Röst - 01.04.1944, Blaðsíða 8

Röst - 01.04.1944, Blaðsíða 8
8 R Ö S T NÝ ATVINNUFYRIRTÆKI. Stríðsgróðinni og ýmis velgengni síðustu ára eykur atorkumönnum áræði. Atvinnufyr- irtæki færa út kvíarnar, endurbæta áhöíd sín stækka húsakynni eða byggja ný, og ung- ir menn og konur íeggja út á áhættubrautir atvinnureksturs, þar sem þörf virðist nýj- unga eði hugur hneigist til. AIls þessa þekkjum við glögg dæmi hér úr Eyjum, eigi sizt frá síðustu misserum. Við bætur við risamannvirki Hraðfrystistöðvar Vestmannaeyja, verziunarstórhýsi Hielga Bene diktssonar, verksmiðjuhús vélsmiðjunnar Magna og Skipasmíðastöðvar Vestmannaeyja — svo að dæmi séu nefnd — eru gleðilegur vottur þess, að komandi tímar muni ekki eiga að taka við hálfföllnum ryðhjöllum, þröngum og niðmyrkum, úr höndum þeirra, er hafa forystu sumra atvinnumála. Og enn bætast aðrir við.. Allmörg ný verzl- unar og iðnfyrirtæki hafa tekið til starfa nú síðustu mánuðina, svo sem fatnaðarverzlun Gísla Wíum, bókaverzlun Kristins Ólafssonar (“Reynir"), útibú bókaverzl. þorsteins John- son og tækifæris- og snyrtivöruverzlunin Ása & Sirrí h.f., sem allar tóku til starfa tyi.v siðustu áramót í nýjum eða mjög endurbætt- um húsakynnum. Og á ívrsta fjórðungi þessa Að þessu verður að stefna markvisst og á- kveðið og færi vel á að íslenzka lýðveldið byrjaði tilveru sína með því: a. að láta tafarlaust fara fram algera og nákvæma rannsókn á landgæðum hvers byggðs eða byggilegs staðar í landinu. b. að gera síðan nákvæmar áætlanir um allsherjar iðnaðar og atvinnuframkvæmdir í iandinu, samkvæmt þeirri rannsókn. c. að velja til þessara rannsókna hina fær- ustu menn, og yrði áætlanir að jafnaði endur- skoðaðar t. d. á 10 ára fresti, en hinsveg- ar yrði svo a’.drei til siórkostlegs fyrirtækis stofnað nema í samræmi við þessa áætlun. árs bættust enn fjögur við: brauðgerð og brauðsala Friðriks Haraldssonar (“Brauð -& Kökur“), skipa- og nýlendu-vöruvezlunin “Heimir“ h. f., fiskverzlun Sigurjóns Sigurðsr- sonar (“Fiskbúðin“) og byggingarvöruverzl- unin Sveinn Guðmundsson & Co. Til fróðleiks og áf forvitni brá ég mér í heimsóknir til nokkurra þessara nýliða og íeitaði fregna hjá þeim af fyrirætlunum 'og fyrstu byrjun — pg birti hér hið heista, sem! á góma bar. þar eð rúm er takmarkað og margir eru nýjungagjarnir, urðu yngstu fyr- irtækin fyrir valinu að þessu sinni, hínír “síð- ustu iskulu verða fyrstir“. Bið ég svo forláts á formálsorðum, en vænti þess, að hin eldri og grónari fyrirtæki taki mér eigi síður, þótt ég vitji þeirra seinna. Braað & Kökar Friðrik Haraldsson er maður ungur. Með dugnaði og reglusemi varð hann um árabil sjálfkjörinn forystumaður jafnaldra sinna í skátafélaginu “Faxa“, unz haun hvarf til Reykjavíkur að afloknu bakaranámi hjá Magn úsi Bergssyni, og leitaði þar frekari þekking- ar á iðn sinni. d. að strax yrði svo stefnt að fullkominni rafvirkjun alls Iandsins í samræmi við niður- stöður fyrrtalinna rannsókna. það má ver'a, að einhverjum þyki hér mikið skrifað og áætlað, en minna verði hægt að framkvæma. Svo er alltaf, þegar lagt er til stórræða. En ég held að frekari skýrjnga þurfi ekki við. Fólksstrauminn til Reykjavíkur verður að stöðva og það verður ekki gert, nema með því að gera önnur byggðarlög jöfn að lífsþægindum. Ef það verður ekki gert hið bráðasta, þá er vá fyrir dyrum íslenzku þjóðarinnar.

x

Röst

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Röst
https://timarit.is/publication/1805

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.