Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1988, Síða 185
171
Borgarstjóri undirbýr dagskrá borgarráðsfunda og sér um að hún verði
send borgarráðsmönnum. Heimilt er að taka mál til meðferðar i borgarráði,
þótt ekki sé tilgreint á dagskrá, en skylt er þá að fresta afgreiðslu þess
til næsta fundar, ef þess verður óskað.
Formaður sér um, að allt fari löglega og skipulega fram á fundum og
úrskurðar ágreiningsmál, sem risa kunna út af fundarsköpum. Þeim úrskurði
má skjóta til úrlausnar borgarráðs.
Borgarráð ræður fundarritara utan borgarráðs.
í gerðabók skal greint frá því, hvar fundur sé haldinn og hvenær,
hverjir sitji fundinn og hver sé fundarritari. Þar skal greint frá
framlögðum skjölum og efni þeirra i stuttu máli, svo og hverja afgreiðslu
hvert mál fær.
Um fundarsköp borgarráðs fer eftir sömu reglum og gilda um
borgarstjórn eftir þvi, sem þau geta átt við.
Fundargerðir nefnda skulu lagðar fram i borgarráði til kynningar, áður
en þær koma á dagskrá borgarstjórnar til umfjöllunar eða staðfestingar.
26. gr.
Borgarráð fer ásamt borgarstjóra með framkvæmdastjórn málefna Reykja-
vikurborgar að þvi leyti, sem hún er ekki öðrum fengin skv. lögum,
reglugerðum eða sérstökum samþykktum borgarstjórnar.
Borgarráð tekur, skv. heimild 56. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 8/1986,
fullnaðarákvörðun um þau mál, sem til þess koma, nema um veruleg fjárhags-
atriði sé að ræða eða málefni, þar sem ákvörðun borgarstjórnar er
sérstaklega áskilin að lögum, enda sé eigi ágreiningur i borgarráði né við
borgarstjóra um slikar ákvarðanir.
Verði ágreiningur um ákvörðun i borgarráði i sumarleyfi borgar-
stjórnar, sbr. 1. mgr. 7. gr., telst málið eigi til lykta leitt, ef
skemmri timi en tvær vikur eru til næsta reglulegs fundar borgarstjórnar,
fyrir liggur ákvörðun um aukafund i borgarstjórn, eða bókuð er krafa i
borgarráði um aukafund i borgarsjórn og staðfesting, sbr. 2. mgr. 7. gr.
berst borgarstjórn innan þriggja sólarhringa.
27. gr.
Borgarráð hefur eftirlit raeð fjárstjórn borgarinnar, sbr. 56. gr. laga
nr. 8/1986. Það undirbyr árlega fjárhagsáætlun borgarinnar og sér um, að
reikningar hennar séu samdir. Við undirbúning að fjárhagsáætlun ár hvert
skal borgarstjóri augiysa eftir ábendingum og tillögum borgarbúa um mál,
er varða gerð fjárhagsáætlunar, og skal borgarráð hafa þær til hliðsjónar
við tillögugerð sina.
Borgarráð ákveður, hvernig varið skuli fé þvi, sem ætlað er til
verklegra framkvæmda, að þvi leyti, sem slikt er ekki fram tekið i
fj árhagsáætlun.