Ský - 01.10.2001, Síða 65

Ský - 01.10.2001, Síða 65
af þeim og geri það sem þeir geta til þess að koma í veg fyrir að þau valdi of miklu tjóni. Er vaxtastigiö of hátt? Vaxtastigið er allt of hátt. Ég held að við höf- um það skörp samdráttareinkenni í þjóðfélaginu í dag, að hver fari að verða síðastur að bregðast við með því að lækka vexti. Þú varst einn aðalarkitektinn aö þjóöarsáttasamningunum árið 1990. Hvernig metur þú áhrif þeirra nú þegar þú litur til baka? Ég held að það sé engum ofsögum sagt að þeir samningar hafi mark- að þáttaskil í íslensku efnahagslífi. Með þeim tókst að vinda ofan af víxlþróunargöngu verðlags, gengis og launa, þar sem hvað elti annað í mjög stórum stökkum, án nokkurs ávinnings. Við vorum í raun komin í þrot 1990. Við sáum fram á að þessi hringrás myndi brjóta atvinnulífið niður. Menn voru að elta verðbólguna í stað þess að reka fyrirtæki. Því voru þessir samningar lykilmál og að mínu mati forsenda þess hagvaxtar sem við höfum búið við á undanföm- um árum. Er þetta samkomulag ennþá virkt? Ekki meö sama nána hættinum eins og þá var. Verkalýðshreyfingin, atvinnurekendur og ríkisstjórn unnu saman sem einn aðili að því að fylgja málum eftir. Án þess hefði þetta ekki tekist. Svo náið samstarf er hins vegar óhjákvæmi- lega átaksverkefni við sérstakar aðstæður og getur aðeins staðið í stuttan tíma. Það er aftur á móti mikilvægt að þráöurinn slitni ekki. Mér finnst ég sjá vísbendingar um að það sé að gerast. „Ég get staðfest það við þig, að ég skil hvorki upp eða niður í því hvað ræður markaðnum. Það finnst mér ég ekki segja með neinni minnimáttarkennd. Ég sé ekki að aðrir botni meira í þessu.“ ÍSLANDSBANKI BETUR REKINN Afkoma EFA á fyrstu sex mánuöum ársins var 561 milljón krónur í tapi. Er félagið komiö í hann krappan? Það er auðvitað gríðarlegt högg að fá svona mikið tap. Þetta tap hjá okkur get ég skýrt í grund- vallaratriðum á tvennan hátt. Fyrirtækið er með tvo og hálfan milljarð í erlendum lánum, og það vita allir hvað gerðist með gengið. í öðru lagi féllu skráð hlutabréf mikið á þessu tímabili. Það er því fjarri því að allt gangi T haginn. En fyrirtækið er með mjög trausta eiginfjárstöðu, þannig að það er ekki í fjárhagsvandræðum. Þú ferö úr fyrirtæki, íslandsbanka, þar sem þú varst framkvæmda- stjóri rekstrarsviös, og þaö skilar á fyrstu sex mánuöum ársins hagnaöi upp á 1,6 milljaröa. Var ekki dálítiö erfitt aö skilja við þaö og fara yfir í þennan veruleika sem blasir viö þér núna? Það er auð- vitað alltaf erfitt að yfirgefa vinnustað þar sem manni hefur liðið vel en jafnframt er áhugavert að takast á við ný verkefni. Islandsbanki er mjög vel rekið fyrirtæki, að mínu viti mun betur rekið en hinir bankarnir. Dótturfyrirtækin hafa einnig verið með traustan rekstur. Glitnir til dæmis, og VÍB líka. í hverju liggur þaö álit þitt aö íslandsbanki sé betur rekinn en hinir bankarnir? Ég held aö það sé vegna þess aö athygli bæði stjórnenda og starfsmanna íslandsbanka hefur beinst mjög stíft aö því að reyna að gera alla hluti á eins hagkvæman hátt og hægt er, jafnframt því að vera vel meðvituð um að sækja fram á markaði. Islandsbanki varð upphaflega til þegar fjórir bankar sameinuðust, Verslunarbankinn, Alþýöubankinn, Iðnaðarbankinn og Útvegsbankinn, og síðan varð aftur sameining þegar FBA og Islandsbanki sameinuð- ust. Þannig hefur starfsfólkið lært að heimurinn stendur ekki í stað. Breytingar eru stöðugar og málið snýst um að aðlaga sig breytingun- um. Þessi hugsun er rótgróin í starfsmannahópi íslandsbanka. Er þetta vegna þess, aö þínu mati, að íslandsbanki hefur frá upp- hafi veriö einkarekinn banki og hinir hafa verið ríkisbankar? Eflaust er það ein af grundvallarástæðunum. Heldur þú aö þaö verðí um frekari sameiningar aö ræöa? Ég held það, en ég ætla hins vegar ekkert að segja um með hvaða hætti þær verða. Samkeppnin á þessum markaði er þannig aö það er erfitt fyrir litlar stofnanir að lifa af. FLOKKARNIR HAFA MINNI ÁHRIF Er ekki smæö markaöarins á ákveðinn hátt varasöm? Á íslandi viröast fáar stórar blokkir takast á um hituna, sem er lítil. Finnst þér íslenski fjármálaheimurinn spilltur út af þessu? Það eru miklar hættur í smæö markaðarins og í þeirri fákeppni sem hún hlýtur að leiða af sér. Fyrirtækjablokkir eru til í öllum löndum og verða alltaf til, en það er sérstök ástæða til að fylgjast vel með þvT hér vegna smæðarinnar. Finnst þér einhver ein blokk í íslensku viöskiptalífi vera orðin of stór, til aö mynda Noröurljós eöa einhver önnur? Ég sé ekki að Norðurljós séu meö atvinnulífið T heljargreipum. Ýmsar aðrar blokkir eru stærri. Almennt má segja að það sé eðlilegt að fyrirtæki leiti eft- ir innbyrðis samstarfi en í okkar litla hagkerfi skiptir miklu að það samstarf verði ekki til þess að stórir aðilar misbeiti aðstöðu sinni. Á því er alltaf hætta. Þegar fyrirtækjablokkir eru skoðaðar verður hins vegar að muna að þær standa ekki T stað. Þeir sem einu sinni voru stórir, til dæmis Samband íslenskra samvinnufélaga, geta á stuttum tíma orðið smáir og aðrir stórir eins og til dæmis Bónusfeðgar. LlFIÐ ER HARÐUR LEIKUR SKÝ 63
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.