Ský - 01.10.2001, Side 72

Ský - 01.10.2001, Side 72
TRUBADORINN: KK BESTU LOGIN Frá því aö KK sneri heim til íslands og gaf út sína fyrstu plötu 1991 hefur hann verið í hóp vinsælustu tónlistarmanna landsins. KK hefur verið duglegur að túra um landið, stundum einn meö gítarinn, stundum með félaga sínum Þorleifi Guðjónssyni bassaleikara. Um þessar mundir eru tíu ár liðin síðan KK sendi frá sér fyrstu plötuna Lucky One. Af því tilefni kemur út safnplata með öllum vinsælustu lögum KK gegnum árin. Á plötunni veröa auk þess tvö. flunkuný lög, þar á meðal hið gullfallega lag Englar himins grétu í dag. ALÞYÐUHETJURNAR: MILUONAMÆRINGARNIR ÞETTA ER NU MEIRI VITLEYSAN Fyrsta stúdíóplata Milljónamærínganna I sjö ár leit dagsins Ijós fyrr á þessu ári og náði metsölu, sem kom ekki á óvart enda hér ein ástælasta hljómsveit landsins á ferð. Á plötunni koma saman þeir fimm söngvarar sem hafa sungið með Milljónamæringunum á níu ára líftíma hljómsveitarínnar: Sigtryggur Bald- ursson, Páll Óskar Hjálmtýsson, Bjarni Arason, Stefán Hilmarsson og Ragnar Bjarnason. Á efnisskránni eru jafnt frumsamdar tónsmíðar sem erlend lög, þeirra eftirminnilegast er sjálfagt Nirvana-lagið „Smells like teen spirit” í flutn- ingi Ragga Bjarna. FARANDSPILARARNIR: GUITAR ISLANCIO A þessari þriðju plötu sinni halda Björn Thoroddsen, Gunnar Þórðar- son og Jón Rafnsson áfram sínum þjóðlegu pælingum með gömul íslensk lög sem þeir setja í sinn búning, djassa upp og gefa nýtt líf. Hljóðfæraskipanin er enn jafnóvenjuleg, tveir gítarar og kontrabassi, ekkert annað. En I þetta skiptið grafa þeir heldur dýpra ofan í gull- kistuna eftir efniviði en áður og draga fram í dagsljósið lög sem færri þekkja en á fyrri plötunum.

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.