við njótum, hvernig skólakerfið er byggt upp og svo framvegis. Ég held hins vegar að rikið eigi alls ekki að velja hvað lifir og hvað deyr í atvinnulífinu. Sérstaklega er það vafasöm vinnu- forsenda sem ráðið hefur stefnunni í byggðamálum að styðja fyrst og fremst deyjandi starfsemi en gera lítið til að efla uppbyggingu. Stutt reynsla mín í starfi hjá Eignarhaldsfélaginu hefur reyndar fært mér heim sanninn um að víða í Evrópu geta fyrirtæki í nýjum iðnaði fengið 20-40% stofnkostnaðar í styrkjum frá því opinbera. Þess háttar styrkir bjóðast ekki aðeins í útkjálkabyggðum. Þeir eru í boði í miðri Evrópu. Ef við viljum ná okkar hlutí uppbyggingu á nýjum svið- um getur því verið óhjákvæmilegt að beina oþinberum fjármunum í þessa átt. Það væri helst að ég gerðist talsmaður opinberra styrkja í þessu samhengi. MARKAÐURINN ER RÁÐGÁTA Eignarhaldsfélagið hefur fjárfest talsvert í upplýsingatækni og líftæknifyrirtækjum, svo eitthvaö sé nefnt. Hverjar eru horfurnar í þessum fyrirtækjum? Hvernig er staöan? Staðan á hlutabréfamark- aði er þannig, að það er nánast enginn að kaupa. Markaðurinn er mjög dræmur. Bréf seljast illa, jafnvel i fyrirtækjum sem ganga vel. Víða er hins vegar um erfiðleika að ræða. Þannig hafa mörg hátæknifyrirtæki lent i vandræðum. Það er af sá tími að menn geti selt væntingar. Nú þarf myndin að vera skýr og ramminn skarpur. í atvinnulífinu eru menn i kapphlaupi við tímann að laga sig að breyttum aðstæðum. Eignarhaldsfélagið er reyndar að stærstum hluta með sína eign í óskráðum félögum sem ekki eru á markaði, félögum sem við höfum fjárfest í til að byggia upp og betrumbæta. Mörg þeirra fyrirtækja standa mjög vel og eiga eftir að skila okkur góðum hagnaði. Þegar maöur horfir á hiutabréfamarkaðinn, á skráöu bréfin, þá sýn- ist manni þetta vera ansi órökréttur heimur. Sérö þú einhverja reglu í þessu? Ég get staðfest það við þig, að ég skil hvorki upp eöa niður í því hvað ræður markaðnum. Það finnst mér ég ekki segja með neinni minnimáttarkennd. Ég sé ekki að aörir botni meira í þessu. Fyrir sjö árum síðan sagði Sigurður B. Stefánsson hjá VÍB mér það, að rannsóknir erlendis sýndu að þeir hlutabréfasjóðir sem settu safn sitt saman T grófum dráttum í takt við samsetningu mark- aðarins, og væru ekki að reyna að eltast við það sem gott væri á hverjum tíma, skiluðu til lengri tíma betri ávöxtun en þeír sjóðir þar sem menn væru að reyna að gera þetta af dýpri sérfræði. Ég sá grein í erlendu blaði fyrir nokkrum vikum þar sem birtar voru tíu ára tölur hvað þetta snertir í Bandaríkjunum og sú könnun gaf nákvæm- lega sömu niðurstöðu. Ég held að staðreyndin sé sú að hreyfingar á hlutabréfamarkaði eru oft hrein hjarðhegðun án rökrétts tilefnis. Hvaö leggið þið til grundvaliar ykkar fjárfestingum? Við erum hæg- fara fjárfestir. Við erum ekki athafnasöm í því að kaupa og selja fram og til baka. Við fjárfestingu í óskráðum fyrirtækjum, sem er okkar meginviðfangsefni, reynum við að velja okkur þau verkefni þar sem við höfum trú á því að þátttaka okkar muni byggja fýrirtækið upp. Stærsta verkefnið sem við erum í núna er Kaupás, sem er með Nóatúnsverslanirnar, 11-11 og Krónuna. Þar komum við inn með 34% hlut. Við stefnum að því að treysta innviði þess fyrirtækis betur með traustara skipulagi og koma því síðan á markað með hagnaði. En þetta gerist ekki með eldingarhraða. Þú talar um aö markaðurinn sé dræmur. Hver er skoöun þín á sölu Landssímans? Það er enginn vafi á því að tímasetningin var kolröng. Fólk var ekki reiðubúið að fjárfesta nema í mjög takmörkum mæli. Það hefði að mínu mati litlu breytt þótt verðið hefði verið eitthvað lægra. MISTÖK í STJÓRN EFNAHAGSMÁLA Ertu sáttur viö stjórn efnahagsmála á íslandi? Það verður ekki annað sagt en undanfarin ár hafa verið mikil gróskuár T íslensku efnahagslífi. Það er hins vegartvennt sem mérfinnst hafa verið gert rangt. Annars vegar þegar Seðlabankinn fór að hækka gengi krón- unnar með háum vöxtum til þess að vinna á mðti eftirspurn. Það fannst mér arfavitlaust ákvörðun. Það var aðgerð sem þrengdi fyrst og fremst að útflutningsiðnaði, en dró í raun ekkert úr eftirspurn heldur jók á viðskiptahallann. Það var fyrirsjáanlegt að ef ekkert annað gerðist myndi sá leikur enda með gengishruni. FHitt atriðið er að ríkissjóður hefði þurft að skila mun meiri afgangi. Það hefði átt að taka af hörku á ríkisfjármálunum löngu, löngu fyrr. Það hafa því verið gerð ákveðin mistök. Við skulum bara vona að menn hafi lært „Almennt má segja aö stjórnmálaflokkarnir hafi orðið hálf viðskila við atvinnulífið og einangrast frá þjóðlífinu." 62 SKÝ LÍFIÐ ER HARÐUR LEIKUR

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.