Röst - 01.04.1944, Síða 17

Röst - 01.04.1944, Síða 17
R 0 S T 17 urjón, er ég lít inn til hans utan atgreiðslu-r tíma. Hiann er þá í óðaönn að þvo veggi og gólf. “það er að vísu hægra sagt en gert,“ bætir hann við, “sérstaiclega af því, að við furinnj í hillunum er nokkuð grófur. En við höfum malað búðina hvíta, til þess að óhréin- indin leyndust ekki.“ “Ég held, að slík verziun eigi framtíð fyrir sér,“ segir Sigurjón, er ég spyr hann nánari fregna. “það tekur auðvitað sinn 'tíma að köma festu á viðskiptin, þar éð hér er utri nýjung að raeða. En þegar við kynnumst náu- ar óskum fólksins, þá vona ég að auðvéld- ara verði að fullnægja þeim, þótt ekki megft vænta þess, að alltaf verði hægt að svara eftirspurn.“ Sigurjón sýnir mér síðan hvernig hann geymir fiskjnn í ís í luktum kössum eða flatt- an uppi á hillum og segir síðan: “Ætlunin er- að húsmæðurnar geti svo fengið sér saítfisk í sogið, þegar þær óska og væri hægt að hafa hanr; til afvatnaðan, ef pantanir lægju tímanlega fyrir. Með góðri samvinnu vona ég, áð auðið verði að hafa alltaf eitthvað gott í pottinn!“ það ætti þá líklega ekki að standa á hus- mæðrunum að gera sitt til þess, þær vita nú hvert þær geta snúið sér! Við gluggann Frarnhald af 2. síðu. minni sakir. Sízt er að undra, þótt þeir mjólk ursalar, sem selja mjólkina leyfðu verði, spyrji hverju þetta sæti og hvað við muni taka. Eigi er með þessum orðutn dæmt um sann- virði mjólkurinnar, en til þess verða allir bæjarbúar að gera kröfu — framleiðendur jafnt sem neytendur, — að mjólkurverðið verðt ekki hærra til neytenda hér í bæ heldur en ÍRevkjavík. Ríkisvaldið verður að sjá um, að vöruverð verði sem jafnast í landtnu og greiða þann mismun, sem nauðsynlegur kann að þykja. f 1 FYRIRSPURNIR til lögreglu og áfengisvarnarnefndar. Barst þessum aðilum ekki til eyrna að stór* felld áfengissala ætti sér stað úr erlendu skipi er lá hér alllengi í höfn fyrir nokkru síðan? Er ekki heppilegt að gera almenningi kunnugt a. m. k. við og við, hvað gert er tit að kioma í ,'vég fyrir brot á áfengislöggjöfinni, hverjir verða uppvísir að brotum og hvaða refsingu þeir hljóta? UNGUR LISTIÐKANDI Fyrir fimm árúm kom 12 ára gamall piltur fram á skemmtun skóllabarna og lék einleik á fiðlu. Litli fiðluleikarinn vakti athygli og spá þeirra, sem til þekktu var á þá lund, að mikils mætti af honum vænta, ef aðstæður leyfðu honum að helga sig list sinni. þessi piltur, Jónas þórir Dagbjartsson frá Jaðri, hefir nú stundað nám í TónlistarskóS- anum í vetur og nemur þar fiðluleik hjá þor- valdi Steingrímssyni, en undifbúningsnánt hafði hann fengið hér hjá Oddgeiri Kristjáns- syni. Svo er von til, að Jónas muni ætla að á- vaxta vel hæfileika sína og gott undirstöðu nám, og má m. a. marka það af því, að hann komst þegar í vetur. í nemendahljómsveit Tón Íistarskólans, en í hana eru yfirleitt ekki tekn- ir aðrir en þeir, sem hafa verið 1—2 vetur í skólanum. Tólf ára gamalí lagði Jónas þórir ennfrem ur stund á orgelieik, og liðtækur starfsmaður Lúðrasveitar Vestmannaeyja hefir hann verið undanfarin ár. Á kvöldvöku Lúðrasveitarinnar fyrir skemmstu gafst ánægjukgt tækifæri til að hlýða á nemandann og yrverandi kennara hans, er þeir léku tvíleik á fiðlur sínar, og mun enginn hafa orðið vonsvikinn af því. r

x

Röst

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Röst
https://timarit.is/publication/1805

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.