Árbók Reykjavíkurborgar - 01.12.1996, Side 209
ÁrbókReykjavíkur 1996
Gjaldskrármál
BÍLASTÆÐASJÓÐUR.
Stöðumaelar og gjaldskrárbrevtingar frá 1. janúar 1988.
Stöðumælar og stöðvunarbrotagjöld
Gjaldskrárbreyting, sem hafði verið samþykkt í borgarráði 18. desember 1987, tók
gildi 1. janúar 1988. Gjald fyrir 30 mínútur hækkaði úr 20 kr. í 50 kr., gjald fyrir 60
mínútur hækkaði úr 30 kr. í 100 kr. (2 x 50). Aukaleigugjald hækkaði úr 300 í 500 kr.
og nefnist nú aukastöðugjald. Gjald í stæðasjálfsala hækkaði úr 30 kr. á klst. í 50 kr. á
klst. Nokkur óánægja kom fram hjá fólki vegna þessara hækkana og herts aðhalds.
Því var það að 5. júlí 1988 var samþykkt í borgarráði sú tillaga borgarstjóra, að þeim
stöðumælum sem voru með 1/2 klst. hámarkstíma skyldi breytt þannig, að
hámarksgjaldtími yrði 1 klst. eins og á öðrum stöðumælum í borginni. Gjald í
stöðumæla yrði eftir sem áður kr. 50 á klst., en gilti fyrir 1 klst. í stað 1/2 klst. áður.
Einnig að væri aukastöðugjald, sem var 500 kr. greitt áður en 3 virkir dagar eru liðnir
frá dagsetningu álagningarseðils, fái greiðandi afslátt, þannig að greiða skyldi 300 kr.
Séu gjöld þessi hinsvegar ekki greidd ixman tveggja vikna komi á þau 50% álag og
beitt verði þeim álögum, sem lög leyfa. Á fundi borgarráðs 7. desember 1993 var
samþykkt að hækka aukastöðugjald úr kr. 700 í kr. 850, en eftir sem áður þyrfti aðeins
að greiða kr. 300 ef greitt er innan þriggja daga frá álagningu. Þann 4. apríl 1995
samþykkti borgarráð að minnka þriggja daga afsláttinn af aukastöðugjaldinu þannig
að ef greitt er innan þess tíma er upphæðin krónur 500,-, en aukastöðugjaldið óbreytt
krónur 850,-.
Gjaldsvæði 3
Þann 14. september 1993 samþykkti borgarráð tillögu um nýtt gjaldsvæði fyrir
miðamæla, gjaldsvæði 3. Fyrir voru gjaldsvæði 1 þar sem klukkustundin kostar 40 kr.
og gjaldsvæði 2 þar sem klukkustundin kostar 60 kr. Taxtinn á gjaldsvæði 3 er 40
krónur á klukkustund fyrstu tvær stundimar, en 15 krónur á klukkustund eftir það.
Bílastæði á þessu svæði em sérstaklega ætluð starfsfólki miðbæjarins. Þann 4. apríl
1995 samþykkti borgarráð að breyta stæðinu austan Tollhúss í gjaldsvæði 1 í stað 3,
og stæðinu Tryggvagötu 13 í gjaldsvæði 2 í stað 3. Gjaldsvæði 3 takmarkast þá við
bílastæði á Landakotstúni, Miðbakka, Ingólfsgarði og Skúlagötu 4-6.
G j aldsky ldutími
Haustið 1990 ákvað borgarráð, að gjaldskyldutími í stöðumæla skyldi vera í
tilraunaskyni frá kl. 10.00-18.00 frá 15. október 1990 til 15. febrúar 1991 í stað frá kl.
09.00-18.00. Nokkm síðar ákvað borgarráð að gjaldskyldan skyldi vera firá kl. 10.00-
16.00, þ.e. í sex klst. í stað níu á árunum á undan.
Hinn 1. mars 1992 var gjaldskyldutíma breytt og varð nú firá kl. 10-17. Gjaldskylda
bílastæðishúsa og opinna bílastæða með gjaldtökubúnaði var hins vegar ákveðin frá
kl.09-18. Borgarráð samþykkti síðan á fundi sínum 4.apríl 1995 að lengja
gjaldskyldutímann á stöðu- og miðamælum og er hann nú frá klukkan 10-18 virka
daga og laugardaga frá klukkan 10-14.
íbúakort
íbúakort tóku gildi 1. mars 1992 og kostar árskort 5.000 kr. og gildir á öllum
stöðumælum í einu af þremur svæðum, þ.e. vestan Kvosar, sunnan Laugavegar og svo
norðan Laugavegar. íbúakortin gilda þó ekki á Laugavegi og í sjálfri Kvosinni, né
heldur í bílastæðahúsunum.
193