Röst - 01.04.1944, Blaðsíða 9

Röst - 01.04.1944, Blaðsíða 9
R Ö S T 9 Og nú er hann kominn aftur í Eyjar og bú inn að koma sér upp sjálfstæðu bakaríi á Sandi við mesta iðnaðarhv'erfi bæjarins og hefir þar innréttað sér snotra brauðsölubúð ásamt bökunar og geymsluherbergi. Brosleitur bakarinn býður mér inn fyrir, er ég ber upp erindi mitt, og kynnir mér húsa- kynni sín og starfsháttu. Húsrúm er lítið, en öllu virðist haganlega fvrir komið. Sex kílóvatta rafmagnsofn ann- ast baksturinn, þegar aðstoðarstúlkan hef- ir hrært deigið og bakarinn gefið því hina réttu lögun og gerð. “Jæja, hvernig gengur?“ spyr ég, er ég hefi svipazt nokkuð um. “Ágætlega, finnst mér,“ svarar Friðrik; “antiars er stutt af sagt, mánaðarafmæli á fÖstudaginn! Ég hefi tæpast við að baka, þótí ég hafi ýmis hentug áhöld, s\'0 sem þessa hrærivél, sem ég var svo heppinn að fá hjá Magnúsi Bergssyni.“ “En var þetta ekki aiar dýrt?“ “Ekki blöskrar mér það svo mjög. Aðal kostnaðurinn liggur í vélum og afgreiðslu- og geymsluborðinu frammi, sem mig iangaði að hafa svo, að kökurnar væru sem mest lokaðar inrii, því að skammt er til rvks og dyra.“ “En ef þú vildir nú stækka fyrirtækið?“ “þá er það auðvelt,“ segir hinn bjartsýni bakari og opnar dyr innúr innra brauðgerð- arherberginu. “Hér get ég hæglega aukið hús rúmið eftir þörfum og aðstæðum.“ þegar ég hefi svo kvatt bakarann og ungu bakarastúlkuna, sem er sú eina, sem vinnur í brauðgerð hér í bæ, en á margar starfs- systur í Reykjavík — þá skýzt ég inn í búð- arholuna, til að fá mér nesti úr nýja ba'. arí- inu. Já, þröngt er þar en snoturt og þrifa- legt eins og vera ber, þar sem matvörur eru seldar. Megi litl'a Sandsbakaríið ásamt þeirrt þremur, sem fyrir eru í þessum bæ, jafnan bera þau einkenni. Hjá „Heími“ í júlt í fyrra var hafin bygging verzlunar- húss neðst við Hleiðaveg, hjá Sandi, gegnt hinu mvndarlega verzlunarstórhýsi Hefga Benediktssonar. Um það bil 8 mánuðum síð- ar var þar kömið tveggja hæða hús, 18x111/2 m. að flatarmáli og búið að opna búðir á neðri hæð. þar eru ætlaðar tvær deildir, önn- ur fyrir nýlendu- og matvörur allskonar, en hin íyrir vejðarfæri, áhöld ýmiskonar o. ff. Hílutafélagið “Heimir“ er eigandi þessa fyr irtækis. Formaður er Magnús Guðbjörnsson íshússforstjóri, en Magnús Ölafsson er fram- kfvæmdastjóri hlutaféíagsins. Ég hitti framkvæmdastjórann á skrifstof- unni, sem til bráðabirgða er klefi úr annarri búðinni. Hann sýnir mér húsakynni öll og afsakar að enn er mörgu ólókið. Auðséð er að salarkynni öll verða Vistleg og góð þegajr marka má. “Við eigum auðvitað við ýmsa byrjunarörð ugleika að etja, og gengur verst að fá þær vörur, sem með þarf. þú sérð líka að hér æg ir öllu saman, en okkur íangar að hafa eit't- hvað fyrir alla, qg verður það vonandi auð- ’veldara eftir stríð.“ þetta er gamla sagan, sem alltaf endur- tekur sig. Allir vona að hverskonar erfiðíeikar hverfi, þegar vargöldinni finnir. þetta er von seljendanna og kaupendanna en hinir síðar- nefndu hafa átt erfitt með að skilja “stríðs- nauðsyn“ þess, að heimsendingu vara var jhætt hér í ífyrra, einmitt þegar húsmæðurnar eru víðast vinnukonulausar — af styrjaldar- orisökum! Mér kæmi því ekki á óvart, þótt húsmæð urnar létu sendilinn í “Hiejmi“ fá það mikiSl að jgera, áð hin eldri verzlunarfyrirtæki færu að íhuga, hvort sendillinn sé ónauðsynfegri starfsmaður en einhver innan búðarborðs— ins. þökk sé Heimi fyrir forgöngu þessa. Fiskbúðín það eru ekki margir dagar síðan ég gekk eftir Bárugötunni og sá Sigurjón Sigurðsson, skipstjóra, standa þar uppi á steinvegg öðru Framháld á 15. síðu.

x

Röst

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Röst
https://timarit.is/publication/1805

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.