Röst - 01.04.1944, Blaðsíða 13

Röst - 01.04.1944, Blaðsíða 13
RÖST 13 asti frönskutímiitn. Ég vænti þrss, að þið takið vel eftir. j Orð hans voru sem reiðarslag' fyrir mig. Níðingarnir. það voru þá þessi tíðindi, sem þeir höfðu fest upp á ráðhúsið. Síðasti frönskutíminn. — Nú, þegar ég var loks farinn að geta stafsett nokkurnveginn skammlítið. En hvað ég iðraðist. þess sár- lega að hafa vanrækt námið. Bækurnar mínar, sem mér höfðu virzt síík skapraun fyrir skömmu, urðu mér nú svo ipnifega kærar. Málfræðin og biblíusögurnar voru mér sem gamlir vinir, sem ég gat ekki hugsað til að yfirgefa. Mér var ógerlegt að skiíja það, að herra Hamel væri á förum, og að ég ætti aídrei að líta hann augum framar. A'ilir duttl ungar hans og refsigirni voru fyrndir og gleymdir. Vesalings Hameí. Hann hafði kíæðst helgi- dagafötum sínum í tilefni síðustu kennslu stundarinnar. Nú varð mér það ejnnig ljóst, hvers vegna gömlu þorpsbúarnir voru mætt- ir. það var sökum þess, að þeir hörmuðu, að skólans nyti ekki lengur við. þeir voru komn- ir til að tjá herra Hamel þakkir fyrir fjörutíu ára dygga þjónustu. — þeir vildu votta virð- ingu sína landinu, sem þeir höfðu átt — og| misst. Meðan ég var að íhuga allt þetta, heyrði ég nafn mitt nefnt. það var komíð að mér að lesa. Ég hefði viljað gefa mikið tií þess að geta sagt reglurnar fyrir hluttaksorðunum hátt og greinil'ega, án minnstu mistaka- En ég ruglaði öllu saman þegar í upphafi. Ég stóð skjálfandi af ótta og blygðun og hélt mér í borðið. — Hjartað barðist í brjósti mér, og ég dirfðist ekki að líta upp. Ég heyrði herra Hiamel segja við mig: — Ég ætla ekki að ávíta þjg, Franz litli, þig mun taka þetta nógu sárt samt Við ættum heldur að reyna að athuga, hvað veld- ur þessu. Daglega höfum við sagt við okkur sjálf: — Ég hef nógan tíma. Ég íæri þetta bara á morgun. Nú fyrst sjáum við afteiðing ar vanrækslusyndanna. það er einmitt þetta, sem hefir orðið AJsace að falli. Hún hefir frestað því til mörguns, sem henni bar að framkvæma í dag. það er sízt að ástæðuíausu þótt fjandmennirnir þarna úti beri okkur á brýn, að við látumst vera TFrakkar, án þess þó einu sinni að kunna að tala né rita þjóð- tungu okkar. þú ert svo' sem ekki verstur, Franz litli. Við höfum öll margs að iðrast. — Foreldrum ykkar var það ekkert hugðar- mál að setja ykkur tif mennta. þeir vildu murt heldur reyna að fá ykkur starf á sveitasetr- um eða*l verksmiðjum. þannig hefði ykkur gefizt kostur á að afla nokkurs fjár. Ég) get líka að ýmsu l'eyti kennt sjálfumi mér umr' hvernig nám ykkar hefir tekizt. H!ef ég ekki oft og tíðum látið ykkur vökva blómin mín, þegar þið áttuð að lesa og læra? Gaf ég ykkur ekki líka oft frí, þegar mig langaði tií til að bregða mér á silungaveiðar? Herra Hamel tók að ræða um móðurmálið fram og aftur. Hlann kvað frönskuna fegursta Im'ál í Ivíðri veröld. Hiann bað okkur umfram allt að auka þekkingu okkar á þjóðtungunni og gleyma henni a'ldrei. þótt þjóðin yrði 8miepp|t í þrældóm, taldi hann hana hafa fang- elsislykilinn í höndum sér, ef hún varðveitti mál sitt frá fyrnsku. Síðan opnaði hann mál- fræðina og tók að útskýra reglur hennar. Mig undraði, hversu vel ég skyldi þær nú. Allt, sem hann sagði, virtist svo einfait og augljóst. Aldrei hafði ég veitt orðúm' hans slíka athygli fyrr. Mér virtist einnig, að hann hefði aldrei útskýrt reglur málfræðinnar með annarri eins kostgæfni. það var eins og hann vildi miðla okkur öllum fróðleik sínum, áð- ur en hann héldi á braut. þegar málfræðinni lauk, lét hann okkur skrifa. Að þessu sinni gaf hann okkur nýja forskrift ritaða fagurri rithönd: — Frakkland, Alsace, Frakkland, Alsace. þú hefðir átt að sjá, hversu allir voru kappsamir og þögulir. Eina hljóðið, sem rauf kyrrðina, var risp penn anna. Nokkrar bjöllur flugu inn í skólastof- una. Enginn gaf þeim minnstu gætur. Dúf- urnar kurruðu dápurlega á húsþökunúm. — Skyldu fuglarnir einnig verða neydclir

x

Röst

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Röst
https://timarit.is/publication/1805

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.