Röst - 01.04.1944, Side 12
12
R Ö S T
Síðasta kennslustnndin.
Smásaga eftir Alphonse Daudet.
Ég lagði mjög síðla af stað í skólann
þennan morgun. Óttinn um að hljóta ávít-
ur gagntók huga minn. Herra Hamel hafði
látið þess getið, að hann myndi spyrja okk-
ur út úr hluttáksorðunum. þekking mín í
þeim fræðum náði hins vegar haría skammt.
Ég hugðist u in stund að hlaupast á braút og
dvelja dáglangt út‘i í veðurblíðunni. það var
svo dásamlega hlýtt og bjart- Söngfuglani-
ir kvökuðu á greinum! skógartrjánna. Á Ripp-
ertvöllum voru prússnesku hermennirnir að
æfingum. Fátt fannst mér óhugnanlegra en
reglurnar um hluttaksorðin. Samt stóðst ég
freistinguna og hraðaði mér áleiðjs t 'SkóIamn
þegar ég gekk framhjá ráðhúsinu, sá ég,
að hópur manna hafði þyrpst saman víð fregn
miðakassann. Um tveggja ára skeið höfðu
ótal harmfregnir borist af óförum franska
hersins.
— Hivað skyldi nú hafa gerzt? hugsaði ég
með sjálfum mér, án þess þó að nema sta"ðar.
Járnsmiðurinn var einn í hópnum, ásamt
iðnnema sínum. þegar ég skundaði frarn-
hjá, kallaði hann á eftir mér:
— Flýttu þér ekki alveg svona mikið. þú
kemur áreiðanlega í tæka tíð.
Ég skeytti þessu engu, þar eð ég hugði, að
hann væri að henda gaman að mér.
— Loksins náði ég til skólans lafmóður eft-
ir hlaupin.
þegar kennsíustund hófst, mátti venjulega
heyra háreysti mikið út á strætið. Skóla-
borðin voru ýmist opnuð í skyndi eða þeim
var skellt harkalega aftur. Nemendurnir töl-
uðu hárri röddu, hyeir í kapp við annan, og
kennarinn barði reglustikunjni í iborðið. En nú
var ‘allt hljótt. Ég hafði gert ráð fyrir, að
mér auðnaðist að ganga til sætis míns, án
þess að á bæri, vegna uppþötsimsi í bekknum.
Nú ríkti kyrrð um húsið eins og á helgidegi.
Gegnum gluggann sá ég bekkjarbræður mína
sitja stillta og hæverska í sætum sínum.
Herra Hamel gekk um gólf með hina ægilegu.
járnreglustiku í hendi sér. Ég varð að ganga
|inn( í úugsýn allra. þú getur gert þér t hug-
arlund, hversu sneyptur og hræddur ég var.
En ailt gekk að óskum. Hierra Hamel kom
auga á mig og mælti vingjarnlega:
— Flýttu þér til sætis, Franz litli. Við ætl-
uðum að fara að byrja á undan þér.
Ég sieitijisjt í skyndi við borðið mitt. þegar
ég hafði náð mér dálítið eftir mestu hræðsi-
una, veitti ég því athygli, að kennarinn hafði
klæðst sínum bestu fötum. Hann vafr í græna
jakkanum og skyrtunni með línfellingunum. Á
höfði bar hanin svarta silkihattinn sinnj. í þes,s
um klæðurn hafði hann hingað til aðeins sézt
við hátíðleg tækifæri. Auk þessa voru allir
eitthvað svo undalega alvartegir. En það, sein
olli mér mestrar undrunar, var, að á öftustu
bekkjum skólastofunnar, sem venjulega stóðu
auðir, sátu margir þorpsbúanna hljóðir eins
og við hin. þar sat Hauser gamli ineð þrí-
hyrnda hattinn sinn á höfði, borgarstjórinn
fyrverandi, póstmeistarinn og ýmsir aðrir.
Allir voru hryggir á svip. Hauser hafði tekið
frönskunátnsbókina sína, sem nú var orðin
isiijáð í sníðum, með sér. Hann hélt henni á
hnjám sér og'íagði stóru gleraugun sín á opn
una.
Meðan ég var að furða mig á öllu þessu,
fékk herra Hiarnei sér sæti á stólnum sínum.
þegar hann tók til máls, var rödd hans alvar-
leg en vingjarnleg, eins og þegar hann ávarp-
aði mig:. i
— Börnin mín. þetta er síðasta kennslu
stundin ykkar hjá mér. það hefir borizt fyrir-
skipun um það frá Berlín, að hér eftir skuli
aðeins kennd þýska í Alsace og Lorraine.
Nýi kennarinn kemur á morgun. þettá er síð-