Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1988, Side 234
220
15. gr.
Fasta afgreiðslu bifreiða eða sölu notaðra bifreiða má einungis
hafa i þvi húsnæði eða á þeim stað, sem borgarstjórn hefur samþykkt
til slikra afnota, að fenginni umsögn lögreglustjóra. Borgarstjórn
veitir leyfi i tiltekinn tima, og getur takmarkað það við tiltekinn
fjölda bifreiða og sett önnur þau skilyrði, sem þurfa þykir.
16. gr.
Lögreglustjóra er heimilt að banna öllum óviðkomandi, sem ekki
eiga brýnt erindi, umferð út i skip, sem liggja i höfninni.
17. gr.
Enginn má án leyfis húsráðanda láta fyrirberast á lóðum eða i
húsi hans. Ekki má fara i hýbýli manna i söluerindum, ef húsráðandi
leggur við því bann.
Lögreglan getur bannað mönnum að hafast við á þessum stöðum, ef
hún telur það geta valdið óþægindum eða hættu.
18. gr.
Enginn má fleygja rusli eða öðru þess háttar á lóð annars manns.
Hver, sem það gerir, skal flytja óhreinindin tafarlaust burt á sinn
kostnað.
19. gr.
Á almannafæri má ekki leggja eða setja neitt það, sem hindrar
umferð.
Bannað er að leggja ökutækjum á gangstéttum. Borgarstjórn getur
þó veitt undanþágu frá banninu. Merkja skal sérstaklega þau
bifreiðastæði, sem undanþága nær til. Stæði þessi mega ekki taka
meiri breidd af gangstétt en svo, að eftir verði að minnsta kosti 1.5
metrar fyrir umferð um gangstéttina.
Vörubifreiðir, sem eru 3.5 tonn að leyfðri heildarþyngd eða
meira, og fólksflutningabifreiðir, sem flytja mega 10 farþega eða
fleiri, mega ekki standa á götum eða almennum bifreiðastæðum
borgarinnar á timabilinu milli kl. 22.00 og 06.00. Bann þetta gildir
einnig um hvers konar vinnuvélar og dráttarvélar án tillits til þunga
þeirra. Borgarstjórn getur veitt undanþágu frá banni þessu og skal þá
afmarka og merkja sérstaklega þá staði, þar sem undanþágan hefur verið
veitt.
Lögreglustjóri getur bannað stöður hjólhýsa, báta, hestaflutn-
ingavagna og þess háttar tækja á götum og almennum bifreiðastæðum, sem
þykja valda ibúunum ónæði.
Heimilt er að flytja burtu og taka i vörslu borgarinnar
bifreiðir, sem standa án skráningarnúmera á götum og almennum
bifreiðastæðum. Tilkynna skal skráðum eiganda og/eða umráðamanni um
flutninginn og ber hann kostnað vegna flutnings og vörslu
bifreiðarinnar.
Allur akstur vélknúinna torfæruhjóla, svo sem fjórhjóla, er
bannaður innan borgarlandsins. Borgarráð getur þó heimilað undanþágu
frá þessu ákvæði á afmörkuðum svæðum.