Röst - 01.04.1944, Blaðsíða 15

Röst - 01.04.1944, Blaðsíða 15
RÖST 15 levfa, og stunda jafnframt ýmiskonar nauð- synjastörf, bæði utan heimilis og innan. Nám- ið verður því hið ákjósanfegasta frístunda- starf hjá flestum nemendum. þessar námsgreinar eru kenndar í skólan um: íslenzka, reikningur, enska og danska (frjálst val), bókfærsla, eðlis- og efnafræði; allskonar teiknun, aðallega fyrir iðnnema, og handavinna. stúíkna. Skólinn starfar nú í 3 (deildum, en þarf að bæta þeirri 4. við. Próf fór frami í skólalokin í öllum grein— um og hlutu þessir nemar hæstu einkunnir: í 1. deild: Guðrún Kristjánsdóttir, alm.nemi, aðaleinkunn 8,8. í 2. deild: Gísli Brynjólfsson, trésmíðanemi, aðaleinkunn 8,9. I 3. deild: Árni Guðjónsson, trésmíðanemi, aðaleir.kunn 9,4. þrír járnsmíðanemar voru brautskráðir að iullu: Einar Illugason, Erlendur Hvannberg Eyjólisson og Guðbjörn Á. Guðlaugsson, all- ir nemendut í vélsrn. h.f., Magni. Sýning var haldin sunnudag 27. febrúar á teikningum og handavinnu nemenda, svo bæj arbúar fengu þar tækifæri til að sjá fjöl- oreytni, vandvirkni og afköst nemendai í þeim greinum. Sýninguna sóttu um 1200 manns. Skólanum var slitið í Samkomuhúsi Vestmannaeyja 3. marz. Við það tækifæri héldu nemendur hóf ;með kaffidrykkju og ýms um skemmtiatriðum og buðu til þess kennur- um, prófdómurum, skólanefnd iðnaðarmanna form. iðnaðarmannafélagsins og ýmsum fleiri gestum. Skólanefnd iðnaðarmanna skipa nú: Har. Eiríksson, rafvirkjameistari, fornr.; Magnús Bergsson, bakarameistari, Ölafur St. Ólafsson járnsmíðameistari, forstjóri, Vigfús Jónsson járnsmíðameistari, þórarinn Ólason, trésmíða- meistari. Samkv. heimildum skólastjóra. Stéttarfélag Barnakennara í V.m. hefir nú stofnað uil 5 farónu veltu til ágóða fyrir barna- bókasafn, sem það hefir ákveðið að koma á fót og starfrækja. þykir ekki ástæða til að fjölyrða hér um fyrirkomulag og gengi þessa fyrirtækis að svo stöddu. Röst vill hins vegar benda lesendum sínum á það, að um ótvírætt nauðsynjamál er að ræða, þar sem barnaböka safn er, og mun vera óhætt að fullyrða, að þar sem slík söfn hafa verið rekin, hafaj þau alltaf orðið tii að auka iestrarhneigo barna og leggja þannig undirstöðu að við- Ieitni þeirra og hyggju til sjálfs-menntunar. Má vænta þess að málið fái góðar undirtekt ir hjá almenningt. Nöfn þessara nemenda, sem stundað hafa nám utan bæjar í vetur, hafa fallið niður til þessa: Jónas þórir Dagbjartsson, Tónlistarskólanum. Aslaug á Hieygum, Handíðaskólanum. Ragnar Engilbertsson, Handíðaskólanum. <3íij aívinnufyriríœRL Framhald af 8. aíðu. megin götunnar, með sleggju mikía í hendi og muldi hann garðinn með henni. Undraðist ég hátterni mannsins og skildi eigi hverjg það sætti, en renndi þó augum að járnkl’ædd- um skúr bak við garðinn og flaugj í hug að eitt'hvað mundi hann þangað vilja. Svo var og, og gladdi það margan, eigi sízt hús- mæður, er það kvisaðist, að Sigurjón hefðí í hyggju að setja þar upp fiskverzlún. Og nú er hún komin, fáum dögum síðar, og stanz laus straumur kaupenda sýnir hvílík þörf Vat á þessari fyrstu fisksölubúð þessa fiskna bæjj- ar. Allt er þar snyrtilegt og smekklegt inni og er vonandi, að Slgurjóni takist að halda verzl'- un sinni við með slíkum röskleik og myndar- skap og henni er upp komið. “það er áríðandi að reyna að hafa allt lireint og þokkalegt í svona búð,“ segir Sig-

x

Röst

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Röst
https://timarit.is/publication/1805

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.