Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1988, Qupperneq 180
166
í gerðabók skal þess geta, hvar og hvenær fundur sé haldinn,
hverjir sitji fundinn og hver sé fundarritari.
1 fundarlok skal lesa upp gerðabók og skulu allir viðstaddir
fulltrúar undirrita hana. Hver fulltrúi, sera eigi er sammála hinum, á
rétt á þvi, að ágreiningsálit hans verði ritað með fáum orðum í
gerðabókina.
7. gr.
Borgarstjórn heldur reglulega fundi fyrsta og þriðja fimmtudag
hvers mánaðar og skal fundur að jafnaði hefjast kl. 17.00. Heimilt er
borgarstjórn að feila niður fundi i júli og ágúst.
Aukafundi skal halda skv. ákvörðun borgarstjóra, forseta
borgarstjórnar eða ef 5 borgarfulltrúar hið fæsta krefjast þess.
8. gr.
Borgarstjóri semur dagskrá borgarstjórnarfundar.
Á dagskrá skal taka:
1. Fundargerðir borgarráðs og annarra lögmætra nefnda, sem þurfa kunna
staðfestingar borgarstjórnar á ályktunum sínum.
2. Hvert það mál, sem fellur undir verksvið borgarstjórnar, skv. 2. gr.,
samþykktar þessarar sbr. og 6. gr. laga nr. 8/1986, enda sé þess óskað
af borgarstjóra, borgarráði, lögmæltri nefnd eða borgarfulltrúa, að
málið sé á dagskrá tekið.
3. Lögmætar kosningar nefnda og starfsmanna, svo og hvert það málefni
annað, sem borgarstjórn á um að fjalla að lögum.
Sá, sem óskar að fá mál tekið á dagskrá borgarstjórnar, skal tilkynna
það borgarstjóra skriflega með tillögu, fyrirspurn eða stuttri greinargerð
eigi siðar en mánudag næstan fyrir fund.
Borgarstjóri skal i siðasta lagi kl. 19.00 tveimur dögum fyrir fund
hafa sent öllum borgarfulltrúum dagskrá næsta borgarstjórnarfundar.
í dagskrá skai tilgreina fundarstað og tíma, þær fundargerðir, sem
fyrir fundi liggja, tillögur, sem fram hafa komið og gera i stuttu máli
grein fyrir þeim málum öðrum, sem um skal fjallað. Fylgja skulu eftirrit
fundargerða, tillagna svo og annarra gagna, sem geta til upplýsingar orðið
um málefni á dagskrá, eftir þvi sem borgarstjóri telur nauðsynlegt.
Ef ákveðinn verður aukafundur, skv. 2. mgr. 7. gr., skal að jafnaði
til hans boðað með dagskrá, er send verði borgarfulltrúum með 24 stunda
fyrirvara.
Mál skulu afgreidd i þeirri röð, sem dagskrá segir, nema borgarstjórn
ákveði að önnur röð skuli höfð. Forseti getur ákveðið, að tiltekin mál i
fundargerð, sem á dagskrá eru, verði gerð að sérstökum dagskrárlið i
framhaldi af þeirri fundargerð.