Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1988, Qupperneq 236
222
26. gr.
Ekki má gera skurð í gangstéttir, götur eða torg borgarinnar né
raska þeim á annan hátt, nema með leyfi borgarverkfræðings og samþykki
lögreglustjóra. Að verki loknu skal færa það i samt lag, sem raskað
var. Þegar gerður er skurður i gangstétt, skal sá, sem verkið vann,
sjá um að gangandi vegfarendum sé séð fyrir göngubraut. Slik verk
skulu unnin þannig, að sem minnstur farartálmi verði. Þess skal ætið
gætt, að vegfarendur séu aðvaraðir um farartálmann með nægilega
greinilegum ljósum, þegar dimmt er. Lögreglustjóri gerir þær
ráðstafanir, er honum þykir þurfa til að afstyra hættu fyrir
vegfarendur. Getur hann bannað umferð um götur að nokkru eða öllu
leyti meðan á verki stendur eða skipað fyrir um hvernig umferðinni
skuli hagað. Einnig getur hann ákveðið að skurðir i götur séu byrgðir
og uppgröftur fjarlægður þannig, að umferð sé óhindruð um göturnar á
þeim tima, sem ekki er unnið, svo sem að næturlagi og um helgar. Þá
getur lögreglustjóri, ef hann telur framkvæmdir dragast um of, látið
setja i samt lag það, sem raskað var, á kostnað þess, sem verkið átti
að vinna.
27. gr.
Þegar hús er byggt, rifið, endurbyggt eða flutt, er eiganda eða
verktaka skylt að haga sér eftir þeim fyrirmælum, sem lögreglustjóri
gefur, til að forðast farartálma, hættu eða óþægindi fyrir
vegfarendur.
Girðingar, sem hafa verið reistar vegna mannvirkjagerðar, skal
fjarlægja, þegar þeirra er ekki lengur þörf.
Þegar hús eða annað mannvirki brennur eða það er tekið burt, án
þess að annað sé byggt i staðinn, er eiganda skylt að ganga svo frá
hússtæðinu, að ekki stafi af þvi hætta, óþrifnaður eða óprýði.
28. gr.
Enginn má reka knattborð, spilakassa eða leiktæki gegn borgun,
nema með leyfi lögreglustjóra að fenginni umsögn borgarstjórnar.
Leyfi skal ekki veita til lengri tima i senn en fjögurra ára. Það
skal bundið við nafn leyfishafa og rekstur á tilteknum stað.
Lögreglustjóri ákveður gjald fyrir leyfið, sem greiðist árlega.
Ef leyfishafi brytur gegn ákvæðum greinar þessarar eða reksturinn
þykir ekki fara vel úr hendi, getur lögreglustjóri svipt hann leyfinu,
enda hafi leyfishafi ekki látið segjast við aðvörun.
Knattborð, spilakassa eða leiktæki má reka frá kl. 09.00 til
23.30.
Börnum innan 14 ára er ekki heimill aðgangur að slikum tækjum
nema i fylgd með forráðamönnum. Miða skal aldur við fæðingarár en
ekki fæðingardag.
29. gr.
Veitingastaði er heimilt að hafa opna frá kl. 06.00 til 03.00.
Allir gestir, sem eigi hafa þar náttstað, skulu hafa farið út eigi
siðar en 1/2 stundu eftir að lokað er. Þó má selja ferðamönnum greiða
á hvaða tima sem er, ef þeir fá náttstað á veitingastaðnum eftir
lokunartima.