Foreldrablaðið - 15.12.1941, Blaðsíða 5

Foreldrablaðið - 15.12.1941, Blaðsíða 5
Foreldrablaðið Desember 1941 — Toreldrablaðíð Um leið og þetta litla blað hefur göngu sína, þykir mér hlýða að fylgja því úr hlaði með nokkrum orðum, til þess að skýra fyrir lesendum tilgang þess. Það er alkunna, að þegar rætt er um uppeldi æskulýðsins, þá er venja að nefna einkum til tvær stofnanir: heim- ili og skóla, enda ber því eigi að neita, að á þessum tveim hvílir hiti og þungi þjóðaruppeldisins. íslendingar urðu flestum menningarþjóðum seinni til að stofna skóla fyrir börn sín. Þá önn- uðust heimilin ein öll hin margþættu stcrf barnauppeldisins. En er atvinnu- hættir þjóðarinnar breytast á síðari hluta 19. aldar, þ. e. að fleiri og fleiri setjast að við sjávarsíðuna, þá fer og þannig, að erfiðleikar barnauppeldis- ins aukast, en mannfæð og annríki heimilanna veldur því, að uppeldið lendir meira í molúm en áður var. í þéttbýlinu við sjóinn rísa því upp fyrstu barnaskólarnir, en misjafnt var í fyrstu, hve langur námstíminn var, enda eigi öll börn á þessum slóðum, er skóla sóttu, þótt skóli væri til á staðnum. Með fræðslulögunum 1907 er lögboðið, að hvert barn í landinu skuli njóta ákveðinnar skólafræðslu innan 14 ára aldurs. Margir tóku þessari nýjung vel. Aðrir kunnu því illa að vera með lög- um skyldaðir til að láta börn sín ganga í skóla. Nú munu langflestir líta svo á, að án skólanna sé eigi hægt að vera, enda ekki trútt um, að skólunum sé jafn vel ætlað stærra starfssvið og mikilsverðari áhrif en þeim er unnt að inna af höndum. Mun það til vera, að skóli sé talinn bera meiri ábyrgð á framkomu barna og breytni allri en heimili þeirra. Kann og að vera, að skóli geti verið áhrifameiri en heimili, sem lætur sig litlu skipta uppeldi barna sinna. En sem betur fer, eru enn til á landi voru mörg heimili, er fær eru til að móta eða að minnsta kosti hafa rík áhrif á börnin, þótt slík heimili þiggi engu síður aðstoð skólans í upp- eldisstarfinu. Skólinn er fyrst og fremst stofnun, sem þjóðfélagið ann- ast um í því skyni að létta uppeldis- starf heimilanna. Því þarf, ef vel á að vera, starf heimila og skóla að verða svo samgróið, að þar verði eigi á milli greint. Vitanlega er enginn skóli svo fullkominn, að ekki megi að honum finna. Eigi mun og heldur vera til í víðri veröld það heimili, að ekki sé ein- hver veila í uppeldisstarfi þess. Jafn vel hin heitasta og sterkasta móðurást,

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/1825

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.