Röst - 01.04.1944, Blaðsíða 3
R Ö S T
3
Þorvaldur Sæmundsson, kennari;
VERNDUM þjÓÐERNIÐ.
Við lifum á örlagatímum. Stórveídi heims-
ins berast á banaspjót. Dauði og tortím;ng
ríkjijr; í 'mörgum löndum. Allt það, sem þjóð-
irnar hafa byggt upp úr rústúm fyrri heirns-
styrjaldar, hrynur nú til grunna fyrir marg-
falt ægilegri eyðingaröflum, eni mannlcynið
hefur nohkru sjrani fyrr átt yfir að ráða.
Einnig við, smáþjóðin varnarlausa, höfum
nú sogazt nær hriingiðu tortímingarinnar. Við
njótum ekki fjarstöðu okkar lengur. Sjaídan
hefir íslenzkum þjóða eRkennum verið meiri
hætta búin en eiramitt nú.
Á þessum alvarlegu tímum, er fjölmennt
setulið gistir Iandið, reynir á þrótt og mann-
dóm alþjóðar. því miður hefir samnejdi
margra landsmanna við hið eríenda herlið
ekki verið með þeirri reisn og myndarbrag,
sem sómir frjálsborinni, fullvalda þjóð.
Ef til viill berum við gæfu til þess að lifa
af þessi örlagaríkustu ár, sem komið hafa í
sögu heimsins, án þess að böívun styrjaldar-
innar grandi sjálfstæði þjóðarinnar. En hætt-
an er yfirvofandi, og enginn maður veit, hvað
framtíðin bér í skauti sínu.
Hvað getum við þá gert til þess að varð-
veita frelsi okkar og þjóðarheiður?
Eitt af skáldum þjóðarinnar hefir komizt
svo að orði:
“því lifir þjóðin
að þraut ei ljóðin,
átti fjöll fögur
og fornar sögur,
mælti á mál’i,
sem er máttugra stáli,
geymdi goðhreysti
og guði treysti.“
þessi orð mættu vel vera graiskrift þeirra
kynslóða, sem á umliðnum öldum hafa lifað
og starfað í þessu landi. En þau eru einnig
fögur hvatningarorð til þeirrar kynslóðar,
sem nú lifir.
Ljóðaást og skáldgáfa eru íslendingúm
runnar í merg og bein. Frá aldaöðli hefir
skáldskapurinn verið þjóðinni matur bg drykki
ur — hennar guðaveig í skammdegi og lang-
dægri. Við dagleg störf til' sjós og lands hef-
ur alþýðan haft yfir kvæði og stökur sé til
dægrastyttingar og hvíldar. það hefir lyft
huga hins þreytta manns í æðra veldi um
stund, burt frá andstreymi og áhyggjum1 líð-
andi stundar.
það er sannreynd, að það er tunga okkar
og bókmenntir, sem öðru fremur hafa verið
leiðarljós og “hjartaskjól" þjóðarinnar á
þeim tímum, þegar mest syrti að, og sem
öðru fremur hefir 'bjargað henni frá því að
glata með öllu menningarverðmætum sínum
og eðliskostum, trú sinni og trausti á eigin
tilveru og framtíðarhlutverk. Við andans arin-
eld hafa íslendingar vermzt í b'retviðrum lið-
inna alda.
það er vitanlegt, að málspjöll fara nú mjög
í vöxt með þjóðinni. Kveður jafnvel svo
rammt að, að börnin nema og hafa yfir fá-
nýtan þvætting og bögumæli, áður en þau
geta talizt altalandi. Má glöggt af því og
öðru ráða, að ískyggilega horfir með vernd-
un íslenzks máls og þjóðernis, ef ekki verða
skorður við réistar. En þess ber að geta, að
þjóðin á hú marga ritsnjalla menn, sem með
sæmd skipa brjóstvörn hennar. Málvöndunar-
menn hafa nú þegar sýnt fram! á það' í ræðu
og riti, að landsmönnum beri að vera á
verði um bókmenningu sína og móðurmál,
ef þjóðin eigi ekki að glata dýrmætasta arfi
sínum, fjöreggi gæfu sinnar og framtíðar
gengis.
Nú er þjóðin menntaðri, víðsýnni og meiri
lífsþrótti gædd, en hún var á niðurlægingar-
tímabilinu. Viðhorfið hefir breytzt í sögu
hennar og lífsháttum. það er því illa farið,
ef þeirri kynslóð, sem nú lifir sitt bernsku-