Röst - 01.04.1944, Blaðsíða 2

Röst - 01.04.1944, Blaðsíða 2
2 R ö S T *27ið gluggann, 'Ætlunin er að í þessum þætti birtist fram vegis stuttorðar umsagnir um ýmis málefni, er varða almenning þessa bæjar og á haugi verða hverju sinni. Verður þátturinn öllum opinti til athugasemda um slík hugðarefni, að því tilskyldu, að sneitt verði hjá persónu- legri áreitni. Að sjálfsögðu verður þar rúm til andsvara. Væntum við þess, að slíkur almennur vettvangur, þar sem mætzt er fyr- ir opnum tjöldum, geti orðið öllum tit heilla. Er þá formálsorðum lokið og skal nú levst frá skjóðunni. UM SLOR OG SLETTUR. Menn eru inú, að venju, byrjaðir að aká slori í garða sína og tún. þessi. auðíengni áburður er að vísu sjálfsagður til notkúnar hér, en nokkur misbrestur hefir stundum ver- ið á, að þess væri gætt, að svo daunillan á- burð má ekki njota í bænum eða næsta ná- grenni, nema þar sem hann er strax graf- inn miður. Jafnhliða ber mönnum að gæta þess vei, að slorbílarnir séu eigi fylltir svo, að gusurnar gangi útaf, hvert sinn, sem beygt er eða halli er á götu ýbænum'. Slíkar og þvílíkar sjorslettur, sem oft lýta götur þessa bæjar, eru leiður vottur sóðaskapar og hirðu- leysis, semi verður að hverfa. OG ANNAR VÁGESTUR. En úr því að ininnst var á ó[)ef, þá má gjarna geta þess, að ekki á slörburðurinn þar einn sök. Margir Vesturbæingar kvarta yf- ir daunillum mökk, er oft þrengist inn um dyr þeirra og glugga, einkum í norðanátt. Orsaka óþefsins mun vera að leita til fisk- vinnslustöðvar eða stöðva, og vísa ég nú þeirri fyrirspurn til viðkoinandi eigenda svo og ráðamanna bæjarins, hvort engin ráð séu til útrýmingar vágesú þessuin. þætti mörgum betur, ef úrbætur fengjúst, en séu þar engin ráð til, þá verður þess vonandi gætt fram- vegis, að slíkar og hliðstæðar vinnslustöðv- ar rísi fjær íbúðarhverfum bæjarins. ailllllllllllllfllHIIIIMIIIIIItMtlllllllllllllllllllllllllltllllUIIIAMMIIIIMttllllllttllMMIIIIMIIIMIItlllMIIIIIMMflÍ i RÖST | Mánadarblað um menningarmál. I Útgefendur: Nokkrir kennarar í ! 5 . = { Ve8tmannaeyjum. | Ritstjórn: Helgi Þorláksson (ábm.), sími 173 j Friðbjörn Benónísson Þorvaldur Sæmundason. Tihiiiiiiiiiihhiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiihiiiihiiihimihhiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimihiiiiiiimnhiiiiiiimhim Á EKKl AÐ FERÐAST UM GÖTURNAR? Margir munu undrast niðurröðun ýmissa húsa, sem reist hafa verið undanfarið. í stað þess að stuðla að breikkun gamalla gatna, sem ella geta engan veginn nægt til frambúð- ar, eru nýju húsin oftast sett þannig, að litl'ar líkur eru til að sumar götur geti talízt not- hæfar tif umferðar. Átakanlegast hefir þetta hátterni ráðamanna — sem mun vera bygg- ingarnefnd og byggingarfulltrúi — komið í Ijós við Austurveg og Ásaveg. það virðist blátt áfram furðulegur ályktunarhæfileiki, að á sama ári og banaslys verður á Ásavegin- urn, vegna þess hvernig eitt hús stendur \ið hann, þá skuli ekki aðeins leyft, heldur bein- línis fyrirskipað að reisa annað hús þai með sama hætti. 1 ^ það er eigi djúpit í árirta tekið, þótt sagt sé að slíkt hátterni sé vítavert, jafnvel' þótt hægt sé að vitna í einhvern halfógildan skipulags uppdrátt því til stuðnings. Landrými er lítið hér í Eyjutn en þó nóg til þess að götur séu hafðar umferðarfærar. F.N HVAÐ LíÐUR MJÓLKURMÁLuNuM? það mun opinbert “Ieyndarmál“, að sumir framleiðendur selja mjólkina nú á kr. 1,75 pr. lítra, þrátt fyrir skýlaust bann verðlags- stjóra, og þykir mönnum furðulegt, að eigi heyrist um sektir fyrir brot þessi svo sem átt hefir sér stað með ýmsar verzlanir fyrii Framhald á 17. síðu.

x

Röst

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Röst
https://timarit.is/publication/1805

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.