Árbók Reykjavíkurborgar - 01.12.1996, Page 94
ÁrbókReykjavíkur 1996
Byggingarstarfsemi
B Y GGINGARSTARFSEMI
í þessum kafla eru tölur um fjölda íbúa og íbúöa bornar saman á ýmsa vegu, en þess skal getið, aö
tölum um fjölda íbúða ber ekki alls staðar saman. Ástæða þess er sú, að fjöldi íbúða í Reykjavík er
fundin með þremur mismunandi aðferðum, fasteignamati, talningu brunatryggðra íbúða og
framreikningi byggðum á fjölda fullgerðra íbúða á liðnu ári. Ljóst er að framreiknaður fjöldi íbúða
verður aldrei nákvæmur, þar sem ekki er tekið tillit til breyttrar nýtingar íbúða og úreldingar, en á
hinn bóginn er þess ekki að vænta, að allar upplýsingar um breytingar á húsnæði skili sér fljótt til
Fasteignamats ríkisins, eða HúsatryggingaReykjavíkur.
í tillögu að nýju aðalskipulagi lyrir Reykjavík 1996 - 2016, er áætlað að íbúar Reykjavíkur verði á
bilinu 125 - 135 þúsund eftir tvo áratugi, þ.e. árið 2016. Á næstu árum mun miðaldra og eldra fólki
fjölga mest í borginni. Við lok skipulagstímabilsins mun rúmlega helmingur borgarbúa búa austan
Elliðaáa. Fyrir aldamót munu fýrstu íbúðahverfi austan Vesturlandsvegar, í Grafarholti og Hamrahlíð
byrja að byggjast upp. Eins er gert ráð fýrir íbúðahverfi austast á Geldinganesi. Byggingarland
innan borgarmarka Reykjavíkur er takmarkað og munu flest framtíðarbyggðasvæði verða fullbyggð
við lok skipulagstímabilsins. Á næstu áratugum þarf að endurnýja töluvert af húsnæði í innri hluta
borgarinnar, sem leitt gæti til betri nýtingar lands og fjölgun íbúða.
Samkvæmt áætlunum Húsnæðisstofnunar og Byggðastofnunar þarf á næstu árum að byggja svipaðan
fjölda af íbúðum á höfuðborgarsvæðinu og síðustu ár þ.e. 1.000 til 1.200 íbúðir á ári. Hlutur
Reykjavíkur er áætlaður um 500 til 700 íbúðir á ári.
Eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði hefur aukist seinustu misseri eftir nokkura ára stöðnum eftir mikið
offramboð af nýju atvinnuhúsnæði á árunum 1986 - 1989. Uppbygging á nýrri verslunar- og
þjónustumiðstöð í Spöng týrir Grafarvogs- og Borgarholtshverfi er að hefjast, en í þessum borgarhluta
munu búa um 18 þús. manns þegar hann verður fullbyggður eftir 3 - 4 ár.
Upp úr aldamótum er áætlað að lokið verði við að byggja fýrsta áfanga Sundabrautar, milli Sæbrautar
og Gufuneshöfða. Þar með batna til muna tengsl Grafarvogs- og Borgarholtshverfa við aðra hluta
borgarinnar.
Framtíðarsýn aðalskipulagsins er að gera Reykjavík að “vistvænni höfuðborg norðursins”.
78